Bændablaðið - 31.01.2019, Síða 54

Bændablaðið - 31.01.2019, Síða 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. janúar 201954 Kambsmálið – Engu gleymt, ekkert fyrirgefið eftir Jón Hjartarson, fyrrverandi fræðslustjóra, segir frá átökum fátækrar fjölskyldu við hreppsyfirvöld í Árneshreppi um miðbik síðustu aldar. Bókin segir frá aðdragandanum, atburðinum sjálfum og eftirmálum hans. Þann 4. júní 1953 mætti hreppstjóri Árneshrepps að bænum Kambi í sömu sveit til þess að bjóða upp dánarbú heimilisföðurins, sem látist hafði fyrr á árinu. Húsmóðirin var á berklahælinu á Vífilsstöðum en heima fyrir einungis börnin, átta talsins og á aldrinum 7 til 18 ára. Þegar búið var að selja hæstbjóðendum allt sem nýtilegt var af búsmunum, stóð til að ráðstafa barnaskaranum á heimili í sveitinni eftir fornum reglum um sveitarómaga. Þá gerist það að átján ára heimasæta stillir sér upp í útidyrum og fyrirbýður að nokkurt systkina hennar verði tekið í burtu af heimilinu. Eftir nokkurt stímabrak lúpast yfirvöld af bænum og skilja börnin eftir í reiðileysi. Dvölinni á Kambi lokið Í eftirfarandi kafla er gripið niður þara sem ein af eldri systrunum, Pálína, segir frá. „Vorið 1954 var augljóst að dvöl okkar á Kambi væri að ljúka, það væri raunar ekkert annað eftir en að finna sér einhvern verustað til bráðabirgða, þar sem við fengjum vinnu og gætum búið fram á haustið. Ágúst bróðir flutti til Djúpuvíkur í apríl og settist þar að með sinni konu, þar sem hann vann í síld og við ýmislegt annað sem til féll þegar ekki var síldarvinna. Hann útvegaði Önnu systur vinnu í mötuneyti í Djúpuvík og var hún fyrst af okkur hinum til að yfirgefa Kamb. Við hin þurftum að finna okkur húsnæði og vinnu í Djúpuvík til haustsins, meðan við værum að ráða fram úr framhaldinu og bíða eftir að því litla sem eftir stóð af bústofninum yrði slátrað. Næst var komið að mér að fara frá Kambi til Djúpuvíkur í leit að húsnæði og vinnu. Við Jóna ákváðum að ég færi á skektunni, en hún yrði eftir með börnin meðan beðið væri eftir að úr rættist með húsnæði og vinnu. Ég lagði af stað snemma morguns, en eitthvað hef ég verið annars hugar eða flýtt mér of mikið því þegar ég var komin dágóðan spöl áleiðis tók ég eftir því að negluna vantaði í skek tuna . Hana var h v e r g i að sjá í kjalsoginu og sjórinn b u n a ð i viðstöðulaust inn í bátinn, án þess að ég gæti nokkuð að gert. Ekki kom til greina að snúa við heldur halda áfram þangað til ég kæmist að landi innar með ströndinni. Ég hamaðist við róðurinn eins og kraftar leyfðu, en þegar skektan var orðinn svo sigin að framan að hún var farinn að stinga stefninu í ölduna, stóð ég upp, setti annan fótinn yfir neglugatið, þurrjós hana og hélt svo róðrinum áfram sem mest ég mátti. Ströndin var svo klettótt að hvergi varð komist í land fyrsta spottann, þannig að ég varð að endurtaka þetta einum þrisvar eða fjórum sinnum. Ég man hvað þetta tók á mig andlega, ég var ekki beinlínis hrædd en fannst samt afar óþægilegt að vera stödd á hriplekri bátskænu úti á rúmsjó og komast hvergi að landi. Loks þegar ég komst í land tíndi ég saman spýtnarusl í fjörunni sem ég tróð kyrfilega í neglugatið og hélt svo róðrinum áfram alla leið til Djúpuvíkur. Þar dró ég skektuna upp í fjöru og leitaði á náðir Sigurðar Péturssonar og konu hans, þar sem ég fékk bæði mat og gistingu. Daginn eftir fór ég að svipast um eftir einhverju húsaskjóli fyrir okkur systkinin. Mér hafði verið sagt að leita til Helga Kr. og þar fékk ég húsnæði fyrir okkur öll á annarri hæð í húsi á bak við verslunina. Áður hafði verið bakarí í kjallara hússins en það starfaði ekki þetta sumar né síðar. Strax næsta dag var ég mætt á planið og farin að salta síld, því nú reið á að halda vel á spöðunum og gefast ekki upp. Þegar húsnæðismálin voru leyst var komið að Jónu og börnunum að flytja, frændfólk okkar í Veiðileysu hljóp undir bagga með okkur og flutti Jónu, börnin og allt annað sem flytja þurfti til Djúpuvíkur. Og þannig gerðist það, að í lok júlí 1954, liðlega ári eftir uppboðsdaginn, lauk búsetu okkar á Kambi fyrir fullt og fast.“ Útgefandi er bókaútgáfan Sæmundur. /VH Smáauglýsinga- síminn er: 563 0300 Eldri blöð má finna hér á PDF: Kambsmálið: Engu gleymt, ekkert fyrirgefið Systkinin á Kambi. LÍF&STARF Rannsóknarsjóður Hrafnistu: Þrjú verkefni í þágu aldraðra fá styrki Einni milljón króna hefur verið úthlutað úr Rannsóknarsjóði Hrafnistu til þriggja verkefna í þágu aldraðra. Markmið sjóðsins, sem er í eigu Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins, eiganda Hrafnistuheimilanna, er að stuðla að nýjungum og þróun í málefnum aldraða. Sjóðurinn er opinn öllum, einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum, sem stunda rannsóknir, formlegt nám eða annað sem stuðlað getur að jákvæðri þróun í málaflokknum. Þetta kemur fram á vef Hrafnistu. Næringarástand og leiðir til bóta Berglind Soffía Blöndal, næringar- fræðingur og doktorsnemi í næringarfræði, hlaut styrk að upphæð 500 þúsund krónur. Rannsóknarverkefni hennar ber heitið Næringarmeðferð aldraðra einstaklinga eftir útskrift af Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort útskrift aldraðra einstaklinga samkvæmt Nutrition Care Process meðferðaráætlun ásamt heimsendum mat, sérstaklega samsettum með þarfir aldraðra í huga, hafi áhrif á næringarástand, vöðvastyrk, hreyfifærni, lífsgæði og endurinnlögn á sjúkrahús eða dauða eftir útskrift af öldrunardeild, samanborið við viðmiðunarhóp sem er útskrifaður á hefðbundinn hátt, og viðmiðunarhóp sem væri byggður á sögulegum gögnum frá því áður en útskriftarverkferillinn sem nú er farið eftir var tekinn í notkun 2016. Rannsóknin mun gefa upplýsingar um vannæringu aldraðra í heimahúsum og hvaða aðferðum er best að beita til að sporna gegn versandi næringarástandi þeirra. Niðurstöður munu breyta verkferlum hvað varðar útskrift aldraðra einstaklinga og opinberum ráðleggingum um þjónustu við þennan viðkvæma hóp ásamt því að finna leiðir til þess að auka lífsgæði aldraðra. Bætt lífsgæði með Nemaste Elfa Þöll Grétarsdóttir, hjúkrunar- fræðingur og sérfræðingur í hjúkrun aldraðra, hlaut styrk að upphæð 300 þúsund krónur. Verkefni hennar ber heitið Þýðing og forprófun á lífsgæðamælikvarðanum: The quality of life in late-stage dementia (QUALID). Markmið verkefnisins er að leggja grunn að markvissum leiðum til að meta árangur af breyttu verklagi eins og Namaste nálgun felur í sér. Namaste umönnun hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi sem ný nálgun í umönnun einstaklinga með heilabilun. Markmið þessarar nálgunar er að bæta lífsgæði einstaklinga með langt gengna heilabilun með persónumiðaðri vellíðunarmeðferð. Lífsgæðamælikvarðinn mun nýtast öllum þeim sem starfa við umönnun og þjónustu við einstaklinga með heilabilun. Lestrarþjálfun barna með öldruðum Hjúkrunarheimilin Hulduhlíð og Uppsalir í Fjarðabyggð hlutu styrk að upphæð 200 þúsund krónur. Heiti vekefnisins er Ungur nemur gamall temur. Markmið verkefnisins er að fá grunnskólabörn í heimsókn á hjúkrunarheimilin og taka þar þátt í lestrarátaki. Börnin æfa sig í lestri með því að lesa fyrir íbúa sem veita þeim leiðsögn meðan á lestrinum stendur. Margvíslegur ávinningur verður af verkefninu; börnin eflast í lestri, íbúar fá heimsóknir grunnskólabarna sem dregur úr einveru, auk þess sem þeir taka þátt í uppbyggingarverkefni með börnum. Með verkefninu er verið að tengja saman kynslóðir, skapa notalegan vettvang til eflingar á yngstu og elstu kynslóðum samfélagsins og fá ungviðið í reglu- legar heimsóknir. /MÞÞ Verðlaunahafarnir þrír frá vinstri, Ragnar Sigurðsson f.h. Fjarðabyggðar, Berglind Soffía og Elfa Þöll, ásamt fulltrúum Sjómannadagsráðs og Hrafnistu í stjórn úthlutunarnefndar rannsóknarsjóðsins. Mynd / Hrafnista BÆKUR&MENNING ALVÖRU BITI Snjótönn á vinnuflokkabíl. Tjakkar til að færa til hliðar. Verð: 340.000 kr. + vsk EVRÓPUMEISTARINN ´12 CAT rafmagnslyftari. 4.400 vst. Ásnúningur með göfflum. Verð: 1.280.000 kr. + vsk. HEIMSMEISTARINN ´15 CAT rafmagnslyftari. 540 vst. Ásnúningur með göfflum. Verð: 2.380.000 kr. + vsk. FATLAÐUR SPRINTER ´07 M.BENZ SPRINTER Ekinn 276.000 km. Dísel og sjálfskiptur. Verð: 1.680.000 kr. Malarhöfða 1 - 110 Reykjavík Sími: 580 8900 borgarbilasalan@borgarbilasalan.is www.bbl.is

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.