Perlur - 01.01.1930, Síða 11
hann eins og að venju. Hans tók hann upp og opnaði skrifstofuna.
Hann ætlaði aðeins að ná í hattinn sinn.
En þegar hann var kominn inn í hlýjindin á skrifstofunni, þá
seig einhver værð yfir hann, og hann setíist á stólinn sinn. Hann
hlustaði á tik-takið í stóru Borgundarhólms-klukkunni. Honum heyrð-
ist það segja: »Þarna er þá Hans Engelín kominn á fætur. Hann er
allt af stundvís pilturinn sá«. Hann horfði á stóru reikningsbækurnar
fyrir framan sig, bækur, sem höfðu elzt með honum. Var það mögu-
legt, að hann ætti að skilja við þær fyrir fullt og allt?
Þegar Arni kom stundu seinna inn á skrifstofuna, þá sat Hans þar
álútur og skrifaði með dæmalausum hraða. Arni brosti og gekk fram íbúð.
En það hafði slegið að Hans þennan morgun. Næstu nótt vakn-
aði hann með mikinn hita og í morgunsárinu andaðist hann. Guggna
andlitið hans lá grafkyrt á skítugum koddanum, og rauða hárið stóð
allt út í loftið. Ofan af veggnum horfði Dostojevski með hvössum
augum á Hans Engelín, sem hefði getað orðið mikill maður.
Á gólfinu lágu dagblöð á víð og dreif, og úti í einu horninu
stóð barmafull, loklaus skólpfata. Það var frekar kalt í veðri, og loftið
var þungt þarna inni. Flugurnar voru vaknaðar og komnar á ról. Þær
settust á nefið, eyrun og kinnarnar á Hans, og voru hissa á því, að
þær fengu að vera óáreyttar.
Klukkan niðri í stofunni hjá gömlu frú Petersen sló tíu. Ef allt
hefði verið í lagi, þá hefði Hans átt að vera kominn niður í skrif-
stofu fyrir tveim tímum. Frúin, sem hafði verið að sjóða kæfu fram í
eldhúsi frá því í bíti um morgunin, fór að verða óróleg út af Hansi.
Loksins vaggaði hún upp stigann og blés, eins og hún væri að
klifa upp fjall. Hurðin að herberginu var ólokuð, og frú Petersen
gekk rakleitt inn í það. Þarna blasti Hans við henni, allur í kút í
litla rúminu og með lokuð augun, eins og það væri hánótt enn þá.
Hann var krökkur í framan af flugum. Frú Petersen rak þær í burtu
með rauða klútnum sínum, svo þurkaði hún svitann framan úr sér.
Henni varð ekki um sel. Það var undarlegt, hve Hans lá grafkyr.
Hún kippti í handlegginn á honum og hrópaði: »Hans, staa op!«
En Hans lá hreyfingarlaus. Litla höfuðið ruggaði aðeins örlítið
á koddanum við átakið. Brátt komst frúin að raun um, að Hans var
í sama ástandi og Pefersen hennar, þegar hann lá stirður og dauður
efíir heilablóðfallið. Það var áreiðanlegt, að Hans var steindauður, og
að frú Petersen vantaði leigjanda í herbergið. Allt í einu mundi hún
eftir því, að hún hafði skilið kæfupottinn eftir yfir eldinum. »Kæfan!«
hrópaði hún og hoppaði upp á gólfinu. — Og ekkjufrúin hans Peter-