Perlur - 01.01.1930, Qupperneq 18

Perlur - 01.01.1930, Qupperneq 18
16 CPerfur Hún dró andann með erfiðismunum og tiiraði, eins og sonur hennar hefði staðið fyrir framan hana meðan hún var að tala. Svo bætti hún við: »Þér verðið líka að segja honum, að ég hafi aldrei oftar séð... hinn«. Hún þagnaði aftur. Að lokum mælti hún með máttfarinni röddu: »Og svo bið ég yður að yfirgefa mig. Eg vil helzt deyja ein, úr því að þeir geta ekki verið hjá mér«. Brument lögmaður bætti við: »Eg fór, herrar mínir! en ég skammast mín ekki fyrir að játa, að ég grét eins og auli, svo ákaft, að ökumaðurinn sneri sér við til að horfa á mig. Og svo að hugsa sér það, að daglega eru Ieiknir meðal vor harmleikir slíkir sem þessi! Ég hefi aldrei fundið soninn ... þenna, já, þér megið hugsa um mig hvað yður þóknast, en ég segi: þenna glæpamann/« Ef dæguvstritið setjast vill að sál, þá svífum upp til Ijóssins björtu heima og gleðjumst þar við guðlegt listabál, á gullin-skýjum látum okkur dreyma. Já, þar er andinn orðinn loksins frjáls frá öllum gömlum vanans hleypidómum; vér berum engin bönd um arm né háls, en bjartir strengir leika gleðihljómum. Og þar er ástin eilíf, helg og hrein og himneskt vor og dýrleg rósa-angan, þar svífa fuglar léttir grein af grein með gleðikvaki sumardaginn langan. Og er vér fáum fundið slíkan heim, þá finnum vér, það er vor bezta stundin, er andinn flýgur frjáls um víðan geim með fögrum gyðjum inn í helga lundinn.

x

Perlur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.