Perlur - 01.01.1930, Síða 21

Perlur - 01.01.1930, Síða 21
f J'Qr'Só ir um o. Jyycfdv Uoníenay Milli hrauns og hlíða heldur skulum ríða en hinn leiða allra Iýða stig. 'ÉR er það sönn ánægja að verða við beiðni útgefenda hins nýja rits, um að skrifa nokkur orð um óbyggðir og lána nokkrar af myndum mínum. — Sérstaklega vegna þess, að ferðir mínar um óbyggðir íslands eru meðal minna beztu endur- minninga, sem ég hefi frá dvöl minni hér á landi. Útlendingur, sem kemur frá sléttulandinu til Islands, mun einna mest heillast af hinum háu fjöllum og jöklunum. Þannig var það með mig. Lofsöngur Jónasar Hallgrímssonar um >landið fríða« og nokkrar skjótar ferðir upp á Heklu og Snæfellsjökul vöktu hjá mér löngun til að kynnast hinum víðáttumiklu öræfum og »fannhvítu jöklanna tindum*. Og árin 1925—1927 fór ég í þrjár langferðir upp um óbyggðir, til að njóta fegurðar náttúrunnar og ánægjunnar af því, að ferðast með góðum förunautum og vinum. Sá staður, sem heillaði mig einna mest, var hið áður óþekkta svæði vestan við Vatnajökul, milli Tungnaárbotna og Vonarskarðs. Hér höfðu hinir dularfullu útilegumenn dvalið. Hér var hinn leyndar- dómsfulli Stórisjór með hinum bröttu brekkum aðliggjandi, einmana og án frárennslis. Norðvestan við hann var hið fræga Eyvindarkofaver og í suðvestri voru hin mörgu Fiskivötn, með aragrúa af fuglum og fiskum. Og upp í sjálfum jöklinum voru tveir fjallshnúkar, Kerlingar, sem enginn hafði enn þá heimsótt. Vfir Illugaver við Köldukvísl fórum við 1925 og náðum þessu takmarki óska minna. Ferðin kringum Kerlingar var 16 tíma erfið ganga. En enginn sá eftir þeirri áreynzlu. Innan við jökulröndina, við

x

Perlur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.