Perlur - 01.01.1930, Page 23

Perlur - 01.01.1930, Page 23
CpQrfur * 21 fj/a STísfeivölnum Sonicnaií sandöldur náði hún næstum niður að Fiskivötnum, aðeins klukkutíma reið þaðan hvarf hún smátt og smátt í sandinn. Heljargjá er um 20—25 km. löng, sunnan til sandorpin, miðstykkið eins og djúp sprunga gegnum fjallgarðinn, oftast nær fyllt með sandi, og norður- endi hennar fullur af hrauni. Að líkindum er þetta sprunga eftir jarð- skjálfta, engin eldgjá. Einkennilegt og mikilfenglegt var það tíma eftir tíma að fylgja gjá þessari, sem hefir megnað að kljúfa heilan fjallgarð. Og á slíkum ferðum eru atburðirnir svo margbreytilegir og landslagið svo mismun- andi, að það er vandi að velja, hvað maður á helzt að segja frá slíkum ferðum, eða hvað hafi haft mest áhrif á mann. Hinar löngu ferðir á hestbaki um bjartar sumarnætur, í hinni djúpu einveru og kyrð, eru ef til vill dýrðlegustu endurminningarnar frá ferðum í ör- æfum. Ekkert getur líkst hinni tignarlegu og áhrifamiklu þögn. Kvöld eitt reið ég frá Bjallavaði við Tungnaá niður að Múla á Landi. Ég var einn með fjóra hesta. Frá fjalli einu litlu, sem kallað er Einbúi, horfði ég út yfir hið þungbúna Hrauneyjahraun, til að skyggnast um eftir leið milli hraunsins og sandbreiðanna. Sólin var enn á lofti og logn og blíða hvíldi yfir náttúrunni. Eftir því sem sólin lækkaði, féll fegurri blær yfir landslagið. Ég hafði ætlað mér að dvelja um nóttina í Áfangagili, en nóttin var svo yndisleg, að ég

x

Perlur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.