Perlur - 01.01.1930, Síða 24

Perlur - 01.01.1930, Síða 24
22 CZ)i3 ZJ/Vcir/ia,/£ól /Z/onírnau afréð að reka hesta mína áfram niður með Valafelli, yfir bylgjandi grasvelli Sölvahrauns, yfir svörtu sandana hjá Rangá niður á Rjúpna- velli, þar sem Rangá heyrðist í fjarska niða í myrkrinu. Grasið var blautt af dögg eftir dýrðlegan sólskinsdag. — Annað kvöld fórum við dr. Nielsen frá Botnaveri upp með Tungnaá, til að finna upptök hennar. í rigningu og slyddu fórum við yfir hraunbreiðu, þar sem við urðum að teyma hestana, sem oft áttu erfitt með að fóta sig. I rökkrinu náðum við útsýni norður yfir til Kerlinga. Við gátum aðeins eygt aðra þeirra gegnum rigningu og þoku, sem huldi jökulinn. En ég sá nóg til þess, að þekkja aftur jökulgrind þá, sem lokar fyrir tvö stöðuvötnin við rætur Kerlinga. Ég varð viss um, að jökulkvísl sú, sem við Gunnlaugur óðum 1925, var höfuðupptök Tungnaár. Slík uppgötvun launar að fullu erfiði og þrautir, sem samfara eru slíkum ferðum. Sex tima reið heim, yfir óendanlega mela og sanda, í dimmri þögn ágústnæturinnar, verður ógleymanleg minning. Þetta var árið 1927. En árið áður, þegar við fylgdum Heljar- gjá, riðum við frá Fiskivötnum í suður, fórum yfir Tungnaá á vaði og þvert í gegnum hið vilta fjallasvæði yfir á Fjallabaksveg nyrðri. Á leiðinni klifum við Faxa, sem er hæzta fjall á svæðinu fyrir sunnan Tungnaá. Þar höfðum við ógleymanlegt útsýni. í glitrandi sólskini sáum

x

Perlur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.