Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Qupperneq 2
fréttabréf
ÖRYRKJABANDALAGS
ÍSLANDS
1. TÖLUBLAÐ
12. ÁRGANGUR 1999
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
HELGI SELJAN
Umbrot og útlit:
Fjóla Guðmundsdóttir.
Prentun:
Steindórsprent/
Gutenberg ehf.
Forsíðumynd:
Björn G. Eiríksson.
Aðrar ljósmyndir:
Hafliði Hjartarson, Ingólfur
Örn Birgisson o.fl.
Frá ritstjóra
Enn eitt útgáfuár þessa blaðs er hafið, hið tólfta frá upphafi.
Útbreiðsla Fréttabréfsins er einstaklega mikil eða töluvert á
sautjánda þúsund útsendinga, enda eðlilegt að alltaf bætist við í ljósi
þess að sífellt fjölgar aðildarfélögum bandalagsins.
Ritstjóri var á dögunum inntur eftir því, hvort
þetta afkvæmi hans væri ekki orðið byrði á honum
meðfram öðrum önnum.
Ritstjóri svaraði því til að enn meiri hætta væri
á hinu þ.e. að hann væri byrði á blaðlesendum,
litið til þess hversu hann setti um of mark sitt á
blaðið, ætti þar jafnan nokkra ofgnótt efnis.
Sannleikurinn enda sá að enn fleiri mættu leggja
lið svo blaðið mætti almennt endurspegla enn fleiri
viðhorf og er ritstjóra þá hugsað til allra þeirra ágætu krafta í
aðildarfélögum okkar sem langt um of halda að sér höndum.
í einlægni sagt þá mun aðsent efni, óumbeðið vart ná einum tíunda
af efni þess og eitthvað er það nú ekki eðlilegt. Hlutverkin eru tvíþætt:
annars vegar fréttahlutverkið s.s. blaðsnafnið bendir til og svo hins
vegar að það sé á hverri tíð öflugur og vökull málsvari þeirra sem að
baki standa. Fjölbreytni efnis mætti eflaust meiri vera, en er þó
allnokkur og því ætti hver lesandi ævinlega að finna eitthvert efni í
hverju blaði sem athygli og áhuga vekti. En enn ein áskorun til hinna
ótalmörgu ritfæru vel sem of sjaldan láta að sér kveða að gjöra nú
bragarbót. Veturinn líður og vor er í nánd í náttúrunni, þegar nýir
lífssprotar spretta úr mold og auka yndi okkar. Megi einnig vora í
lífsaðstæðum öryrkja þannig að ekki þurfi virtir þjóðfélagsþegnar að
vitna um það að svo bágar séu kjaratölur öryrkja að með þær megi
ekki “fara í aðra hreppa”. Slíkt vor yrði öllu samfélaginu til farsældar.
Helgi Seljan.
EFNISYFIRLIT
Frá ritstjóra..............................2
Hverjir vinna með fötluðum?................3
Skyggnst á bak við Lottóhattinn............4
Höfðingleg gjöf............................8
Athyglisvert rit Umhyggju .................9
Aðventa og öryrkjar......................10
Kynningarátak............................11
Samstöðuhátíð í Reykjanesbæ..............12
Ávarp á Samstöðuhátíð....................12
Ávarp á Samstöðuhátíð....................13
Af stjómarvettvangi......................14
Viljinn til að sigra.....................16
Daufblindrafélag íslands ................18
Norræn menntastofnun.....................19
Meiri mér................................19
Kynning framkvæmdastjóra.................20
Orlofshús í athugun......................21
Múlalundur 40 ára........................22
Hlerað................... 23, 34, 37, 45, 47, 53
Alþjóðadagur fatlaðra....................24
Reglur Tryggingastofnunar................26
Duldar fatlanir..........................28
Ráðstefna Sjálfsbjargar..................29
Af Húsbyggingarsjóði Þroskahjálpar...30_
Með austangjólunni............................31
Smellin sending...............................31
Afléttum aðskilnaðarstefnunni.................32
Árbæjarlaug...................................34
Innlitið......................................35
Búrið.........................................36
Ógn umferðarslysanna..........................36
Breyting til bóta.............................37
Alnæmissamtökin á Islandi 10 ára..............38
Dágóð stund í Dvöl............................40
í garði konu minnar...........................41
Framtíðarsýn..................................42
Ágæt viðbrögð og afdráttarlaus................42
Félagsstarf aldraðra..........................44
Ráðstefna MG félagsins .......................46
Bæklingar LHS.................................46
Lítil gullkorn úr læknaskýrslum...............46
Gátur.........................................46
Frá Örva......................................47
Styrkir til samstarfs.........................48
Leiðrétting...................................49
Tvö ljóð......................................49
Öfugmælavísur.................................51
Úr mannréttindayfirlýsingu SÞ.................51
Hönnun fyrir alla.............................52
Úr draumaljóðum...............................53
I brennidepli.................................54
%