Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Qupperneq 9
“EITTHVAÐ
ER NÚ AД
“Á þriðja þúsund einstaklingar þurftu að þiggja aðstoð
Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir nýliðin jól, og það í mesta
góðæri íslandssögunnar. Þetta fólk er flest öryrkjar sem
ættu samkvæmt viðurkenndum grundvallarsiðgildum okkar
þjóðar að njóta velferðar og stuðnings samfélagsins.
Eitthvað er nú að.”
Úr nýársprédikun herra Karls Sigurbjörnssonar biskups.
Janúar 1999.
Athyglisvert rit Umhyggju
Hingað barst á borð hið glæsi-
legasta rit Umhyggju sem er
félag til stuðnings sjúkum börnum.
Ritið fylgdi reyndar Morgunblaðinu
laugardag einn í febrúar og fór því afar
víða. Fyrir utan fróðleik og fallegt
útlit fangaði augun hið höfðinglega
boð Prentsmiðjunnar Odda, sem gaf
Umhyggju prentuninatil að auðvelda
allt kynningarstarf samtakanna. Þama
birtist ávarp forseta íslands Ólafs
Ragnars Grímssonar. Þakkarávarp er
til Odda og Morgunblaðsins frá
framkvæmdastjóranum, Esther Sig-
urðardóttur, sem jafnframt kynnir
skrifstofu Umhyggju að Laugavegi 7,
Reykjavík. Umhyggja á tímamótum
nefnist svo grein formanns Um-
hyggju, Daggar Pálsdóttur, þar sem
hún m.a. greinir frá þeim þáttaskilum
sem urðu með daglegri starfsemi
Umhyggju og ráðningu framkvæmda-
stjóra frá 1. maí 1998.
I grein Daggar segir einnig frá
Styrktarsjóði Umhyggju sem er orð-
inn öflugur en til hans stofnað fyrir
tveim árum rúmum með höfðinglegri
gjöf frá fyrirtækinu Haraldur Böðv-
arsson hf. Þá kemur kynning á félög-
um og sjúkdómum er við sögu koma.
að vekur vægast sagt undrun hve
margra grasa kennir þar - miður
góðra. Aðildarfélög Umhyggju eru:
Breið bros - samtök aðstandenda
barna sem fædd eru með skarð í vör
og góm; Einstök börn - foreldrafélag
barna með alvarlega sjaldgæfa sjúk-
dóma; Félag axlarklemmubarna;
Foreldrafélag flogaveikisamtakanna -
Lauf; Foreldrafélag Tourette - sam-
takanna; Foreldrahópur barna með
psoriasis og exem; Foreldrasamtök
sykursjúkra barna og unglinga; Neist-
inn - styrktarfélag hjartveikra bama;
PKU félagið á íslandi; Félag um
arfgenga efnaskiptagalla; Styrktar-
félag krabbameinssjúkra barna. Öll
eiga þessi félög sínar ágætu kynningar
í ritinu svo og er kynntur erfðagallinn:
Noonan syndrom og svo börn með
astma og ofnæmi.
Það sem vekur athygli hér er hve
mörg aðildarfélaga Öryrkjabanda-
lagsins eiga þarna deildir eða a.m.k.
5, enda hafa forystukonur Umhyggju
átt með okkur fund um nánara
samstarf.
Framtakið nú er fjarska gott, færir
með sér afar gagnlegan fróðleik sem
fer svo víða og kemur þeim vonandi
best að gagni sem eiga börn með
einhver þessara einkenna og hafa ekki
vitað af slíkum félagsskap þó vel
kynntur sé. Umhyggju er alls góðs
óskað í framtíðarstarfi um leið og
þeim er árnað heilla með þennan
ágæta kynningaráfanga.
H.S.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
9