Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 13

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 13
tréð og þann hlýhug sem bak við stæði. Hann dró upp úr vasa sínum bækling þann er samtök fatlaðra sendu sveitarstjórnarmönnum á síðustu vordögum vegna yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitar- félaga. Hann sagði hann geymdan en ekki gleymdan hjá sveitarstjórnar- mönnum sem gerðu sér glöggt grein fyrir, hve vandasamt og viðkvæmt verkefnið væri. Hét liðsinni sveitar- stjórnarmanna á Suðurnesjum við málefni fatlaðra. Helgi Seljan þakkaði góðar móttökur, fór yfir stöðu mála í dag, bæði hvað lagasetningu og fjármagn snerti og færði Sigríði Daníelsdóttur og hennar fólki einlægar þakkir fyrir svo veitult veisluborð og undir það tekið með góðu lófataki. Öll var heimsókn þessi hin ánægjulegasta og sannleikurinn sá að nú hafa öl! kjördæmi verið heimsótt nema Vestfirðir, þar sem hið ágætasta starf er unnið, einkum í þágu þroskaheftra. Ritstjóra hefur í hug flogið hvort ekki ætti að vera með hátíð slíka til áminn- ingar og hvatning- ar að vori, í stað jólatrés yrði um gróðursetningu að ræða og þá að sjálfsögðu farið fyrst á Vestfirði. En þetta er aðeins hans hugmynd sem hér með er varpað fram til umhugsunar og efnda ef mönnum svo sýnist. Hafi það fólk allt sem að kom í Reykjanesbæ og tók svo vel á móti okkur alúðarþakkir fyrir alla velvild og góðan hug til málefna þeirra sem Frá fundinum á eftir. við berjumst fyrir. Kveikt var ljós - tendrað tréð lýsti lýð um hátíðimar og hefur vonandi vakið til umhugsunar um þau mörgu málefni sem á bak við Ijósadýrðina eru og sinna þarf. H.S. • • / Haukur Þórðarson form. OBI: Avarp á Samstöðuhátíð Góðir Suðurnesjamenn í Reykjanesbæ. Oryrkjabandalag íslands hefur haldið þeim sið allmörg ár að boða til sam- stöðuhátíðar í desember ár hvert, í svörtu skammdeginu, hér og þar um landið, og kveikt ljós á jólatré. Upphaflega ástæðan fyrir samstöðuhátíð- um ÖBÍ var sú að á sínum tíma upp- hófust átök um viss borgaraleg réttindi, nánar til- tekið búseturétt- indi ákveðins hóps öryrkja. Þetta var ungt fólk, fatlað á sinn hátt, og átti að hrekja það frá heimili sínu. Til þess að sporna gegn því efndi ÖBÍ m.a. til sam- stöðuhátíðar, og töldu menn það hafa lagt nokkur lóð á vogarskálina málinu til lausnar. Málinu lauk farsællega, að flestra mati, fyrir þá fötluðu. Þótti mönnum síðan tilgangur í því að halda áfram samstöðuhátíðum. Suðurnesin og íbúar þeirra hafa löngum haft til að bera dálítið sér- stæða ímynd í hugum landsmanna, allavega mínum. Stutt á fiskimið, bát- ar, sjómenn sem eru með afbrigðum veðurglöggir, brim, fjara og klettar, Stjáni blái. Fátækt og ríkidæmi, vinnusemi og gott vit til líkama og sálar. Hvort sem þessi mynd mín af Suðurnesjamönnum er í sam- ræmi við reynd og raunveruleika eða ekki, þá er hitt víst að hvar sem menn búa, í hvaða plássi sem er, fyrirfinnst þessi óendanlegi breytileiki mann- lífsins þegar kemur að færni manna til athafna, átaka, gerðar og fram- kvæmda, bæði þessari líkamlegu færni og þeirri andlegu og geðrænu. Öryrkjabandalagið er þeirra sem búa við skerta færni af þessum margvíslega toga, og á þeim bæ, þ.e.a.s. hjá Öryrkjabandalaginu, vita menn betur en flestir að oftar en ekki má draga úr - jafnvel eyða - áhrifum skerðingar með viðeigandi þjálfun, kennslu, réttri aðstöðu, aðlöguðu umhverfi o.s.frv. Þetta gildir hvort heldur sem um meðfædd atvik er að ræða eða atvik síðar til komin á ævi vegna sjúkdóma eða slysa. Við í Öryrkjabandalagi íslands fögnum því að geta verið í dag ámeðalykkarhéríReykjanesbæ. Við þökkum framtak ykkar í málefnum fatlaðra á svæðinu, við óskum ykkur góðs gengis varðandi málaflokkinn, ekki hvað síst þegar að því kemur - takið eftir að ég segi ekki ef að því kemur heldur þegar að því kemur - að sveitarfélagið tekur að sér fram- kvæmd málaflokksins. Við þökkum samveruna og óskum öllum gleðilegra jóla. Haukur Þórðarson FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.