Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Qupperneq 17
og túlk - hefur gefið henni nýja von.
Skemmtanir og söngvarar hafa líka
gert sitt - þó hún hafi skemmt sér
mest 30. júlí 1996, þegar Leonard
Dicaprio heimsótti hana og skrifaði
sérstakan texta til hennar. „Til sérlega
fallegrar stúlku. Ég get fundið hvað
vilji þinn er sterkur. Astarkveðja
Leo.” Sang roðnaði þegar hún sá hver
kominn var í heimsókn. „Hann sagði
að ég væri mjög falleg,” segir hún.
Vegna þess að Sang yfirgaf
heimili sitt þegar hún var einungis 8
ára, vegna fimleikaskóla, hefur
harmleikur hennar aðskilið hana frá
foreldrum sínum. Þau hafa tekið sér
ótímabundið leyfi frá störfum til að
vera hjá henni í íbúðarálmu sem
sjúkrahúsið á. Þar eru þau hjá henni
og halda henni félagsskap og eru að
læra hvemig eigi að hjúkra henni eftir
að hún yfirgefur Mount Sinai
snemma í næsta mánuði. Sang segist
munu halda áfram æfingunum í hálft
til eitt ár áður en hún snýr aftur til
Kína.
Til að búa sig undir framtíðina
mun Sang læra ensku og ætlar í
framhaldsskóla, annað hvort í New
York eða í Kína. Hún ætlar sér líka
að læra á tölvu með aðstoð hjálpar-
tækja og hefur nú fengið tilboð um
vinnu.
„Með slíka möguleika framund-
an,” segir Sang, ,.þá er í lagi þó ég
geti ekki framar notað fæturna á mér,
vegna þess að það eru svo margir
hlutir sem ég ennþá get gert.”
Þýtt af Ingólfi Erni Birgissyni úr
People.
EFTIRMÁLI: Þegar Ingólfur Örn
kom með þessa ágætu þýðingu til
ritstjóra þá lét hann þess getið að
Christopher Reeve, Sang Lan og
hann sjálfur hefðu öll haft sama
lækni, engan annan en Kristján
Tómas Ragnarsson. Skemmtileg
tilviljun eða hvað.
HEFUR
I>Ú
HUGLEITT
AÐ?
“Þótt íslenska ríkisstjórnin haíi verið ein sú fyrsta sem lét
þýða Grundvallarreglur Sameinuðu þjóðanna um málefni
fatlaðra, þá er ekki nóg að þýða þær. Það þarf líka líka að
framfylgja þeim.”
Bengt Lindquist, umboðsmaður fatlaðra hjá Sameinuðu þjóðunum.
Desember 1997.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
17