Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Page 24
Frá athöfn í Iðnó.
ALÞJÓÐADAGUR
FATLAÐRA
Ekki ætti að þurfa að segja
lesendum þessa blaðs frá því
hvenær alþjóðadagur fatlaðra
er, en skv. ákvörðun Sameinuðu þjóð-
anna þá er 3.des. ár hvert alþjóðadagur
fatlaðra. Öryrkjabandalag Islands
sendi frá sér ítarlegt ávarp í tilefni
dagsins sem birtist í Morgunblaðinu
og þar birtust einnig þennan dag
greinar og viðtöl tengd þessum bar-
áttudegi. Víðar svo sem í Ríkisútvarp-
inu voru ávarpi okkar gjörð góð skil.
Sjálfsbjörg og Þroskahjálp veittu
viðurkenningar þennan dag, Sjálfs-
björg fyrir gott aðgengi, Þroskahjálp
fyrirtæki sem stendur sig vel í
atvinnumálum fatlaðra.
Fyrst að Þroskahjálp
I ár var það Eðalfiskur í Borgarnesi
sem viðurkenninguna hlaut og var vel
að komið. Guðmundur Ragnarsson
kvað þetta í sjötta sinn sem slík viður-
kennning væri veitt, enda segðu
Meginreglur SÞ að atvinna væri ein
forsenda mannréttinda allra, ekki síst
fatlaðra. Atvinnumálanefnd Þroska-
hjálpar veitir viðurkenninguna eftir
tilnefningum Svæðisskrifstofu og
tilraunasveitarfélaga.
Ottó B. Arnar í atvinnumálanefnd
Þroskahjálpar lýsti ánægjulegu
framlagi Eðalfisks til atvinnumála
fatlaðra og Jóhann Arnfinnsson
formaður nefndarinnar afhenti fram-
kvæmdastjóra Eðalfisks listgrip góð-
an gjörðan af fötluðum í Asgarði -
handverkstæði. Ragnar Jónsson
framkvæmdastjóri þakkaði viður-
kenninguna sem hann kvað vera
hvatningu til dáða. Þetta framtak ber
að þakka.
Aðgengisviðurkenningar
Sjálfsbjargar
Eins og greint hefur verið frá hér í
blaðinu allnokkrum sinnum á um-
liðnum árum hefur Sjálfsbjörg haldið
3. des. vel í heiðri með athöfn sem
fram hefur farið þann dag og verðug
viðurkenning þá veitt fyrir gott
aðgengi, annars vegar vegna nýbygg-
inga, hins vegar vegna endurbóta.
Nú var þessi góði siður viðhafður
í fjórða sinn og að þessu sinni var
athöfnin í Iðnó- nýuppgerðu og glæsi-
legu.
Það var Sigurður Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Sjálfsbjargar - lands-
sambands sem setti samkomuna og
stjórnaði henni. Flutti kveðju Arnórs
Péturssonar sem var á sjúkrahúsi.
Hann sagði að svo undarlegt sem það
nú væri þá væri alltaf hið blíðasta
veður þegar viðurkenning væri afhent,
en annað gilti um Þránd í Götu -
skammarverðlaunin, þá brygðust
veðurguðir ókvæða við.
Steinunn Jóhannesdóttir leikkona
og rithöfundur las þessu næst Leppa-
lúðakvæði Hallgnms Péturssonar sem
hún fór á kostum með, en kvæði þetta
listilega gjört fyrir skömmu fundið.
Þar hefði Hallgrímur sem ungur prest-
ur í Hvalnesþingum kveðið til barna
sinna og allnokkur aðvörun verið í
fólgin.
Guðmundur Magnússon for-
stöðumaður Dagvistar Sjálfs-
bjargar kvað Sameinuðu þjóðirnar nú
hafa að kjörorði gjört: Aðbrjótaniður
hindranir og augljósustu hindrana-
dæmin væru óaðgengilegar bygging-
ar, svo ekki væri nú að hanabjálkunum
vikið.
Hitt kjörorð SÞ væri: Að kynna
fötluðum rétt sinn og þar með réttinn
til upplýsingar, hann vissu hreint ekki
allir og ríkisvaldið ekki staðið við sitt
í þeim efnum. I meginreglum Sam-
einuðu þjóðanna er líka ákvæði um
að allir skuli njóta sómasamlegs við-
urværis og allir vissu að hvergi nærri
væri við það staðið, jafnvel sjálfsögð
mannréttindi brotin. Guðmundur
kvað viðurkenningar veittar ýmist til
nýrra eða nýlegra bygginga þar sem
allar kröfur væru uppfylltar og helst
vel það.
Hins vegar lagfæringar á eldri
byggingum m.t.t. aðgengis fatlaðra.
24