Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Qupperneq 25

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Qupperneq 25
Evrópuráðið hefur einmitt bent á það hversu fatlaðir eru mikilvægir við- skiptavinir eða neytendur og til þessa ættu menn einnig að líta. Að þessu sinni voru það þrjú þjónustufyrirtæki sem viður- kenningu hlutu. Fyrstan skal telja Gunnar Vagnsson sem rekur tann- læknastofu í mjög aðgengilegu hús- næði við Garðatorg í Garðabæ. Þá Sundanesti, veitingasölu Olís sem er á vegum Asgerðar Flosadóttur og Jóhannesar Gunnarssonar, auðvelt að versla gegnum lúgu - veitinga - og myndbandaaðstaðan mjög til fyrir- myndar. Þá vék hann að þriðja aðilanum sem viðurkenningu hlaut - Iðnó - veit- ingaaðstaða og leikhús. Minnti um leið á sögu Iðnós - (en Guðmundur þar á fjölunum við góðan orðstír áður - innskot ritstjóra). Hann minnti á það að 1897 hafi Leikfélag Reykjavíkur verið stofnað og var þá leigutaki hjá Iðnaðar- mannafélagi Reykjavíkur í Iðnó. Iðnó á því hina ágætustu sögu og því meir bæri að fagna því að svo glæsilega hefði verið staðið að endurbótum öllum sem miðað hefðu að því að færa allt í sem upprunalegast horf. Nú væri þar veitingaaðstaða góð og leikhús. Um veitingaaðstöðuna sæi Rúnar Marvinsson og Eiríkur Einarsson væri svo fyrir Leikfélagi íslands, sem fyrir leiklistinni sæi. Guðmundur kallaði svo alla fram- angreinda aðila upp og veitti þeim hinar verðugu viðurkenningar. Eirík- ur Einarsson þakkaði fyrir þeirra hönd. Kvað viðurkenningamar hvatn- ingu til að gjöra enn betur. Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir flutti svo stutt ávarp, óskaði viðurkenningarhöfum til hamingju. Hún lýsti sinni persónulegu reynslu af aðgengi, sem þyrfti alls staðar að vera til staðar. Tók sem dæmi aðgengi til þess að hugsa um matinn, matbúa og annað slíkt sem tilheyrir. Hún sagðist hafa hafið nám í gagnfræða- skólanum í Flensborg, en þar varð hún að gefast upp sakir óhæfs aðgengis. Hún sagðist oft hafa spurt sig þeirrar spurningar hvernig staða sín væri, ef hún hefði getað fylgt sínum jafnöldr- um. Fólk verður alltaf að hafa val. Slæmt aðgengi eða óhæft hindrar þetta val. Minnti á slæmt ástand í Háskóla Islands. Hún gerði Kvenna- deild Landspítalans að sérstöku um- talsefni vegna eigin reynslu. Þar væri ekki gert ráð fyrir fólki í hjólastól. Þar sagðist hún ekki hafa upplifað sig eins og venjulega konu. Hún sagðist hins vegar sannfærð um að baráttan fyrir bættu aðgengi myndi skila sér og bjartari framtíð væri framundan. Ingveldur Yr Jóns- dóttir söng svo nokkur lög við undir- leik Bjama Jónatanssonar og var unun góð á að hlýða. Veitingar góðar voru á boðstólum, allmargt manna saman komið og þótti öllum hafa afar vel til tekist. Sjálfsbjörg á sérstaka viðurkenn- ingu skilið fyrir þessar viðurkenningar sínar og ekki síður áminninguna: Þránd í Götu. Þar hefur fremstur farið frændi rit- stjóra Guðmundur Magnússon og er hans hlutur hinn besti í þessum efnum. En ritstjóri þakkar fyrir góða, gjöf- ula stund á aðventu. H.S. “Helmingur skjólstæðinga Hjálparstarfsins eru öryrkjar. Eru þetta sæmandi kjör í velferðarsamfélagi á tímum hagvaxtar og afgangs á fjárlögum? Vissir þú að öryrkjar á íslandi eru aðeins 7776 talsins. Getur verið að það sé hagkerfinu ofviða að bæta kjör þessa hóps?” ÚrfréttabréfL Biskupsstofu. Janúar 1999. “Við íslendingar erum meðal auðugustu þjóða heims og getum tryggt að þeir sem standa höllum fæti vegna sjúkdóma, atvinnumissis, örorku, aldurs eða annarra aðstæðna njóti ekki síður en aðrir mannsæmandi lífskjara.” Úr yfirlýsingu Rauða kross íslands. Desember 1998. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 25

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.