Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Page 26

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Page 26
/ Sigurður Jón Olafsson formaður Stómasamtakanna: Reglur Tryggingastofnunar um kostnað á stómavörum Sigurður Jón Olafsson 1. september 1998 gengu í gildi nýjar reglur Tryggingastofnun- unar ríkisins um styrki til kaupa á stómavörum. Þær hafa haft í för með sér að öryrkjar, ellilífeyrisþegar og börn meðal stómaþega þurfa að fara að greiða hluta af þessum vörum en höfðu fram að því verið undanþeginöllum slíkum álögum. En áður en þessar reglur verða út- listaðar nánar er """■ rétt að víkja fáein- um orðum að því hvað það er að vera stómaþegi fyrir þá sem ekki þekkja til. Hvað er stómaþegi? Stómaþegi er sá sem lent hefur í uppskurði vegna meinsemda í ristli, aðallega vegna bólgusjúkdóms eða krabbameins, og hefur þurft að græða á stómíu sem er op á kviðnum þar sem úrgangurinn kemur úr og fer í poka. Það fer eftir aðstæðum hvort þarf að fjarlægja allan ristilinn eða að hluta. Þeir sem misst hafa allan ristilinn eru með það sem kallað er garnastóma (ilíóstómía) en þeir sem hafa misst hann að hluta eru með istilstóma (kóló- stómía). Svo er einnig hópur fólks sem er með þvag- stóma (úróstómíu) en það eru þeir sem þurft hefur að fjarlægja þvagleiðara hjá og hafa í staðinn op á kviðnum þar sem þvagið fer í poka. Erfitt er að henda reiður á fjölda stóma- þega svo öruggt sé. Gera má þó ráð fyrir að þeir sem eru með ✓ Alögur á öryrkja og ellilífeyrisþega varanlega stómíu séu á bilinu 250 - 270. Auk þess eru alltaf einhverjir sem eru með stómíu tímabilsbundið og því má ætla að þeir séu nálægt 300. 2/3 stómaþega eru lífeyrisþegar, þ.e. ellilífeyrisþegar og öryrkjar. Fyrr- nefndi hópurinn er vafalítið stærri. Öryrkjar meðal stómaþega eru það að öllu jöfnu ekki vegna stómíunnar heldur af öðrum líkamlegum ástæð- um. Stómasamtök Islands hafa verið starfandi frá árinu 1980 og voru þau stofnuð til að gæta hagsmuna stóma- þega. Félagar í samtökunum eru um 150. Samtökin eru aðili að Krabba- meinsfélagi Islands og hafa aðsetur í húsnæði þess að Skógarhlíð 8. Þar eru félagsfundir haldnir, þrisvar til fjórum sinnum á ári, auk þorrablóts. Stómasamtökin gefa út fréttabréf sem kemur út 5 - 6 sinnum á ári og er því dreift m.a. á allar heilsugæslustöðvar landsins. Hvað fela nýj'u reglurnar í sér? Frá því Stómasamtökin voru stofnuð og allt til ársins 1993 greiddi Merki Stómasamtakanna. Tryggingastofnun alfarið allar þær vörur sem stómaþegar þurftu á að halda. 1. mars 1993 gengu í gildi reglur sem kváðu á um að stómaþegar skyldu greiða 10% af þessum vörum en þó voru öryrkjar, ellilífeyrisþegar og böm 16 ára og yngri undanþegin þessari tíund. Það er svo á s.l. ári sem Trygginga- stofnun tekur þessar reglur til endur- skoðunar. Þeim er breytt á þann veg að tíund- in er felld úr gildi en í þess stað greiðir Tryggingastofnun með hverjum vöru- flokki af pokum og plötum upp að ákveðnu marki. Það sem umfram er greiðir stómaþeginn sjálfur. Þessi regla gildir fyrir alla stómaþega. Þessar nýju reglur hafa komið fjarska misjafnlega niður á stóma- þegum. Sumir stómaþegar nota vörur sem eru undir þessu greiðslumarki Tryggingastofnunar en aðrir lenda í því að greiða þennan mun sem er á milli greiðslumarks Tryggingastofn- unar og raunverulegs verðs. Sámunur er afar misjafn. Hann getur verið frá fáeinum þúsundum upp í 60 þús.kr. á ári! Þeir sem nota dýrari vörumar eru að öllu jöfnu ellilífeyrisþegar og öryrkjar og þar af leiðandi fara þeir langverst út úr þess- um reglum. Við í Stómasam- tökunum höfum alltaf lagt áherslu á að pokar og plötur séu lífsnauð- synjar, vörur sem við getum alls ekki verið án. Aðrar vömr, s.s. grisjur, kítti, lykteyð- andi efni o.þ.h. má líta á sem hjálpargögn en flestar þeirra greiðir Tryggingastofnun að fullu. Það er gjarnan tal- að um samsettan 26

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.