Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Síða 28

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Síða 28
VIÐHORF Matthías Kristiansen form. Foreldrafélags misþroska barna: DULDAR FATLANIR HVAÐ ER NÚ ÞAÐ? s Ivetur skrifaði ungur maður að nafni Margeir Steinar Karlsson grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni „Fatlaður - hvað er nú það?” Hann byrjaði grein sína á því að vitna í orðabók Menningarsjóðs fráárinu 1963 þar sem fötluð mann- eskjaer sögð vera einstaklingur „sem ber sýnileg merki sjúkdóms eðameiðsla”. Það var og! Grein þessa unga og efnilega manns fjallar um reynslu hans af því að vera eini fatlaði nemandinn í enskum skóla. Hann ákvað að gera þar tilraun og sagði tvær mismunandi sögur af ástæðu fötlunar sinnar. Honum segist svo frá: „Sumum sagði ég sannleikann, þ.e. að ég hefði fæðst tveimur og hálfum mánuði fyrir tímann og orðið fyrir súrefnisskorti í fæðingu. Öðrum svaraði ég því til að ég hefði lent í bílslysi. Þeir sem ég sagði sannleikann héldu yfirleitt sína leið eða snéru sér að öðru. Fæstir þeirra töluðu við mig aftur. En þeir sem ég sagði að ég hefði lent í bílslysi, töluðu flestir ef ekki allir við mig aftur og voru góðir kunningjar mínir þann tíma sem ég dvaldi í Englandi. Þessa könnun hef ég einnig gert hér á Islandi, þegar ég hef hitt nýtt fólk, nær undantekning- arlaust með sama árangri...” Já, fordómunum svipar saman í Súdan og Grímsnesinu, eins og skáld- ið hefði getað sagt. n snúum okkur aftur að skil- greiningunni í byrjun greinar- innar þar sem fötluð mann^skja er sögð vera einstaklingur „sem ber sýnileg merki sjúkdóms eða meiðsla”. Hér er nefnilega komið að kjarna málsins, orðinu „sýnileg”. Sumar fatlanir eru sýnilegar, aðrar eru duldar, og þá er ég að tala í víðri merkingu, það er að annað hvort sé fötlunin eða ástæða hennar dulin eins og hjá Margeiri. Bílslys er „sýnilegt”, súr- efnisskortur í fæðingu er það ekki. Eg get líka nefnt annað dæmi af kunn- ingja mínum sem nýlega fór í tölu- verða bakaðgerð og er enn að ná sér af henni. Hann hefur gott af því að ganga en má hvorki bera né taka á að neinu leyti. Þessi kunningi minn segir mér að hann fari ekki lengur með konu sinni út í búð að versla vegna álasandi augnaráðs fólks sem starir með hörkusvip á þennan snyrtilega klædda mann sem gengur á eftir konu sinni og horfir á hana bisa við þunga inn- kaupakörfu sem hún tínir upp í pakka af öllum stærðum. Engum dettur í hug að maðurinn eigi við fötlun að stríða, þótt hún sé aðeins tímabundin, því hann ber hana ekki utan á sér, hún er ekki „sýnileg”. Duldar fatlanir eru þó reyndar sjaldnast tímabundnar. Floga- veiki er dæmigerð dulin fötlun sem flestir kannast nú orðið við. En þær duldu fatlanir, sem ég ætla að gera að aðalumræðuefni mínu í þessari grein, eru þó vandamál þau sem oft eru kölluð athyglisbrestur, of- eða van- virkni, vandamál á sviði gróf- og/eða fínhreyfinga og skyntruflanir. Oft er safnheitið „misþroski” notað sem samheiti yfir þessi vandamál, á sama hátt og orðið „hreyfihamlaður” er notað um allar þær líkamlegu fatlanir sem hindra fólk í að hreyfa sig að vild. Þetta eru ekki greiningarhugtök heldur eru þau notuð til skýringar af ófaglærðum. Sænski prófessorinn Christopher Gillberg kallar mis- þroskavandamál stærsta einstaka heil- brigðisvandamál barna og unglinga samtímans. að, sem gerir vandamál mis- þroska fólks að dulinni fötlun, er að oft liggja þau ekki í augum uppi við fyrstu kynni, heldur kemur fötlunin smám saman í ljós vegna frávika í hegðun, atferli eða tali. Annað fólk er oft fljótt að bregðast harkalega við, einkum börn, enda verður afleiðingin mjög oft félagsleg einangrun einstaklingsins. Þetta ástand verður svo vítahringur því skortur á félagslegum þroska er oft sterkur þáttur í misþroskanum. Fólkið hegðar sér skringilega, gerir eða segir eitthvað sem ekki á að gera eða gerir eða segir ekki eitthvað sem ber að gera. Félagslega einangrunin stuðlar svo enn frekar að því að einstakling- urinn nær ekki að tileinka sér aukna félagslega færni og það eykur ein- angmnina enn frekar. Þegar fólk vex úr grasi, lærist því yfirleitt hvernig komast ber af í lífinu. Fólk heldur sig frá því sem það getur ekki eða vill ekki gera en sinnir því sem það kann eða hefur áhuga á. Með ástunduninni eykst svo færnin og viðkomandi getur lifað góðu lífi þrátt fyrir að vera „algjör klaufi” í ein- hverjum atriðum sem mörgum finnst sjálfsagt að „allir” geti gert. Það er hægt að lifa góðu lífi alla ævina án þess að kunna að synda, spila golf, aka bíl, leika á selló, skilja dönsku og svo framvegis. En það er EKKI hægt að lifa góðu lífi ef félagslega færni vantar. Sá hæfileiki er ómissandi að geta skilið hið ósagða, það sem gefið er í skyn eða sagt undir rós, að geta 28

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.