Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Qupperneq 30

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Qupperneq 30
Af Húsbyggingarsjóði Þroskahjálpar ann 8. janúar sl. tóku Lands- samtökin Þroskahjálp á móti 6 nýjum félagslegum leiguíbúðum að Skúlagötu 46 í Reykjavík. Af því tilefni var til ágætrar athafnar boðið og mætti þar margt manna til formlegrar vígslu og samfagn- aðar með íbúðirnar, meðal þeirra nokkrir verðandi íbúar í hinum glæsilegu og vel búnu íbúðum. Þarna verða 5 íbúar við hinar ákjósanlegustu aðstæður og svo er ein íbúð fyrir starfsmann, sem veit- ir íbúunum fimm ákveðna þjón- ustu, en henni mun hægt að breyta í viðbótaríbúð fyrir fatlaða. I máli manna kom fram mikil ánægja með framkvæmd þessa, en ávörp og kveðjur fluttu: Guð- mundur Ragnarsson form. Þroska- hjálpar, Jón Sævar Alfonsson form. Húsbyggingarsjóðs, Páll Pétursson félagsmálaráðherra, Lára Björnsdóttir félagsmálastjóri Reykjavíkur, Halldór Júlíusson og Salóme Þórisdóttir frá Svæðis- skrifstofu Reykjavíkur, Haukur Þórðarson form. ÖBI, Gunnar Sandholt frá fjölskyldudeild Félagsmálast. og aðalverktakinn Viðar Daníelsson. Blómakveðjur fagrar bárust m.a. frá Öryrkja- bandalagi íslands og Húsnæðis- nefnd Reykjavíkur. Húsnæðið að Skúlagötu 46 er 381.5 fm, hið vistlegasta og hugsað fyrir þörfum fatlaðra alveg sérstaklega. Af þessu tilefni var tekið hús á þeim mæta baráttu- manni Þroskahjálpar allt frá stofnun, Jóni Sævari Alfonssyni, sem eins og áður greinir er for- maðurHúsbyggingarsjóðs samtak- anna. Ritstjóri hefur lengi sam- ferða Jóni verið m.a. á vettvangi Stjórnarnefndar um málefni fatl- aðra, en þar hefur hann setið frá upphafi 1980 að tveim árum und- anskildum. Þar að auki og ekki amalegt, þá er Jón Sævar Austfirðingur eins og ritstjóri, sem telur það að sjálf- sögðu báðum til tekna, og þykir nú Jóni Sævari eflaust nóg sungið að sinni. Fyrst spyr ég Jón um tildrög og tilurð Húsbyggingarsjóðsins. Jón Sævar Alfonsson. Hann segir mér að sjóðurinn hafi verið stofnaður árið 1990 og til- drögin þau að Jóhanna Sigurðar- dóttir sem þá var félagsmála- ráðherra vildi gjöra sérstakt átak í íbúðamálum fatlaðra, bæði vegna margra umsókna þá um sambýli og eins hinu að þá væri halddrýgst að hjálpa þeim íbúum sambýlanna sem færir væru um það til að kom- ast í sjálfstæða búsetu. Fékk hún því framgengt að 20 lánsloforð fengust úr félagslega kerfinu og þá kom upp spurningin um það, hverjir skyldu með forsjá þessara lánsloforða og væntanlega framkvæmd fara. Þá var það sem hin ágæta baráttukona Asta B. Þorsteinsdóttir kom með þá hug- mynd að stofna skyldi húsbygg- ingarsjóð til þess m.a. að unnt væri aðnýtaþessilánsloforð. Ogmenn létu eggjan Astu ekki bíða fram- kvæmdar lengi, því sjóðurinn varð að veruleika og fyrstu íbúðirnar voru keyptar í febrúar 1991 þegar það lá fyrir að 38 gætu flutt af sam- býlumþáí 14-21 þjónustuíbúð. Fjármögnun íbúðanna felst í 90% lánum úr félagslega kerfinu og 10% styrk frá Fram- kvæmdasjóði fatlaðra og Jón Sævar leggur á það áherslu að þessi 10% séu ekki reiknuð inn í leiguna þannig að af þeim ástæð- um sé leigan í raun 90% af raun- verði, en íbúar eru leigjendur og meðalverð leigugjalda á fm. er 320 kr. Það er ákveðið lögmál hjá Þroskahjálp að koma ekki nálægt neinum rekstri og þess vegna eru íbúðimar, sem vel að merkja eru eign Þroskahjálpar, í rekstri hjá svæðisskrifstofum eða þá sveitar- félögum. Og þá er það aðalspum- ingin, hversu margar íbúðir hafa þannig verið keyptar eða byggðar og því svarar Jón greiðlega: Alls em húseignir nú 19 að tölu með 52 íbúum og tvær eru í burðar- liðnum með alltaf 2 íbúa svo og voru keyptar 3 íbúðir nú í des- emberlok í Blásölum í Kópavogi. Svo hugað sé að hvar íbúar í íbúðum Húsbyggingarsjóðs búa á landinu þá eru þeir 22 á Akureyri, í Reykjavík 12 íbúar, í Hafnarfirði 7 íbúar, á Dalvík 4 íbúar, 3 í Kópavogi, 2 á Seltjarnarnesi, á Egilsstöðum 1 og í Fellabæ 1. Jón Sævar vill taka fram að Þroskahjálp hafi fengið fleiri lánsloforð en þau hafi verið fram- seld til sveitarfélaga sem nýti þessar íbúðir fötluðum til góða. Jóni Sævari er þakkaður mikill og mætur fróðleikur og eitt er víst, hann lætur ekki fremur en fyrri daginn deigan síga í baráttu sinni fyrir bættum hag fatlaðra. Megi honum og hans sjóði vel farnast í framtíðinni. H.S. 30

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.