Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Síða 31
Sigurður Óskar Pálsson:
MEÐ AUSTANGJÓLUNNI
*
síðari misserum hafa fallið
til hjá mér nokkur stef undir
limruhætti. Limrur eru þau
þó ekki, enda þarf meira til þess en
bragarháttinn einn, að samsetningur
standi undir því
nafni. Afþessum
sökum hef ég tek-
ið mér til handar-
gangs orðið
fimmla sem mér
þykir geta hæft
þessum fimm línu
hætti þegar hann
stenst ekki kröfur
limrunnar. Eftir-
farandi fimmlur
tengjast efni fjölmiðla á einn eða
annan hátt.
I þættinum Stutt í spunann var
nýlega greint frá hjónum sem kváðu
heita Já og Jæja og hafi ég skilið rétt
var það frúin sem bar síðara nafnið.
Einhverra hluta vegna fór ég að reyna
að setja mér fyrir sjónir hugsanleg
endalok þessarar merku tvenndar-
myndunar þegar þar að kæmi:
Þau hétu Já og Jæja
og Jæja var alltaf að hlæja.
Hún hló og hló
uns hún hreinlega dó.
Þá sagði Já bara: jæja.
Staðlað bros
(Ný þuluásjóna í áglápinu.)
Hún síæfði sjónvarpsbrosið
svo er best varð á-kosið
og hún brosir við oss
eins og bjóði hún koss.
Samt er það svolítið frosið.
í fréttum frá síðasta heimsmeist-
aramóti í frjálsum íþróttum greindi
einn fréttamanna vorra frá því að til-
tekin stúlka hefði orðið ástmögur
þjóðar sinnar fyrir frammistöðu sína
á íþróttaleikvanginum. Þetta þótti mér
merkilegt að heyra, vægast sagt, af því
að mögur þýðir sonur en alls ekki
dóttir, sbr. gælunafn vort á Jónasi
Hallgrímssyni. I fáfræði minni sýnd-
ist mér að stúlka gæti því aðeins orðið
ástmögur að hún yrði svo heltekin af
ást að hún missti alla matarlyst um
langa hríð og væri að svo komnu máli
lítt fær til afreka á íþróttavöllum. En
eins og kerlingin sagði forðum: “Það
sem aldrei hefur komið fyrir áður
getur alitaf gerst aftur
Konan var kvikleg og fögur,
á kreik fóru afrekasögur,
og gleði það vakti
er gunnfáni blakti.
Af ást var hún orðin mögur.
Hitt er svo annað mái að nýmóðins
kyngreining hefur skotið víðar upp
kolli en á sviði íþróttanna í seinni tíð.
Fyrir ekki ýkjalöngu heyrði ég
virðulegan kvenprest útlista það í
ljósvakafjölmiðli að Guð væri kven-
kyns. Þessi fræði komu ögn flatt upp
á mig og samrýmdust illa lífsseigum
bernskuhugmyndum mínum um þann
aldna, gráskeggjaða Guð sem bjó uppi
í himninum langt, langt fyrir ofan
Sólarfjallið og ég trúði að mjög líktist
honum afa mínum sem kominn var
um áttrætt þegar ég mundi hann fyrst.
Þar að auki ruglaði þetta fyrir mér
myndinni af heilagri þrenningu. Var
heilagur andi þá kvenkyns og Jesú-
bamiðíjötunnistelpa? Þessarvanga-
veltur ieiddu til niðurstöðu, sem
ýmsar frómar sálir kunna að telja
ókristilegar:
Ganga úr gömlum skorðum
ýmis gildi í fornhelgum
orðum.
Þessi guðfræði geisar um
lönd:
Getin af heilagri önd
var frelsarinn forðum.
Nú um litla hríð hefur orðið nokkur
uppstytta í þeirri tísku, a.m.k. í ríkis-
sjónvarpinu, að stjómendur skemmti-
þátta hiæja mikiu meira en venjulegir
áhorfendur fá komið í verk meðan
gamanið varir og þá oft með stómm
munngöpum og jafnvel bakföllum
sem minna á krampaflog. Ekki er þó
langt síðan þetta stef kom í huga minn
undir þessháttar skemmtan:
Ég horfði á herra Gap
og heldur lítt bætti mitt skap,
er hann glennti að mér
ginið á sér,
að sjá í það Ginnungagap.
í útvarpsfréttum að kvöldi þess
8da apríiis Í997 greindi frá Hún-
vetningi og Skagfirðingi, er verið
höfðu að silungsveiðum uppi á heið-
um og komu þá auga á ref sem snóp-
aði þar álengdar að útigangsgemlingi
með drápsfasi. Að eigin sögn sórust
þeir þegar í fóstbræðralag gegn
viliidýrinu og stökktu því á flótta en
kvöddu til flugbjörgunarsveit að flytja
sauðkindina til byggða. Var hetjusaga
þessi listilega orðfærð af hálfu frétta-
manns og varð tilefni þessa stefs:
Refur á heiðum fann
Húnvetning
og hitti þar einnig Skagfirðing;
lagði á flótta,
frá sér af ótta
og fórst að lokum úr
hlaupasting.
Enn úr íþróttafréttum
Er “mundaði fót sinn” við
markið
rharksækna hetjan, sparkið
var makalaust mark
því að meistaraspark
átti mundaður fótur á markið.
S.Ó.P
Smellin
sending
Þessari litlu vísu var gaukað að
ritstjóra rétt eftir áramótin.
Tilefnið mun hafa verið það að
menn voru að ljúka við að steypa
upp fyrir prestsbústað úti á landi.
Mótin fyllast meðan
drottins andi
mildur svífur yfir þessu
landi,
heiður og hreinn.
Horfi ég yfir handaverk að
lokum
hér var steypt úr
fjöldamörgum pokum
utan um einn.
Sigurður Óskar
Pálsson
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJ AB ANDALAGSINS
31