Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Side 35

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Side 35
INNLITIÐ Guðrún K. Þórsdóttir tekin tali Hingað leit inn á dögunum framkvæmdastjóri Félags aðstandenda Alzheimer- sjúklinga, Guðrún K. Þórsdóttir og ritstjóri greip tækifærið og spurði hana spjörunum úr, einkanlega í ljósi þess að þá stóð einmitt fyrir dyrum vígsla hennar til djákna, sem fór svo fram hinn 7. feb. sl. Guðrún hefur áður verið kynnt hér sem fram- kvæmdastjóri FAAS, en þar áður var hún forstöðu- kona Foldabæjar sem einnig fékk sína kynningu hér. Guðrún á að baki fjölbreyttan námsferil. Flún er með sjúkraliðapróf, BA próf í sálarfræði, grunnnám í viðskiptagreinum og nú haustið 1998 lauk hún djáknanámi. Guðrún hefur verið kölluð til þjónustu í Áskirkju í 25% starf sem djákni, hún hefur einnig verið kölluð til djáknastarfs hjá FAAS samhliða framkvæmdastjóra- starfi en þar er hún alls í 50% starfi. Ritstjóri innti nánar eftir djáknastarf- inu sem slíku og Guðrún segir fyrir- myndina að sínu starfi vera frá Nes- kirkju, þar hefur djákni verið í hluta- starfi, byggt upp heimsóknarþjónustu og haldið utan um sjálfboðaliðastarf. Þetta hefur gefið afar góða raun, en Guðrún leggur áherslu á það að vel þurfi að halda utan um sjálfboða- liðana, en þeir eru metnir sem afar dýrmætir starfskraftar, fá auðvitað sjálfir mikið út úr sínu starfi, sem er algengast 1-2 tímar í heimsóknar- þjónustu og öðm slíku hálfsmánaðar- lega. Einkaviðtöl djákna eru við skjólstæðinga sem sjálfboðaliða. Guðrún segist ætla að hafa starfið í Neskirkju að fyrirmynd í sínu starfi, segist verða að vinna mikið undirbúningsstarf svo allt fari síðan á sem bestan veg. Til viðbótar vonast hún svo eftir að fá að taka þátt í helgihaldi a.m.k. einu sinni í mánuði og verða þannig betur sýnileg söfnuðinum. Guðrún segist samhliða starfinu hjá FAAS gjaman vilja veita öryrkjum sérstaklega sína þjónustu og er það mál í athugun hjá Öryrkja- bandalaginu og greint frá síðar. I framhaldi af þessu er Guðrún innt nánar eftir starfinu sem og fram- kvæmdum hjá FAAS. Hún segir frá gjöfinni góðu, húseigninni að Austur- brún 31, sem nú er byrjað að taka í gegn, búið er að skipta um þak og glugga og einangra efri hæðina, aðeins nú beðið eftir leyfi til þess frá borginni að teikningar inni verði samþykktar í ljósi þess líka að þarna verði ákveðin starfsemi í framtíðinni. Þegar það leyfi eða samþykki er fengið, sem ugglaust verður staðreynd þegar blað þetta kemur út, þá verður lokið við allt sem gjöra þarf á efri hæðinni, en margt sem þar verður gjört s.s. pípulagnir og raflagnir jafnhliða tekið í húsinu öllu. Guðrún gjörir ráð fyrir því að skrif- stofa FAAS komist þarna í gagnið í vor. Hún segir að þjónusta sín hjá FAAS sem djákni yrði þá með vísan samastað þar, sem öllu skipti og ekki væri verra að aðsetrið væri í umdæmi Áskirkju og saman færi þessi þjónusta því eins vel og kostur væri. Og svo er ekki annað en fara að undirbúa þetta sem allra best, svo þjónustan megi sem fyrst verða fólki til gagns og góðs. Nú svo bíður neðri hæðin þess að nægilegt fjár- magn fáist til að hún verði hæf til þeirrar starfsemi sem þar er áætluð, en draumurinn er um dagvist fyrir FAAS fólk með sveigjanlegan við- verutíma, sömuleiðis fyrir helgar- hvíldir, aðstaða fyrir eina og eina helgi, en þó ekki fyrir fleiri en fjóra í einu. Ritstjóri hefur áður fjallað hér um þennan draum og vonandi verður hann að virkileika sem fyrst, því eitt er víst, þörfin er heldur betur fyrir hendi. Guðrúnu er alls góðs árnað í því sem hún hefur verið kölluð til og FAAS eru sendar hlýjar óskir um að allt starf megi sem best til blessunar verða, því vandamálin eru mörg og mikið verk framundan. H.S. Guðrún K. Þórsdóttir. “Aðeins lítið brot af öllum þeim milljörðum sem ríkissjóður hefur bætt við sig í skatttekjum á þessu ári og því næsta myndi duga til að gera hér nauðsynlegar úrbætur.” Úrforystugrein Dags. Desember 1998. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 35

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.