Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Síða 37
Hlerað í hornum
Málfræðingurinn var veikur og vinur
hans spurði hvernig honum liði. “Mér
líður ekki, ég líð,” var svarið.
* * *
“Eiga mömmurnar líka stráka,
amma?”, spurði sú litla. “Já væna
mín”. “En til hvers eru þápabbarnir?”
* * *
Maður var að koma úr veislu og var
spurður um veislugesti. Hann taldi
þá upp og bætti við: “Svo var það ég
og konan mín og við hjónin bæði.”
* * *
Gesturinn: “Hvers vegna ertu svona
lítill drengur minn?”
Stráksi: “Ætliþaðséekkibaraafþví
að ég er hálfbróðir.”
* * *
Kaupmaður sem seldi föt, grunaði
konu sína um framhjáhald. Nú þurfti
hann að ferðast til útlanda. Hann bað
vin sinn að senda sér skeyti, ef hann
kæmist að einhverju. Svo kom skeyt-
ið: Skyrtur hækka, buxur lækka og
skinnavara mikið notuð.
* * *
Kona ein rak tvo asna á undan sér. Þá
mætti henni ungur maður sem sagði:
“Góðan daginn, asnamóðir.” “Góðan
daginn, sonur sæll,” svaraði konan.
* * *
Jón: “Það get ég með sanni sagt að
ósatt orð hefur ekki komið yfir mínar
varir”.
Pétur: “Þú segir það nú líklega satt
því þú talar allt í gegnum nefið.”
* * *
Goggi litli sá hvernig amrna hans tók
útúrsérgervitennurnarogsagði: “Og
taktu nú úr þér augun amma mín.”
* * *
Börn að metast um foreldra sína.
“Pabbi sagði mér sjálfur.”
“Mamma sjálf sagði mér.”
“Pabbi er miklu sjálfari.”
* * *
“Nú er ég andskotanum hissari”, sagði
konan.
* * *
Gunnar ók á ofsahraða á nýja bílnum
sínum og allt í einu heyrði hann og sá
að lögreglubíll með blikkandi ljósum
nálgaðist.
Arangurslaust reyndi hann að stinga
af og endirinn sá að hann beygði út í
kant. Lögreglumaðurinn spurði
Gunnar hvernig hann vildi skýra
þennan hraðakstur og þá svaraði
Gunnar hinn rólegasti: “Konan mín
stakk af með löggu í síðasta mánuði
og ég hélt að hann væri kominn til að
skila henni aftur”.
* * *
Eiginkonan var að horfa út um stofu-
gluggann og sagði hrifin við eigin-
manninn sem sat niðursokkinn við
sjónvarpið yfir fótboltaleik. “Komdu,
Nonni og sjáðu hvað sólarlagið er
yndislega fallegt”. Þá sagði Nonni:
“Ég má ekki vera að því kona. Taktu
það heldur upp á spólu fyrir mig”.
* * *
Maður einn hitti ritstjóra þessa blaðs
og hafði urn það mörg orð að hann
hefði heldur betur verið að hugsa til
hans undanfarið.
Rétt á eftir fór hann að afsaka sig út
af hverju hann hefði ekki haft sam-
band og sagði: “Ég hefi ekki lengi
hugsað neina heilbrigða hugsun”.
BREYTING
TIL BÓTA
s
Anýafstöðnu þingi var gjörð
breyting á 12. gr. laga um
almannatryggingar en sú grein
fjallar um eitt grundvallaratriða
trygginganna, örorkumatið.
I stað eldra ákvæðis byggðu á
vinnugetu að miklu leyti verður
mat nú byggt á læknisfræðilegum
staðli og því njóti allir sem metnir
eru 75% öryrkjar þeirra réttinda er
því fylgir.
Lengi hefur það verið brýnt
baráttumál að breyta þessu í þá
veru sem nú er lögfest þ.e. að
tekjur þeirra sem sannarlega eru
75% öryrkjar valdi því ekki, svo
sem viðgengist hefur, að viðkom-
andi fái 65% mat, missi þannig
örorkuskírteini sitt og þau réttindi
sem því þá fylgja. Þetta er sann-
girnis- og réttlætismál, því full-
komlega er séð fyrir skerðingum
annars staðar í lögum um almanna-
tryggingar og mundum við segja
vel það.
Auðvitað má segja að ekki sé
allt fullljóst nú um þann staðal sem
á verður byggt en það sem nú
liggur fyrir lofar góðu, en eðlilega
skiptir miklu hvernig staðallinn
verður byggður upp, hversu mark-
tækur hann verður í framkvæmd
og svo ekki síður hversu honum
verður beitt.
s
Ilagabreytingunni fólst einnig
áhersla á endurhæfingu, m.a.
með þeim hætti að heimilt er
tryggingayfirlækni að setja það
skilyrði að umsækjandi um örorku
gangist undir sérhæft mat á
möguleikum til endurhæfingar og
viðeigandi endurhæfingu áður en
til örorkumats kemur.
Hér á bæ er eflingu endurhæf-
ingar vissulega fagnað, því hún
skiptir mjög miklu fyrir svo marga
s.s. Hringsjá - Starfsþjálfun fatl-
aðra, Reykjalundur og fleiri góðar
stofnanir hafa svo sannarlega
sannað.
Við vitum enda að Trygginga-
stofnun ríkisins hefur beitt sér fyrir
þessum málum í þá veru að auka
möguleika fólks til bæði heilsu-
farslegrar og ekki síður starfslegrar
endurhæfingar.
Öryrkjabandalag Islands
treystir á góða framkvæmd þessara
nýju ákvæða, vonar um leið að
aukin áhersla á endurhæfingu skili
sér í fleiri og enn betri endur-
hæfingartilboðum fyrir okkar fólk
og enn til viðbótar skal því treyst
að framkvæmdin verði slík að ekki
sé um of vikið til hliðar hinum oft
alvarlegu félagslegu aðstæðum,
sem sannarlega geta verið hinir
verstu örorkuvaldar.
Framkvæmdin mun taka gildi
1. sept. nk. og að sjálfsögðu mun-
um við vel með fylgjast framvindu
allri og höfum til þess enn betri
aðstæður nú með virkri aðild
bandalagsins að samráðsnefndinni
þar sem fulltrúar Tryggingastofn-
unar og samtaka fatlaðra funda
a.m.k. mánaðarlega.
Ef rétt er að öllu staðið, sem
ekki skal hér efast um, er þessi
breyting til mikilla bóta.
H.S.
fréttabréf öryrkjabandalagsins
37