Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Side 40
DÁGÓÐSTUND
IDVOL
s
síðasta tölublaði
Fréttabréfsins
var birt frásögn
af Alþjóðlega geð-
heilbrigðisdeginum
lO.okt. þar kom m.a.
fram að daginn áður,
9.okt. var formlega
tekið í notkun athvarf
fyrir geðfatlaða í
Kópavogi, athvarf
sem hlaut það ágæta
heiti: Dvöl. Þar var
svo opið hús 10. okt.
þar sem fólk kynnti
sér aðstöðu alla.
Kristín okkar Jóns-
dóttir fór þarna á vett-
vang 9. okt. og flutti
kveðjur og heillaóskir Öryrkjabanda-
lagsins. En í framhaldi af þessu var
því heitið að gjöra athvarfi þessu góð
skil síðar, þegar nokkur reynsla væri
komin á starfsemina.
Ritstjóri hafði því samband
snemma í janúar við þá ágætu konu,
Helgu Þorleifsdóttur félagsráðgjafa
hjá Félagsmálastofnun Kópavogs, en
Helga er einmitt tengiliður Kópavogs-
bæjar við Dvöl og þekkir þar allt út
oginn. Þaðvarsvoárlamorgunshinn
15. jan. að ritstjóri naut fylgdar Helgu
til heimsóknar í Dvöl eftir að hafa rætt
stuttlega við þau Hrafn Sæmundsson
sem ævinlega er vakinn og sofinn í
velferðarmálum, nú með heill aldr-
aðra í huga fyrst og síðast.
Dvöl er í Reynihvammi 43 í
Kópavogi og það skemmtilega
er að húsið, sem er um 150 fm. og
byggt 1932, hafði áður þetta hlýlega
heiti Dvöl. Það vargreinilegt að í snjó
og hálku eins og var þennan dag, þá
mætti aðgengið vera betra, enda var
það í raun eina umkvörtunarefni hús-
ráðenda, sem sögðu að brekkurnar,
hálkan og snjórinn yllu því að færri
dvalargestir birtust. En umhverfið allt
er hið skemmtilegasta, stór trjágarður
við húsið og útsýni hið fegursta. Sem
sagt, þarna er áreiðanlega ágætt að
eigadvöl. Þaðfórsvoekkimillimála
þegar til alúðarfullrar móttöku hús-
ráðenda er litið að hjartarúmið er í
góðu samræmi við húsrýmið.
Forstöðukona Dvalar er Sigríður
Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur í
fullu starfi, Sigurbjörg Lundholm sem
kemur frá Svæðisskrifstofu málefna
fatlaðra er í 80% starfi og síðar bættist
í þeirra hóp í heimsókninni Þórunn
Selma Þórðardóttir sem er í 50% starfi
í eldhúsi og við þrif.
Að Dvöl standa 3 aðilar: Kópa-
vogsdeild Rauða kross íslands,
Kópavogsbær, sem á húsið og Svæð-
isskrifstofa málefna fatlaðra á Reykja-
nesi. Þær stöllur vildu og taka fram
að hið besta samband væri við Vin,
athvarf geðfatlaðra á Hverfisgötunni
í Reykjavík. Húsið er rúmgott, 150
ferm. með útihúsum, þvottahúsi og
geymslu. Rétt til að gefa svo hug-
mynd um húsnæðið þá er þarna lítið
eldhús með góðri eldunaraðstöðu,
enda er þarna boðið upp á heitan mat
í hádeginu. Þarna gætu matast í einu
allt að 10 manns. Nú svo er sérstakt
slökunar- og hvíldarherbergi sem er
vinsælt og mikið í notkun, þá setu-
stofa og borðstofa í opnu rúmgóðu
rými, svo er þarna herbergi með
listaaðstöðu sem býður upp á mikla
möguleika og margir nýtt sér hana.
Sem innskot þá voru ritstjóra sýnd
nokkur málverk
með ljómandi lista-
handbragði og
skemmtilegt var að
virða fyrir sér kyrr-
láta mynd og fallega
og svo aðra ólgandi
og upptætta gerðar
af sama manni í
mjög ólíku hugar-
ástandi vægast sagt
og hógværðartil-
fínning kyrrðarinnar
annars vegar og til-
finningaólga hins
óróa hugar hins
vegar endurspegl-
uðust ljóslega í
myndunum.
Þá er hin svokallaða bláa stofa,
sem vel að merkja hefur verið blá
frá upphafi, en það vissu þær stöllur
ekki þegar þær ákváðu bláa litinn nú.
Þetta er nú í raun reykherbergi eða þá
sem aðstaða til að slappa af og þaðan
einmitt er útsýnið allra best. Þaðan
er svo hægt að fara upp á loft í lítið
herbergi undir súð, sem leyndar-
málaherbergi er kallað. Upphaflegur
eigandi hússins, kona ein, átti það
nefnilega til að fara þangað til þess
að njóta næðis hjá kistunni sinni, sem
þar geymdi margt minningatengt og
enginn fylgdi henni þangað upp. Nú
hverfa sumir öðru hvoru upp í þetta
leyndarmálaherbergi, notalegt að
leggja sig þar eða sitja í ró og næði,
þar eru hljómflutningstæki einnig til
afþreyingar. Þær upplýstu um það að
þar fyndust stundum týndir gestir og
allt gott um það að segja. Nú svo er
að lokum smáskrifstofuaðstaða á
hæðinni fyrir forstöðukonu og annað
starfsfólk, svona afdrep í athvarfinu.
Athvarfið hóf sem sagt starfsemi sína
með opnu húsi 10. okt. sl.
Það er opið alla virka daga frá kl.
9 til kl. 16. Fyrst og fremst er athvarf-
ið ætlað fyrir Kópavogsbúa, en margir
koma einnig frá Reykjavík.
ær sögðu aðsóknina vissulega
mega meiri vera og það yrði hún
40