Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Page 44

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Page 44
með að verða meira til umræðu eftir að fatlaðir búa í auknum mæli í heimabyggð. Ofthefurheyrstsetningin. Enþað er bara einn fatlaður hér, eða það er enginn fatlaður hér og þess vegna hefur ekkert verið gert til að laga aðgengið. Gott aðgengi er einfaldlega grund- vallaratriði og þar að auki sjálfsögð mannréttindi auk þess sem reglu- gerðar- og lagaákvæði eru til staðar sem allir þurfa að þekkja til að fylgja málum eftir. Almenn íþróttafélög; Fleiri fatlaðir munu búa í heima- byggð og því þarf að skapa aðstæður til að fatlaðir fái íþróttatilboð við hæfi um land allt. Þrátt fyrir að til staðar séu íþróttafélög fatlaðra víða um land eru þau ekki til í öllum bæjarfélögum. Iþróttafélög fatlaðra eru sett upp þar sem þörf er talin á en æskilegast er að fatlaðir fái einnig íþróttatilboð innan almennra íþróttafélaga. í fámennum byggðarlögum er t.d. ekki alltaf grundvöllur fyrir sérstök- um íþróttafélögum fatlaðra og IF hef- ur í mörgum tilvikum haft beint sam- starf við þjálfara félaga á smærri stöð- um vegna fatlaðra einstaklinga. Þjálf- arar og kennarar þurfa því að vera til- búnir til að taka á móti fötluðum ein- staklingum í auknum mæli jafnt í íþróttafélögin sem íþróttaskólana. IF hefur reynt að útvega fræðsluefni erlendis frá og nú nýlega var kynnt spennandi fræðsluefni frá Astralíu sem kynnt verður hér á landi. Fleiri fatlaðir í almenna skóla í heimabyggð: Boðskiptaleiðir. Boðskipti verða á milli fleiri aðila, því nauðsynlegt að skapa skilvirkt boðflæði á milli ÍF og þeirra sem hafa umsjón með fötluðum nemendum. Sérstaklega ef þessir nemendur fá þessar upplýsingar ekki á öðrum vett- vangi, eru t.d. ekki félagar í íþrótta- félögum fatlaðra. Nauðsynlegt er að upplýsinga- flæði frá ÍF og til ÍF sé til staðar á milli aðila sem málið varðar. Meiri hætta er á að fötluð börn og unglinga “týnist” í kerfinu og að erfiðara verði að ná til þeirra t.d. þegar fram koma tilboð sem þeim henta og/eða tilboð um þátttöku í verkefnum sem tengjast fötluðum börnum og unglingum. Hjálpartæki Ný hjálpartæki eru þróuð á ári hverju til notkunar í íþróttastarfi og ljóst er að til að fatlaðir geti orðið virk- ir í skólaíþróttum þarf að gera ráð fyrir því að einhver hjálpartæki séu til stað- ar. Þær upplýsingar sem IF hefur aðgang að á þessu sviði geta ekki síður nýst sjúkraþjálfurum og öðrum þeim sem vinna að endurhæfingu fatlaðra almennt. Alþjóðasamstarf Málefni fatlaðra eru alþjóðleg þ.e. eina leiðin til að afla sér nýrra upp- lýsinga er oft að leita til aðila erlendis sem fást við sömu málefni. Internetið er þarna mikilvægur þáttur og sparar rnikinn tíma þegar leitað er upplýs- inga um ýmis málefni. Fyrir IF hefur reynst ómetanlegt að geta sótt upp- lýsingar erlendis á auðveldan og fljót- legan með hjálp tölvupósts og Intemetsupplýsinga. Þrátt fyrir að IF sé tilbúið að aðstoða eins og unnt er varðandi upplýsingar verður án efa oft urn að ræða sérhæfð mál og persónu- leg samskipti og því mikilvægt að bein samskipti geti átt sér stað á milli skóla innanlands og aðila erlendis. Sérmenntað starfsfólk Aukinn fjöldi fatlaðra í skólum kallar á þörf fyrir fleira sérmenntað starfsfólk og/eða fólk sem hefur sérþekkingu á málum hvort sem um er að ræða íþróttakennslu eða aðra tíma. IF hefur verið með námskeið í íþróttum fatlaðra fyrir IKI svo og KHÍ hin síðari ár og því líkur á að fleiri séu meðvitaðir um að fatlaðir eiga að vera virkir í tímum eins og aðrir nem- endur en það hefur oft skort á slíkt Félagsstarf aldraðra - aðgengi öryrkja Oft erum við hér á bæ innt eftir því hvaða möguleika öryrkjar eigi á því að taka þátt í hinu líflega og fjölbreytta félagsstarfi aldraðra. Einkum er það eldra fólk sem þó hefur ekki náð löggildingu í aldri sem um þetta spyr. Við höfum áður glögglega gjört grein fyrir því að í félagsstarfi aldraðra í Gerðubergi eru engin aldurstakmörk og að sögn Guðrúnar Jónsdóttur forstöðukonu þar af því fyrirkomulagi góð reynsla. Nú munu sækja félagsstarf aldraðra þar 10-20 manns undir löggiltum aldri, öryrkjar sem eðlilega sækja í þann góða félagsskap sem þar er. Eins hefur hér verið greint frá því að annars staðar í félagsstarfi aldraðra í borginni megi sækja um sérstaka undanþágu til þess að taka þátt í félagslífinu og þá einkum við öryrkja miðað. I september sl. samþykkti svo félagsmálaráð Reykjavíkurborgar nýjar reglur um aldurstakmörk í félagsstarfi aldraðra hvað vissa þætti áhrærði og er samþykkt félagsmálaráðs svohljóðandi: 1. Að fella niður aldurstakmörk í þá þætti félagsstarfsins sem nóg pláss er í s.s. spil, bingó og þess háttar. 2. Að halda áfram reglu um 67 ára lágmarksaldur og búsetu í Reykjavík til fæðiskaupa, námskeiða og hvers kyns kennslu sem eru verulega niðurgreidd. Við viljum með leyfi félagsmálaráðs vekja á þessu sérstaka athygli því vitað er hversu dýrmætt mörgum það er að mega með slíkri þátttöku rjúfa oft mikla félagslega einangrun. Tvímælalaust teljum við þetta spor í rétta átt, vonum að einhverjir megi njóta vel og vitum að þeim verður vel tekið í þeim þáttum félagsstarfsins sem getið er um í lið 1 í samþykktinni. Þið, sem viljið notfæra ykkur þetta, eigið leikinn. Og svo er Gerðubergið áfram með sína góðu möguleika. H.S. 44

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.