Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Side 47

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Side 47
Ráðstefna MG félagsins Hinn 5. marz sl. hélt MG félag íslands hina merkustu ráðstefnu um endurhæfingu MG sjúkra. Ráðstefnuna sóttu um 80 manns og tókst hún hið bezta. Olöf S. Eysteinsdóttir formaður félagsins setti ráðstefnuna, þakkaði Helga Hróðmarssyni sérstaklega aðstoð alla og tilnefndi svo Garðar Sverrisson ráðstefnustjóra. Gunnar Bragi Sveinsson aðstoðarm. félagsmálaráðherra flutti kveðjur ráðherra og heillaóskir. Finnbogi Jakobsson, taugasérfræðingur kynnti MG sjúkdóminn. Finnskur taugasálfræðingur, Tarja Ketola, flutti erindi um endurhæfingu MG sjúkra í Finnlandi og nafna hennar Salminen sagði frá reynslu MG sjúklings. Síðan voru umræður og fyrirspurnir. Nánari fréttir af ráðstefnunni bíða næsta blaðs. H.S. ÖRVI Merki Örva. • • Frá Orva Adögunum bárust hér á borð fróðlegar, tölulegar upplýsingar um starfsprófun og starfsþjálfun í Örvaáárinu 1998. Aðeins skulu hér færðar á blað fáeinar tölur til fróðleiks lesendum. 62 nýttu sér reglubundna þjónustu Örva á árinu, en til samanburðar voru þeir 52 á árinu áður og enn færri árin á undan. Til viðbótar tók Örvi svo 10 ein- staklinga í sumarvinnu. Flestir þeirra sem í Örva eru hafa greindarraskanir en einnig koma aðrar fatlanir til. Flestir skjólstæðingar voru úr Kópavogi eða 24, 17 úr Hafnarfirði, 13 úr Reykjavík og 8 úr öðrum nágrannasveitarfélögum. I tölum um aldursdreifingu kemur fram að 21 er á aldrinum 21-30 ára, 20 eru á aldrinum 31-40 ára, 10 frá 16-20 ára og 11 eru eldri en fertugir. Þjálfunartími í Örva er allt frá eins -3ja mánaða starfsprófun en hana nýttu 10 sér og upp í nokkur ár, flestir þó á bilinu frá 3ja til 12 mánaða eða 20. Og svo að útskriftum vikið. I atvinnu eða í annað atvinnuúr- ræði fóru 16, þar af 4 í verndað úrræði, 3 hættu vegna heilsuleysis, og ein vegna barnsburðar, 5 hættu að eigin ósk, 3 fóru í skóla og tilboð hentaði ekki einum. Alls voru útskriftir 29, en 2 komu aftur í Örva að loknum 3ja mánaða reynslutíma. Þama er greinilega vel að verki staðið og farsæld góð í fyrir- rúmi. Þeim í Örva er alls góðs árnað um leið og framkvæmdastjóranum, Kristjáni Valdimarssyni, eru þakkaðar ágætar og fræðandi upplýsingar. H.S. Hlerað í hornum Kennarinn var að skila af sér úrslitum í stærðfræðiprófi og var hyggju- þungur mjög: “Ef svona heldur fram þáfellura.m.k. 70% af bekknum”. Þá skellti einn nemandinn upp úr og sagði hlæjandi: “Það eru nú ekki einu sinni 70 í bekknum”. * * * Bóndi var að segja nágranna sínum frá: “Konan mín fór með mjólkur- brúsana á brúsapallinn, rann þar til og missti einn brúsann yfir sig. En það var mikil guðs mildi að ekki fór dropi niður af mjólkinni.” “En hvað með konuna?”, spurði nágranninn. “Ja, hún liggur nú brotin á spítala,” sagði bóndi. * * * Leiðtogi sértrúarsafnaðar eins var afar umvöndunarsamur við þá sem hann umgekkst. Einn daginn mætti hann nágranna sínum vel drukknum og hóf umvöndunarræðu sína svo: “Ja, ekki eigum við eftir að vera saman á himn- um, Ragnar”. “Jæja,” sagði sá kófdrukkni, “hvað hefurðu nú gert af þér.?” * * * Sá litli var 5 ára gamall og var að fara í sunnudagaskólann í fyrsta sinn. Presturinn fór eðlilega að fræða börnin um Jesúm Krist, sem bömin mörghversögðustþekkja vel. Sálitli var ekki nógu viss um Jesúm en hann var nokkuð frakkur og til að láta nú prestinn vita að hann vissi nú sitt af hverju þá gall allt í einu í honum yfir hópinn: “En ég veit hver Mikki mús er.” * * * Nemandinn var með alls kyns fíflalæti í bekknum og kennarinn hastaði á hann með þessum orðum: “Arni, af því þú ert nú einu sinni ekki kennari hér þá skaltu hætta að láta eins og fffl.” * * * Við endursendingar á pósti er ævin- lega merkt við hvers vegna viðkom- andi bréf eða blað hafi ekki komist til skila. Endursent Fréttabréf var annars vegar merkt í dálkinn: Látinn, en einnig: Farinn, ekki vitað hvert. * * * Orð geta haft ólíka merkingu, oft ræður starfsetning því hver merking á að vera, sem auðvitað kemur ekki fram í mæltu máli. Þannig var lögð hin versta merking í orðið skýtur þeg- ar hún Stína var að dást að veiði- mennsku mannsins síns, hans Bjössa. “Hann Bjössi minn skýtur, ég steiki.” * * * Kórstjórnandinn var að æfa fyrir konsertinn, sem átti að slá í gegn í kaupstaðnum. Hins vegar mættu menn illa á æfingar, en þó brást það ekki að Konráð kaupmaður mætti. Eitt kvöldið þegar óvenjuilla var mætt fór kórstjórinn að hæla Konráð fyrir mætingarnar, en þá sagði Konráð: “Mér finnst ég nú verða að mæta á æfingarnar fyrst ég kemst ekki á konsertinn sjálfan”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 47

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.