Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Qupperneq 49

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Qupperneq 49
Leiðrétting Ritstjóra varð heldur betur á í messunni, þegar hann var í of miklum flýti og tímaleysi að skrifa um hið ágæta þing SÍBS - hið 31. í röð- inni. Hann þykist að vísu geta kennt öðru um sumt, en ekki þó viðmælanda mínum, skólafélaga mínum frá Eiðum fyrir margt löngu, Jóni Þór Jóhanns- syni, sem ritstjóri gjörði í greininni meðábyrgan fyrir öllu saman. Og koma hér síðbúnar leiðréttingar. Einn mætan mann vantaði í upp- talningu á stjórn SÍBS, meðstjórn- andann Hannes B. Kolbeins og í raun undarlegt að gleyma svo vörpulegum manni sem ritstjóri átti að vita að þarna væri innanborðs. I handriti ritstjóra stendur skýrum stöfum að “fjárhagsstaða” SÍBS sé góð svo sem rétt er, en einhvers staðar í meðförum hefur þetta breyst í “fjár- hagsaðstoð”, og biðst ritstjóri einlæg- lega undan því að hafa látið að því liggja að SÍBS lifði á bónbjörgum. S vo er það nú myndin góða, mynd af núverandi stjórn SIBS, fengin á síðustu stundu inn í prentsmiðju og á þeirri mynd er varastjórnin (og Hann- es B. Kolbeins auðvitað) með ásamt aðalstjórn, en hennar hvergi í texta getið, en hana skipa: Sigrún Bjarna- dóttir, Thelma Grímsdóttir og Vil- hjálmur Vilhjálmsson. Svona nokkuð gjörir maður auð- vitað ekki, en allra lakast þótti mér þó þegar ég gjörði minn gamla, góða skólafélaga Jón Þór Jóhannsson að skrifstofustjóra SÍBS þar sem ég veit gjörla að hann er fulltrúi stjórnar SIBS, á a.m.k. að vera það fullkunn- ugt. “Bráðræðið hefnir sín,” sagði gömul vinkona mín eystra löngum við mig í bernsku, en ekki sýnist sú aðvörun hennar hafa skilað sér betur en þessi afglöp bera um vitni. En afsökunarbeiðni skal borin fram til allra hlutaðeigandi. H.S. Svör við gátum 1 ■ Dagsferð. 2. Snigillinn. 3. Og. 4. Maðurinn óstöðugur, flaskan stöðug. 5. Andann. 6. Bær. Sigurlaugur Elíasson skáld og myndlistarmaður: Tvö Ijóð Lækningalauf Krukkan með Ijónslappanum lífgar þó altént upp á hilluna, gefur kofaþilinu græðandi styrk. En jafnsléttan orðin mér nógu drjúg fyrir fæti, illfærukynnin endurnýja ég ekki. Telaufið hef ég tínt mér meira til gamans horfi á krukkuna, hita víst ekki teið í sumar. Undir Svartfelli Úr miðri skriðu fylgist ég með henni hverfa út úr skarðinu tindurinn verður henni léttur. Sólin lýsir skinin hreindýrsbeinin við hlið mér. Hefði einhvern tíma viljað fara lengra en nú rek ég aðra á fjöll. Bíð hér með beinunum. Sigurlaugur Elíasson. Um höfundinn: Sigurlaugur lauk námi við MHI 1983 og seinna námi í uppeldis - kennslufræðum við HI. Hann hefur sent frá sér 6 ljóðabækur, sú síðasta hét Skjólsteinn og kom út á sl. ári. Þessi ljóð tvö eru úr handriti sem fengið hefur nafnið Græna skyggnishúfan og mun koma út í ár. Ljóðin voru áður birt í Meginstoð, málgagni MS félagsins, þar slæddust prentvillur inn í annað Ijóðanna.. Ljúft er að fá þessa tæru ljóðrænu birta hér. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 49

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.