Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Síða 51

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Síða 51
• • Ofugmælavísur frá Elínu fengnar Hún Elín Þorbjarnardóttir gjörir það ekki endasleppt við Fréttabréf ÖBI, en því hefur hún áður lagt hið ágætasta lið svo sem lesendur þekkja. I þetta sinn sendi hún Elín öfugmælavísur sem birtast nú og í næsta blaði. En hún lét ekki þar við sitja, því hún sendi okkur einnig gátur og ekki nóg með það. Hlerað í hornum fékk bærilegan liðsauka frá Elínu enda sagði ég við Kristínu okkar Jóns, systurdóttur hennar: Það er ekki amalegt að hafa komist í handraðann hennar Elínar. Allra best er ull af sel og æðardúnn í þvöru, maðkar syngja mikið vel og mýsnar éta tjöru. Hrossatað og hár af sel helst er börnum gefið, mjólkin logar mikið vel og marfló best í nefið. Best er að hafa birki í Ijá bönd úr sandi flétta, harðar eggjar hnefum slá, hátt úr lofti detta. Hundar elska hrafninn mest, hleypur jarðföst þúfa, tófa er í tryggðum best, tálsömust er dúfa. Best er að vera bráður í raun og býta illt við marga, véla af öðrum verkalaun og voluðum lítið bjarga. Blý er best í beitta þjöl, boginn stein má rétta, á fjöllum vaxa flestöll söl, í fjörunni berin spretta. Eitur er best í augnarann ýrt með dropa feitan, það er hollt fyrir þyrstan mann að þamba kopar heitan. Gott er að láta salt í sár og seila fisk með grjóti, best er að róa einni ár í ofsaveðri á móti. í bróðerni við borð ég sá bíta af sama diski krumma, örn og ketti þrjá, kom vel saman hyski. Hálfdauðan ég sauðinn sá saltaðan hjá tröllum, hestar skeiða um höfin blá, hoppa skip á fjöllum. Kisa spinnur bandið best, baulur kunna að saga, hrafninn oft á sjónum sést synda og fiska draga. Leitin oftast lánast best að Ijúka í flýti störfum. Atorkan er allra verst í afreksverkum þörfum. Hafa þeir dún í hafskipin, hreina gler í möstrin stinn, elta steina eins og skinn, ólar rista í fuglsbeinin. Og meira af svo ágætu efni næst. Ágætt safn í einum pakka Elín hingað sendi mér. Sendinguna þýtt ég þakka, þetta gæða fóður er. Úr Mannrétt- indayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna Inngangsorð Það ber að viðurkenna, að hver maður sé jafnborinn til virðingar og réttinda, er eigi verði af honurn tekin, og er þetta undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum. 16. gr. 3. Fjölskyldan er í eðli sínu frumein- ing þjóðfélagsins, og ber þjóðfélagi og ríki að vernda hana. 22. gr. Hver þjóðfélagsþegn skal fyrir atbeina hins opinbera eða alþjóða- samtaka og í samræmi við skipulag og efnahag hvers ríkis eiga kröfu á félagslegu öryggi og þeim efnahags- legu, félagslegu og menningarlegu réttindum, sem honum eru nauðsyn- leg til þess að virðing hans og þroski fái notið sín. 25. gr. 1. Hver maður á kröfu til lífskjara, sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan hans sjálfs og fjölskyldu hans. Telst þar til matur, klæðnaður, húsnæði, læknishjálp og nauðsynleg félagshjálp, svo og réttindi til öryggis gegn atvinnuleysi, veikindum, örorku, fyrirvinnumissi, elli eða öðrum áföll- um, sem skorti valda og hann getur ekki við gert. 2. Mæðrum og börnum ber sérstök vernd og aðstoð. Öll börn, skilgetin sem óskilgetin, skulu njóta sömu félagsverndar. 27. gr. 1. Hverjum manni ber réttur til þess að taka þátt í menningarlífi þjóð- félagsins, njóta lista, eiga þátt í fram- förum á sviði vísinda og verða aðnjót- andi þeirra gæða, er af þeim leiðir. Oryrkjabandalag Islands FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 51

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.