Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Qupperneq 52

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Qupperneq 52
Ólöf Ríkarðsdóttir form. ÖBÍ: HÖNNUN FYRIR ALLA Það sem er nauðsynlegt fyrir suma, er gott fyrir alla Olöf Ríkarðsdóttir Þessi setning lýsir í hnotskurn tilganginum með hinu norræna verkefni um hönnun fyrir alla sem hófst síðastliðið vor. Það er Norræna ráðið um málefni fatlaðra og Norræna samvinnunefndin um málefni fatl- aðra, sem standa að þessu verkefni, en bæði starfa á vegum Norrænu ráðherranefndar- innar og eru ná- tengd. Það var síðast- liðið vor sem fyrsta verkefninu var hleypt af stokkunum. Það var samkeppni um breytingar sem hafa verið gjörðar á síðastliðnum fimm árum á gömlum menningarsöguleg- um byggingum, með það að leiðarljósi að þær yrðu aðgengileg- ar fyrir alla. Undirritaðri var falið af hálfu Ör- yrkj abandalags Islands að koma með tillögur um íslenskar byggingar, sem upp- fylltu sett skilyrði. Þar er því miður ekki um auðugan garð að gresja, en eftir ítarlega athugun voru það þó tvær menningarsögulegar byggingar, sem upp- fylltu áðurnefnd skilyrði. Þær voru Iðnó í Reykjavík og Langabúð fyrir tveimur árum. Menningarhúsið Iðnó var byggt á árunum 1896-1897 af Iðn- aðarmannafélagi Reykjavíkur, sem samkomu- og fundarstaður fyrir félagsmenn, leiksýningar og aðrar skemmtanir af ýmsu tagi. Húsið er friðað og ekki má breyta innra né ytra útliti þess, án leyfis Húsfriðunarnefndar ríkisins. Árið 1992 ákvað borgarstjórn Reykjavíkur að endurbyggja húsið, sem þá var orðið illa farið og færa það í upprunalegt horf. Sérstaka áherslu skyldi leggja á ytra útlit og innréttingu salarins, sem hafði verið einstaklega skrautlegur og fallegur. Þetta gamla hús var auðvitað ekki aðgengilegt fyrir alla, en samkvæmt gildandi byggingarreglum og margra ára þrýstingi fatlaðs fólks á þessum vettvangi, voru eftirfarandi breytingar gjörðar: Komið var fyrir lyftu upp á aðra hæð, sjálfvirk, fjarstýrð hurð er við aðalinngang og skábrautir við aðal- inngang og útipall. Tónmöskvakerfi fyrir heyrnar- skerta hefur verið komið fyrir í aðal- salnum, aðgengilegt salerni er á jarð- hæð og þröskuldar hafa verið Langabúð á Djúpavogi. lækkaðir. Aukahandrið hefur verið sett við stigann upp á loft. Flóttaleið frá aðalsal er greið. Þá er einnig að finna sérstaklega merkt bifreiðastæði fyrir fatlað fólk. Reykjavíkurborg stóð fyrir og kostaði breytingar á húsinu en meðeigendur eru Sjómannafélag Reykjavíkur, Verkamannafélagið Dagsbrún og Verkakvennafélagið Framsókn. angabúð er annað tveggja elstu í húsa Djúpavogs. Hún er reist á grunnum eldri húsa og þar sem þau standa hefur verslunarstaðurinn verið frá árinu 1589, þegar þýskir kaup- menn hófu þar verslunarrekstur. Fyrir tveim áratugum leit út fyrir að dagar Löngubúðar væru senn tald- ir. Af breyttum atvinnuháttum leiddi nauðsyn á nútímalegra húsnæði. Til allrar hamingju risu þá upp einstaklingar sem skildu mikilvægi þess að Langabúð yrði varðveitt. Nú hefur hún verið endurbætt og henni fengið nýtt hlutverk sem hæfir sögu hennar og mikilvægi fyrir staðinn. I norðurenda hússins er sýning um líf og starf Ríkarðs Jónssonar mynd- höggvara og myndskera. Um miðbik hússins er minningarstofa um Eystein Jónsson, stjórnmálamann og konu hans Sólveigu Eyjólfsdóttur. Þar er einnig vinnu- og söluaðstaða Kvenna- smiðjunnar, sem er hópur handverks- manna frá Djúpavogi og sjá þeir einnig um rekstur kaffistofu í suðurenda hússins. Þarna er sem sagt ris- in menningarmið- stöð Djúpavogs- hrepps. Við endurbygg- ingu Löngubúðar voru gjörðar ráðstaf- anir til þess að hjóla- stólanotendur og annað fatlað fólk ætti þar greiðan aðgang. Aðkoman að húsinu var malbikuð og bílastæði sérmerkt fyrir hreyfihaml- aða. Salerni eru aðgengileg fyrir alla og þröskuldar hafa verið fjarlægðir, nema útidyraþröskuldur. Þar sem húsið stendur í brekku þurfti að koma upp palli fyrir framan og liggur skábraut upp á hann frá bílastæðinu. En snúum okkur aftur að sam- keppninni. Ákveðið hafði verið að fimm verðlaun skyldu veitt. Ein fyrstu verðlaun og fern heiðurs- 52

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.