Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 53

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 53
María Skagan: Úr draumljóðum Formálsorð: Ritstjóri er með undir höndum Ijóð Maríu Skagan sem hefur um langt skeið verið íbúi í Sjálfsbjargarheimilinu. Ljóðakverið er gefið út 1986 og heitir einmitt: Draumljóð. María hefur veitt sitt góðfúslega leyfi til birtingar og hér koma 3 ljóðanna Rós Rósin rjóð í dimmgrænum vasa safnar Ijósi í opna krónu verður gullin og ilmandi. Þannig fæðast stundum orð í tíma töluð. Örlög Forðum ég átti mér frækinn jó er fór á kostum yfir grund og mó á heimsenda sá hófagaldur dró undrið söng í ævintýraskóg. Þá laust mig högg og lífið dó. Ég á mér ei framar ungan glæstan jó. Sönggyðjan Hún sem ein gat gjört mér streng af stráum að hvísla þér í eyra því sem þú áttir að heyra Ijómar nú þögul - ískristall því það fraus í nótt. María Skagan. Þannig fæðast stundum orð í tíma töluð. verðlaun þannig að hvert hinna fimm Norðurlanda fengi viðurkenningu. Norræna ráðið skipaði fimm manna dómnefnd, einn frá hverju aðildarlandanna og var undirrituð fulltrúi íslands. Alls bárust 17 verkefni og voru tvö frá Danmörku, fjögur frá Finnlandi, tvö frá Islandi, eitt frá Noregi og átta frá Svíþjóð. Dómnefndin kom saman í Stokk- hólmi í lok október sl. og var niður- staða hennar sú að fyrstu verðlaun skyldi hljóta Gustavianum kastali í Uppsölum í Svíþjóð. Gustav II Adolf Svíakonungur lét byggja kastalann árið 1622. Þarna var frá fyrstu tíð háskóli til húsa og er enn í dag. Auk þess leikhús, sýningarsalir og safn. Eins og að líkum lætur var þessi bygging á allan hátt óaðgengileg fötluðu fólki og þá sérstaklega blindu fólki og hreyfihömluðu. Allar breytingar þurfti að skipu- leggja og framkvæma af mikilli var- færni til þess að raska ekki uppruna- legu útliti, en taka þó tillit til aðgengis og hafa þær tekist með miklum ágæt- um. Af hálfu Danmerkur hlaut heiðurs- verðlaunin bygging menntamála- ráðuneytisins við Nybrogade 2 í Kaupmannahöfn, í Finnlandi var það ráðhúsið í Joensuu, Flöi - kláfurinn í Bergen hlaut verðlaunin af hálfu Noregs og Iðnó af hálfu Islands eins og áður er nefnt. Verðlaunaafhendingin fór fram í Stokkhólmi 3. desember sl. sem er alþjóðadagur fatlaðra. Það var Þórarinn Magnússon verk- fræðingur, formaður endurbyggingar- nefndar Iðnós sem tók við verðlaun- unum, styttunni Dans II eftir Britt- Ingrid Persson, ásamt verðlaunaskjali. Verðlaunagripnum verður komið fyrir í Iðnó. Svo skemmtilega vildi til að ferli- nefnd Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra veitti Iðnó verðlaun fyrir gott aðgengi þann sama dag og afhending- in fór fram í Svíþjóð. Eins og áður segir er það ákvörðun Norræna ráðsins að vekja með ýmsu móti athygli á verkefninu hönnun fyrir alla á næstu árum og eitt er víst, að af nógu er að taka á þeim vettvangi. Ólöf Ríkarðsdóttir. Hlerað í hornum Stjórnarformaður Byggðastofnunar mun hafa komist heldur klaufalega að orði þegar hann var að ræða um starfs- fólk stofnunarinnar á Akureyri. “Það eru þarna þrír starfsmenn fyrir utan einhverjar stúlkur sem þarna starfa”. * * * I minni bæjum úti á landi var það venja að nær allir fulltíða bæjarbúar mættu til jarðarfara. Þannig var og þegar jarðsunginn var sómamaðurinn Stefán í bæ einum eystra. Af því tilefni fór granni Stefáns, Jón að nafni, yfir til Ásgríms iðjulausa, sem svo var kallaður, af því þó að honum féll aldrei verk úr hendi. Ásgrímur iðju- lausi var auðvitað í vinnugallanum og niðursokkinn í rafmagnsdót þegar Jón bar að garði til að vita, hvort hann ætl- aði ekki að verða samferða til jarðar- farar. Annars hugar og án þess að líta upp sagði Ásgrímur iðjulausi: “Eg má bara ekkert vera að því að fara til jarðarfarar.” Þegar Jón var að ganga út kallaði svo Ásgrímur: “En, ég bið kærlega að heilsa honum Stefáni.” FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.