Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Page 55

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Page 55
uppbót og sérstakri heim- ilisuppbót vegna hins stórfellda “fjárhagslega hagræðis!” sem þær hafa af börnum sínum, svo grátbroslega sem það nú hljómar, túlkun sem ótal aðilar hafa lofað að leið- rétta en enn ekki tekist - að ekki sé meira sagt. Ekki hækkuðu heldur þrátt fyrir áýting allan svokallaðir vasapeningar fólks á dvalarstofnunum, mál sem margoft hefur verið vakin athygli á sem hreinni vanvirðu í vel- ferðarþjóðfélagi okkar, vellauðugu að sögn. Leiðrétting sem kosta myndi 20-30 milljónir árlega - aðeins segi ég - sú leiðrétting mundi hækka upphæðina upp í um 20 þús. kr. á rnánuði í stað 12 þúsunda og þykir einhverjum það ofgnótt til allra annarra þarfa en húsnæðis, fæðis og brýnustu þjónustu. Kjaramálaakurinn á sér bæði auðnarreiti og illgresi um of, hann þarf að erja sem best og hlúa vel að því lífgresi sem erfiðast á upp- dráttar. Kosningar eru framundan innan tveggja mánaða frá útkomu þessa blaðs. Öryrkjabandalag Islands hefur duglega vakið athygli á kjarastöðu öryrkja í aðdraganda þessara kosninga og áfram verður haldið. Eitt brýnasta úrlausnarefni þeirra er á þing munu komast að kosningum loknum er að rétta hlut þeirra sem útundan hafa orðið í öllu góðærinu. Jöfnun lífskjara mun knýja á æ fastar. Villimennska frumskógarins þar sem hinn sterki og voldugi fær hrifsað til sín umfram allar þarfir, á kostnað hinna sem lakari hafa lífsaðstöðuna, sú villimennska sem hefur verið gerð að trúarbrögðum of margra, falin undir fláráðu hjali urn “frelsi” fjármagnsins, þau trúarbrögð eru blessunarlega á auknu undanhaldi og þann flótta þarf að reka rækilega. Kosningarnar í vor verða mæli- kvarði á margt og máske best að fara ekki lengra út í þá sálma en megin- spurningin varðar það hvort nýir - og eldri - þingmenn, þeir sem setu hljóta á næsta þingi taki hér á málum svo sem öll rök og sanngirni mæla með að ógleymdu réttlætinu. En auðvitað eru fjölmörg mál í brennidepli hvers tíma, sem vel að merkja geta haft mikla og varanlega þýðingu. Tvennt er nú í athugun sem von- andi nær að verða að veruleika og Öryrkjabandalagið verður þá virkur aðili að. Annað er ráðgerð hjálpartækjasýning með tæknilegar nýjungar í hjálpartækjum í forgrunni. Að því er unnið að hún megi komast á með haustinu, fjölmargir aðilar eru þarna að verki og von þeirra sú að þannig nái hinar fjölbreyttu tæknilegu nýjungar enn betur út til fólks, fyrst og síðast þó til þeirra sem helst þurfa á að halda. Alllangt er um liðið frá því slík sýning var hér haldin og full ástæða til að koma því sem best á framfæri sem hin hraðfara tækni- bylting færir fötluðum til hagsbóta. Þar er hin ánægjulegasta þróun þar sem íslendingar láta ekki sitt eftir liggja á tæknisviðinu. Hitt atriðið sem hér skal nefna varðar atvinnumál fatlaðra, nánar tiltekið verndaða vinnustaði. A stjórnarfundi í desember sl. kom Gísli Helgason með þá tillögu að Öryrkja- bandalag íslands beitti sér fyrir sérstökum iðnaðardögum þar sem framleiðsluvörur verndaðra vinnu- staða yrðu kynntar. Tillagan var sam- þykkt og í framhaldi af því hefur Sambandi verndaðra vinnustaða verið skrifað til að kanna möguleika þessa, því sambandið er hinn eðlilegi samstarfsaðili Öryrkjabandalagsins, ef af þessu verður. Haldinn hefur verið ágætur fundur og nú er Samband vernd- aðra vinnustaða að kanna vilja vinnustaðanna í þessu efni. Hér er verk að vinna sem verðugt er, svo mikilvægur hlekkur atvinnumála fatlaðra felst í hinum vernduðu vinnustöðum. Ríkis- valdið þarf hiklaust betur að gera í stuðningi sínum við þessa þörfu starf- semi, en forsendur þess að þessir vinnustaðir fái þrifist eru annars vegar réttlátur stuðningur hins opinbera og hins vegar það að af verkefnum sé nóg og kemur þá það þriðja bærilega inn í myndina, sem sé það að fram- leiðsluvörurnar seljist og fái staðist samkeppni innfluttrar ódýrrar vöru. Iðnaðardagar eiga þannig að geta skilað árangri í því að kynna hina ágætu og vönduðu framleiðslu vinnu- staðanna og í framhaldinu auka bæði verkefni og sölu. s Iframhaldi af þessu skal þess svo að lokum getið að gerður hefur verið þjónustusamningur milli ráðu- neyta félags- og fjármála annars vegar og Öryrkjabandalags Islands hins vegar urn þá mikilvægu starfsemi er fram fer á Vinnustöðum Öryrkja- bandalagsins. Meðþessum samningi vænkast hagur vinnustaðanna nokk- uð, en rekstur þar eins og hjá fleiri vernduðum vinnustöðum ærið erfiður m.a. af því að framlög hafa ekki hækkað í hlutfalli við aukningu á starfsemi svo og hafa Vinnustaðir ÖBI hvergi nærri fengið þann styrk frá Framkvæmdasjóði fatlaðra sem eðlilegt mátti teljast til tækjakaupa. En samningurinn nú til ótvíræðra bóta og vonandi að Vinnustaðir ÖBI fái áfram þrifist sem best í ljósi þess hve margir eru þar að störfum og nóg er þörfin fyrir störf vinnufúsra handa, það sýna biðlistarnir best hjá Vinnu- miðlun fatlaðra í borginni. Þetta er annar þjónustusamning- urinn sem Öryrkjabandalagið gjörir, en hinn var og er við ráðuneyti félagsmála út af Starfsþjálfun fatlaðra og hefur þar gjört sitt góða gagn. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 55

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.