Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 202014 HLUNNINDI&VEIÐI FRÉTTIR Matarstígur Helga magra, verk- efni sem stofnað var til í byrjun mars, hefur biðlað til sveitunga sinna í Eyjafjarðarsveit um að kortleggja möguleika á því að rækta matjurtir á komandi sumri í tengslum við bændamarkaði sem Matarstígurinn hyggst efna til reglulega. Unnið er af kappi við að koma upp Matarstígnum en verkefnið mun m.a. standa fyrir bændamörkuðum í sumar. Karl Jónsson, verkefnastjóri Matarstígsins, segir að verið sé að kanna meðal landeigenda í Eyjafjarðarsveit hvort þeir hafi land aflögu til að rækta á grænmeti og hafi áhuga fyrir slíkri ræktun. Eins kemur til greina að lána land til þeirra sem áhuga hafa á ræktun. „Við teljum að auka megi mat­ vælaframleiðslu í sveitinni allnokk­ uð með þessu móti, auk þess sem þetta gæti gefið smá aur í aðra hönd fyrir viðkomandi. Matarstígurinn opnar tækifæri til að koma uppsker­ unni í verð og tækifæri til að glæða samfélagið lífi,“ segir Karl. Að auki sé möguleiki á að selja afurðir til veitingahúsa og jafnvel að fram­ leiða sérstaklega fyrir þá matjurtir sem þeir óska eftir. Bendir Karl á að nú sé ekki úr vegi að dusta rykið af vannýttum gróðurhúsum og hefja þar ræktun á nytjajurtum og berj­ um jafnvel og nýta bændamarkaðina sem söluvettvang. Þá má nefna að sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt að útbúa matjurtagarða fyrir íbúa sveitarfélagsins nú á komandi sumri. Garðarnir verða í landi Grísarár norðan Bakkatraðar. Hver reitur verður um það bil 15m2 og leigan nemur 4 þúsund krónum fyrir hvern reit á árinu 2020. Kostnaður sveitar­ félagsins verður um 100 þúsund krónur. Tíu komnir á skrá Alls eru nú tíu aðilar á skrá hjá Matarstígnum, einkum matvæla­ framleiðendur og kaffi/gistihús. „Ég geri ráð fyrir að þegar líður að því að við bjóðum upp á fyrsta bændamarkaðinn muni örframleið­ endur sjá tækifæri á að skrá sig til leiks og vera með,“ segir Karl. Skólaeldhús Hrafnagilsskóla verður til afnota fyrir örframleiðendur til að framleiða sínar vörur en sú aðstaða hefur starfsleyfi heilbrigðiseftirlits. Eftir sem áður þurfa örframleiðend­ ur að hafa starfsleyfi en þurfa ekki að koma sér upp löglegri aðstöðu sjálfir. Matarstígurinn mun síðan hafa söluleyfi fyrir markaðina „og því er þetta lágmarksfyrirhöfn fyrir örframleiðendur að taka þátt,“ segir Karl. Hringferð í boði Karl segir að viðræður standi yfir við ferðaskipuleggjendur á svæð­ inu um að bjóða upp á hringferð um Matarstíginn og þá með vistvænu farartæki, t.d. rafbíl. „Það yrði verkefni sem hent­ aði slíkum bílum vel og ætti þátt í jákvæðri ímyndaruppbyggingu Matarstígsins. Sú ferð væri eina opinbera hringferðin inn á Matarstíginn þ.e. sem hefði nafn hans og merki í sinni markaðssetn­ ingu,“ segir Karl. Ferðaskrifstofur sem þjónusta skemmtiferðaskip hafa líka áhuga á því að bjóða slíka ferð til sölu árið 2021. Styrkur frá Matarauði Matarstígurinn fékk nýverið 5 milljón króna styrk frá Matarauði Íslands sem opnar á nýja mörguleika varðandi markaðssetningu og starf­ semi Matarstígsins. Karl segir að unnið sé að ýmsum verkefnum, m.a. hafi verið haft samband við Heilbrigðiseftirlit og MAST varð­ andi leyfisvinnustofu þar sem fólk getur komið og fengið aðstoð við að sækja um leyfi. Vel hafi verið tekið í hugmyndina sem verður fram­ kvæmd þegar þeim takmörkunum sem nú gilda vegna heimsfaraldurs, Covid 19 lýkur. Styrkurinn gerir Matarstígnum líka kleift að vinna að markaðs­ og hönnunarmálum með fagfólki og voru það Kapall markaðsráðgjöf í Reykjavík og DuoDot grafísk hönnun á Akureyri sem mynda markaðs­ og hönnunarteymið ásamt verkefnastjóra Matarstígsins. Unnið er með persónuna Helga magra en marga skemmtilega vinkla er hægt að fá á verkefnið með því. Vistvæn dreifileið Þá nefnir Karl að verið sé að kanna möguleika á framkvæmd verkefnisins Vistvæn dreifileið sem snýst um vistvæna dreifingu matvæla á milli aðila í Eyjafjarðarsveit og frá framleiðendum þar til kaupenda utan sveitar. „Við erum að þróa þetta verk­ efni núna og hugmyndin er sú að vistvæn bifreið, líklega rafbíll, muni verða nýttur til að sækja vörur frá matvæla framleiðendum í sveitinni og koma til skila til kaupenda. Hann kæmi þá í stað einkabíla sem hver og einn væri að aka um sveitina til að sækja og senda vörur. Karl segir að einnig sé fyrir hendi áhugi á að bjóða kvenfélögum sveit­ arinnar aðgang að Matarstígnum fyrir sína góðgerðarstarfsemi og gæti þá mögulega verið í formi fjáröflun­ ar á vettvangi bændamarkaðanna. „Kvenfélög eru hornsteinn góð­ gerðarstarfs í hverju samfélagi og eru þekkt fyrir bakkelsi og kruðerí og það væri gaman að geta lagt þeim til vettvang til að sinna góðgerðar­ málunum,“ segir hann. Förum eftir öllum reglum Forsvarsmenn Matarstígsins fóru yfir starfsáætlun sína varðandi sumarið með tilliti til Covid 19 faraldursins og segir Karl að eins og staðan er nú verði hægt að halda áætlun varðandi bændamark­ aði, pop­up viðburði, Matarhátíð Helga magra í ágúst og Local Food sýninguna í Hofi í október, nema bakslag komi í baráttunni. „Við munum að sjálfsögðu hlíta öllum reglum sem í gildi eru á okkar viðburðum,“ segir Karl. /MÞÞ Matarstígur Helga magra í Eyjafjarðarsveit: Biðlar til sveitunga að auka grænmetisræktun – Stefnt að reglulegum bændamörkuðum í sumar en farið að öllum reglum Matarstígur Helga magra hyggst efna til bændamarkaðar reglulega í sumar. Biðla aðstandendur Matarstígsins nú til Eyfirðinga um að rækta matjurtir sem boðnar yrðu til sölu á markaðnum. Myndir / MÞÞ Karl Jónsson, verkefnastjóri Matar- stígs Helga magra. Markmið fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi er að auka framboð íbúða- lóða í sveitarfélaginu og þá sérstaklega sjávarlóða með dreifbýlisyfirbragði. Breyting á aðalskipulagi Hörgársveitar: Sjávarlóðir verða í boði í landi Glæsibæjar Breyting hefur verið gerð á aðal- skipulagi Hörgársveitar sem gildir til ársins 2024 hvað varðar land notkun í landi Glæsibæjar í Hörgár sveit, þar sem gert er ráð fyrir að skilgreina íbúðabyggð þar sem nú er skógræktar- og land- græðslusvæði og landbúnaðar- svæði. Glæsibæjarkirkja mun einnig fá skilgreindan og stækkaðan reit frá núverandi afmörkun í samráði við safnaðarstjórn og Biskupsstofu vegna mögulegrar stækkunar kirkjugarðs, bílastæða og tengdrar starfsemi. Aðalskipulagsbreytingin tekur til hluta jarðarinnar neðan vegar 816, samtals um 13 hektarar. Deiliskipulag verður unnið samhliða aðalskipulagi og verða báðar tillögur auglýstar samtímis. Aukið framboð íbúðarlóða í sveitarfélaginu Markmið fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi er að auka framboð íbúðarlóða í sveitarfélaginu og þá sérstaklega sjávarlóða með dreifbýl­ isyfirbragði. Miðað er við að koma fyrir um 18 lóðum á svæði sem skil­ greint verður íbúðabyggð. Gengið er út frá blandaðri en lágreistri fjölskylduvænni dreifbýlisíbúða­ byggð með lágu nýtingarhlutfalli, góðu rými á milli húsa, útsýni, ör­ yggi, einstakri aðstöðu til útivistar s.s. opnum rýmum, leiksvæðum, gönguleiðum, siglingum og sjó­ böðum. Nyrst á svæðinu er gömul mal­ arnáma og er áætlað að nýta efni úr henni til vegagerðar og annarra fram­ kvæmda við lóðir á skipulagssvæð­ inu og því þarf að skilgreina nýtt efnistökusvæði í landi Glæsibæjar. Markmiðið er einnig að loka því svæði eftir að framkvæmdum lýkur og ganga frá námunni þannig að prýði verði af. Þá verður reitur fyrir Glæsibæjarkirkju S­2 stækk­ aður vegna mögulegrar stækkunar kirkjugarðs, bílastæða og tengdrar starfsemi. Markmið sveitarstjórnar er að fyr­ irhugaðar skipulagsbreytingar skuli ekki þrengja að búrekstri á landbún­ aðarlandi umhverfis skipulagssvæð­ ið, og ef til hagsmunaárekstra komi milli landbúnaðar og starfsemi á skipulagssvæðinu muni sveitarfé­ lagið ekki leggja íþyngjandi kvaðir á búrekstur í því sambandi. Búið að planta í 143 hektara lands Hefðbundinn landbúnaður hefur að mestu lagst af en nú er þar stundaður hrossabúskapur auk smávægilegrar sauðfjárræktar á jörðinni. Litlar forsendur eru fyrir frekari landbún­ aði sökum skógræktar, en í gildi er samningur við Norðurlandsskóga um skógrækt á allt að 243 hekturum af landi. Plantað hefur verið í um 143 hektara lands ofan vegar og um 35 hektara neðan vegar. Skógrækt ofan vegar hefur gengið vel og þar er kominn myndarlegur skógur með mjög góða útivistarmöguleika sem áætlanir gera ráð fyrir að efla enn frekar. Norðurlandsskógar eru tilbúnir til að fella neðri hluta jarðarinnar, neðan vegar nr. 816, út úr samningi á þessum forsendum. Samningur við skógræktina gerir auk þess ráð fyrir því að landeig­ andi geti tekið hluta/heild undan samningi við skógræktina gegn endurgreiðslu þess stofnkostnaðar sem skógræktin lagði til í upphafi. Fjögur íbúðasvæði skilgreind í sveitarfélaginu Íbúum í Hörgársveit hefur fjölgað nokkuð ört síðastliðin tvö ár. Í byrjun árs 2018 voru íbúar sveitar­ félagsins 580 en í lok árs 2018 voru þeir 613 talsins. Í aðalskipulagi eru skilgreind fjögur íbúðasvæði í sveitarfélaginu, í þéttbýlisstöð­ unum á Hjalteyri og Lónsbakka sem fyrir eru og einnig íbúðasvæði við Blómsturvelli og í landi Glæsibæjar. Á Lónsbakkasvæðinu er áhersla lögð á þéttari byggð og minni íbúðalóðir og á Hjalteyri er áhersla á sértæka uppbyggingingu sem samræmist eldri byggð auk frístundabyggðar. Stærri íbúðalóðir verða svo í landi Glæsibæjar en engin áform eru enn sem komið er með uppbyggingu íbúða á svæðinu við Blómsturvelli í fyrirsjáanlegri framtíð. /MÞÞ Frá garðyrkjustöðinni á Grísará í Eyjafjarðarsveit. Mynd / HKr. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STÝRISENDAR í flestar gerðir dráttarvéla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.