Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 1
9. tölublað 2020 ▯ Fimmtudagur 7. maí ▯ Blað nr. 562 ▯ 26. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Meistaravörn Þórdísar Þórarinsdóttur í búvísindum við LbhÍ fór fram í gegnum Zoom fjarfundabúnað, en ritgerðin fjallar um erfðastuðla og erfðaþróun frjósemiseiginleika í íslenska kúastofninum. Hún er nú ásamt unnusta sínum, Eyþóri Braga Bragasyni, að taka við sauðfjárbúi foreldra hans á Bustarfelli í Vopnafirði. Nýorðin meistari fór hún beint út í fjárhús í sauðburðinn á Bustarfelli enda mikil sveitakona. Hún segir það skemmtilegasta við ritgerðarskrifin hafa verið þegar hún fékk niðurstöður úr tölfræðiforritunum eftir marga vikna pælingar og undirbúning. – Sjá viðtal bls. 28–29 Mynd / einkasafn Sauðfé hefur ekki verið færra á Íslandi en nú í 40 ár samkvæmt hagtölum landbúnaðarins sem unnar eru úr haustskýrslum. Um síðustu áramót taldist ásett sauðfé vera 415. 949, en þar af eru 1.471 geit. Árið 1980 taldist vetrarfóðrað sauðfé vera 827.927 gripir. Árið 1985 var farið að fækka nokkuð í stofninum sem þá var 709.257 fjár. Árið 1990 var talan komin í 548.508 og í 458.341 árið 1995. Árið 2000 var sauðféð 465.777 og hefur sá fjöldi haldist nokkuð svipaður, upp eða niður um 10.000 fjár eða svo. Þannig komst fjöldinn í 479.841 árið 2010 og mest í 486.598 fjár árið 2014. Síðan hefur sauðfénu fækkað nær jafnt og þétt og var komið í 415.949 gripi á síðasta ári eins og fyrr segir. Helmingsfækkun á 40 árum Er sauðfé í landinu nú um helmingi færra en það var 1980, eða 50,3%, og beitarálag hefur að sama skapi minnkað verulega á flestum land- svæðum.Þá hefur það alveg horfið á stórum svæðum þar sem sauðfjárbú- skapur hefur lagst af. Norðvesturkjördæmi er öflugasta sauðfjárræktarsvæðið Ef skoðað er sauðfjárhald eftir landshlutum er það eins og fyrr öflugast í Norðvesturumdæmi (þar með taldir Vestfirðir), eða 112.085 vetrarfóðraðar kindur. Í öðru sæti er Vesturumdæmi með 102.175 fjár. Þrjú umdæmi koma síðan með nokkuð áþekkan fjölda sauðfjár. Þar er Norðausturumdæmi sem lendir í þriðja sæti yfir landið með 68.789 kindur, Austurumdæmi er í fjórða sæti með 65.753 og Suðurkjördæmi í fimmta sæti með 64.931 kind. Suðvesturumdæmi rekur svo lestina með 2.216 kindur. Nautgripum hefur fjölgað um 35% frá 1980 Í árslok 2019 voru 80.872 naut- gripir í landinu og þar af voru 26.217 mjólkurkýr og 2.891 holdakýr. Nautgriparæktin hefur eflst mjög á landinu síðan 1980 þegar nautgripir voru alls 59.933. Þeim fjölgaði í 72.889 árið 1985 og fóru í 74.889 gripi árið 1990. Heldur fór síðan að fækka í stofn- inum og árið 1995 voru gripirnir 73.195 og 72.135 árið 2000. Lægst fór talan svo í 65.979 gripi árið 2005 en fjölgaði síðan í 73.781 grip árið 2010. Næstu tvö ár var talan undir 70.000 en fór í 74.444 gripi árið 2014. Þá fór að fjölga og voru nautgripirnir flestir 81.636 árið 2018, en voru sem fyrr segir 80.872 árið 2019. Langflestir nautgripir eru í Suðurumdæmi Suðurumdæmi er langöflugasta nautgriparæktarhérað landsins með 30.712 gripi árið 2019. Í öðru sæti var Norðausturumdæmi með 18.025 gripi. Síðan kom Norðvesturumdæmi í þriðja sæti með 14.138 gripi og Vesturumdæmi var í fjórða sæti með 12.042 gripi. Í fimmta sæti var Austurumdæmi með 4.653 gripi og í sjötta sæti var svo Suðvesturumdæmi með 1.302 nautgripi. /HKr. – Sjá nánar bls. 2 Ekki færra sauðfé á Íslandi í 40 ár – Fækkunin nemur um 50%, en nautgripum hefur fjölgað um 35% á sama tímabili 827.927 709.257 548.508 458.341 465.777 454.950 479.841 480.656 415.949 0 100.000 200.000 300.000 400.000 500.000 600.000 700.000 800.000 900.000 1975 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 2020 2025 Þróun sauðfjáreignar á Íslandi á 40 ára tímabili (Vetrarfóðrað sauðfé samkvæmt haustskýrslum) Heimild: Hagstofa Íslands Bæ nd ab la ði ð / H Kr . 2019 Málar fugla í gríð og erg við miklar vinsældir 3022 Bændalúrinn er öllum hollur 34 Bróðurpartur íbúa hefur búið annars staðar en í sveitinni Metframleiðsla á mjólk milli ára Samanlögð 12 mánaða framleiðsla á mjólk, miðað við mars ár hvert, hefur aldrei verið meiri heldur en í mars 2020. Að liðnum fyrstu 15 vikum ársins 2020 hefur mjólkurframleiðslan verið mitt á milli þess sem hún var á sama tíma árin 2018 og 2019. Síðastliðin þrjú ár, 2017–2019, voru metár í mjólkurframleiðslu, en aldrei hefur verið framleitt jafn mikil mjólk á ársgrunni og á þeim árum. Framleiðslan jókst um 2,6% frá apríl 2019 til mars 2020 Á síðustu 12 mánuðum, þ.e. apríl 2019 til mars 2020, var samanlögð mjólkurframleiðsla 153,7 milljónir lítra. Það er um 2,6% meiri fram- leiðsla en á 12 mánaða tímabilinu þar á undan. Umreiknuð sala á innanlands- markaði nam 147,7 milljónum á fitugrunni og 126,3 milljónum á próteingrunni. Salan á fitugrunni hefur aukist um 2,06% en dregist saman um 1,47% á próteingrunni á þessu tímabili. Í Mjólkurpóstinum, fréttabréfi Mjólkursamsölunnar, segir Pálmi Vilhjálmsson, aðstoðarforstjóri MS, að með tilliti til þeirra aðstæðna sem nú ríkja í samfélaginu verði mjög brýnt að fylgjast grannt með þróun í öllum starfsþáttum. Þar með talinni mjólkurframleiðslu, sölu og birgða- haldi. /HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.