Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 202046 LESENDABÁS Þú átt að vernda og verja, þótt virðist það ekki fært, allt, sem er hug þínum heilagt og hjarta þínu kært. Þannig kvað þjóðskáld sveitanna, Guðmundur Ingi Kristjánsson, og nú kemur mér þessi hugsun skáldsins í hug þegar Magnús Óskarsson kennari hefur kvatt þetta líf og gefið skóla sínum, Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri, stórbrotna gjöf að leiðar- lokum. Allir þeir sem sátu við fótskör Magnúsar Óskarssonar, kennara og fræðimanns á Hvanneyri, varð það ljóst að þar fór einstakur maður. Ég heyrði aldrei neinn nemanda hans hnjóða í hann eða efast um vilja hans að verða hverjum og einum að liði. Magnús er guðfaðir þeirrar ræktunarstefnu í jarðrækt sem ríkt hefur hér á landi í sextíu ár. Einn af frumkvöðlum í íslenskri tilrauna- og ræktunarsögu Magnús varð búfræðikandidat frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1953 og tveimur árum síðar kom hann til starfa eftir framhaldsnám og störf í Danmörku og hóf kennslu við skól- ann. Magnús hóf tilraunir í jarðrækt og telst einn af frumkvöðlum í ís- lenskri tilrauna- og ræktunarsögu á sviði landbúnaðarins. Magnús var prúðmenni, sem bjó yfir einstakri auðmýkt og náði inn að hjartanu á nemendum sínum. Ef nemendum hans gekk illa á prófi eða í náms- greininni þá skammaði hann ekki nemendurna. Hann tók sökina á sig og hóf að útskýra málið betur. Hinn mikli sáðmaður Ef horft er yfir allar framfarir land- búnaðarins síðustu áratugi, með grænum túnum og bleikum ökrum og góða ræktunarbændur, kemur nafn Magnúsar Óskarssonar upp í hugann. Bændurnir og ráðu- nautarnir voru hans, og sannar- lega var hann bæði faðir og móðir þeirra í fræðunum. Hann var hinn mikli sáðmaður sem sá grösin spretta í fótsporum nemenda sinna. Nemendur hans bæði bændurnir og ekki síður ráðunautarnir mótaðir af þeim áhuga hans, hlaðnir þeirri vissu og vilja að íslenska gróðurmoldin myndi endurgjalda sáðmanninum þekkingu sína. Heilan vetur sat ég Magnúsi til hægri handar í matstofu Hvanneyrarskóla ásamt galsa- fengnum hópi ungra manna. Aldrei skipti hann skapi, heldur tók af hóg-værð þátt í glensinu en mælti eins og góður faðir vit- urleg orð þegar ærslin ætluðu úr böndunum. Líf Magnúsar var helgað þeirri blessun að verða að liði og gera skyldu sína gagnvart landbúnaðinum og færa þjóðinni þar með matvörur sem urðu til í hreinni náttúru, og afurðir frá búfé sem er heilbrigt. Nú er Ísland eitt besta matvælaland heims með mikla sérstöðu, þar átti Magnús frumkvæði og skrifaði brot af handritinu. Nú hefur Magnús fært Land- búnaðar háskólanum að gjöf allan peningalegan afrakstur lífs síns. Landbúnaðarháskólanum óska ég til hamingju með gjöfina. Nú er mikilvægt að gjöfin verði lífshug- sjón Magnúsar að liði við að efla ræktunarbúskap og þekkingaröflun í landbúnaði. Lao Tse segir þetta í Bókinni um veginn: „Sá sem líkist Upphafinu, stend- ur stöðugur. Hann er eins og jurt, sem á sér djúpar rætur og sterkan legg. Þetta veitir langa ævi og var- anlegan orðstír.“ Blessuð sé gjöfin og hugurinn sem henni fylgir og minningin um þann einstaka mann, sem Magnús Óskarsson hafði að geyma. Guðni Ágústsson fyrrverandi landbúnaðar ráðherra Höfðingleg gjöf Magnúsar Óskarssonar Magnús Óskarsson í apríl 2004 fyrir framan málverkið af sér sem Baltasar Samper myndlistarmaður málaði. Mynd / Jóhannes Torfason Torfalæk II Guðni Ágústsson. Þeir skella skollaeyrum við Við sem börðumst gegn þriðja orkupakkanum munum sjaldan gleyma því hjálparleysi sem helltist yfir okkur þegar við reyndum með öllum leiðum til að fá stjórnvöld til að nema staðar og íhuga afstöðu sína en allt kom fyrir ekki, pakkinn fór í gegn. Það eru atvik sem þessi sem kenna okkur hversu lítið íslenska þjóðin hefur um mál sín að segja og að kosningum loknum er líkt og ráðamenn skelli skollaeyrum við okkur og hætti að hlusta. Þetta fyrirkomulag hefur ekki reynst okkur vel og það sýnir okkur hversu mikilvægt embætti forsetans er þegar ríkisstjórnin fer út af sporinu. Það er þá sem það verður í hans verkahring að bregðast við og standa með þjóðinni en sitja ekki aðgerðalaus hjá og skrifa umyrðalaust undir hvað sem frá stjórnvöldum kemur. Hann á að vera öryggisventillinn okkar og það er mun stærra og mikilvægara hlutverk en að brosa framan í myndavélina eða mæta í veislur með erlendum þjóðhöfðingjum. Ólafur Ragnar Grímsson var fyrsti forsetinn til að nýta málskotsréttinn og virkja þannig beint lýðræði í landinu og verð ég honum ævinlega þakklátur fyrir það. Hugrekki Ólafs Ragnars gaf okkur ónotað og nýtt vopn í baráttunni gegn spillingunni sem varð m.a. til þess að við höfnuðum svokölluðum „Svavarssamningi“ og spöruðum þjóðinni himinháar fjárhæðir. Tók Ólafur Ragnar þarna fyrsta skrefið í að virkja forsetaembættið til góðs fyrir þjóðina en það er einmitt það sem þarf ef við ætlum að eygja von í baráttunni gegn spillingu. Það er víða pottur brotinn þegar kemur að stjórn landsins. Lengi hefur ríkiskassinn verið lekur og erfitt hefur reynst að henda reið- ur á uppruna lekans eða hvar og hjá hverjum fjármagnið endar. Það eina sem víst er að það endar ekki í vasa almennings. Eins höfum við setið uppi með óteljandi óhagstæðar lagasetningar og reglugerðir sem koma í veg fyrir að stéttir landsins geti starfað á heilbrigðan hátt og þar er bændastéttin svo sannarlega engin undantekning. Hún hefur mátt kljást við kostnaðarsama milliliði og regluverk sem hefur bókstaf- lega staðið í vegi fyrir starfseminni. Þessu þarf að breyta, það er engum greiði gerður með hærra verði á íslenskri framleiðslu en nauðsyn krefur. Okkur hlýtur öllum að vera ljóst að beint lýðræði er margfalt lýðræðislegra en lýðræði sem byggist á því að velja fólk á fjögurra ára fresti og vona síðan að það standi við það sem það lofar. Þess vegna er nauðsynlegt að nota málskotsréttinn oftar og spyrna þjóðaratkvæðagreiðslum saman við skipulagðar kosningar eða nota rafrænu skilríkin til að leyfa þjóðinni að kjósa í ágreiningsmálum. Við þurfum að byrja að vinda ofan af keflinu sem gefur kjörnum fulltrúum réttinn til að hegða sér eins og þeim sýnist í fjögur ár á milli þess sem þeir lofa öllu fögru. Við þurfum að færa þetta vald til þjóðarinnar því valdið átti alltaf að vera hennar. Það er skylda forsetans að leyfa þjóðinni að eiga síðasta orðið í mikilvægum málefnum sem hana varðar. Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandiGuðmundur Franklín Jónsson. – Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir MHG Verslun ehf | Víkurhvarf 8 | 203 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN HUSQVARNA FS 400 LV Sögunardýpt 16,5 sm HUSQVARNA K 770 Sögunardýpt 12,5 sm HUSQVARNA K 2500 Sögunardýpt 14,5 sm HUSQVARNA DM 230 HUSQVARNA K 3600 MK II Sögunardýpt 27 sm HUSQVARNA Steinsagarblöð og kjarnaborar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.