Bændablaðið - 07.05.2020, Page 24

Bændablaðið - 07.05.2020, Page 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 202024 LÍF&STARF Kraftvélar komið með umboð fyrir austurríska landbúnaðartækjaframleiðandann Pöttinger: Fjölskyldufyrirtæki með 149 ára sögu að baki Austurríski landbúnaðartækja­ framleiðandinn og fjölskyldu­ fyrirtækið Pöttinger hefur kynnt Kraftvélar sem nýjan umboðsaðila Pöttinger á Íslandi. Þetta þykja nokkuð stórar fréttir fyrir íslensk­ an landbúnað enda hafa Pöttinger vélarnar verið mjög vinsælar hér á landi í mörg ár. Pöttinger Landtechnik GmbH, hefur verið stýrt af fjórðu kynslóð Pöttinger fjölskyldunnar síðan 1991. Fyrirtækið var þó upphaflega stofn- að af Franz Pöttinger í Grieskirchen árið 1871 og hefur alla tíð snúist að meira eða minna leyti um land- búnaðartæki. Sonur hans, Alois Pöttinger, tók við rekstrinum 1909. Þriðja kynslóðin, Hans og Heinz Pöttinger, tók síðan við stjórninni 1956. Fyrirtækið tók yfir rekstur á bæversku plógaverksmiðjunni árið 1975. Stjórnarskipti urðu síðan 1991 þegar fjórða kynslóð Pöttingersona, þeir Klaus og Heinz Pöttinger, tóku við rekstrinum. Leiðandi á alþjóðlega vísu Fyrirtækið hefur verið leiðandi á alþjóðlega vísu og framleiðir bæði vélbúnað til margvíslegra nota í landbúnaði (jarð- og heyvinnslu) og háþróaðar tölvustýringar til nota í jarðrækt. Stjórnendur fyrirtækis- ins leggja áherslu á gæði, skilvirkni, hagkvæmni alls búnaðar til að auka sjálfbærni í landbúnaði. Þá eru um- hverfimál líka ofarlega í huga stjórn- enda. Hefur fyrirtækið sérhæft sig í smíði sáningartækja og í alhliða nýtingu á graslandi. Sala fyrirtækisins nemur um 450 milljónum evra á ári. Um 90% af sölu Pöttinger fer til útflutnings og um 10% á innanlandsmarkað. Megin markaður fyrir tækjabúnað Pöttinger er í Evrópu og þar er salan mest í Þýskalandi, eða um 20%, og um 16% í Frakklandi. Þá fer um 6% sölunnar til Bandaríkjanna og annarra landa utan Evrópu. Með höfuðstöðvar í Grieskirchen Fyrirtækið er og hefur alla tíð verið með höfuðstöðvar í Grieskirchen í norðurhluta Austurríkis, nokkurn veginn miðja vegu milli austurrísku höfuðborgarinnar Vínar og þýsku borgarinnar München. Fyrirtækið er með umboðsaðila víða um heim. Hefur Pöttinger hlotið marg- vís legar viðurkenningar fyrir sína framleiðslu á liðnum árum og þar má t.d. nefna sláttuvélina Novacat Apha Motion Pro. Hún var valin heyvinnsluvél ársins 2020 á landbúnaðartækjasýning- unni Agritechnica sem fram fór í Hanover í Þýskalandi í nóvember síðastliðnum. Pöttinger framleið- ir líka öflugar rúllubaggavélar í nokkrum gerðum. Mikil viðurkenning „Við í Kraftvélum erum virkilega stolt af því að hafa verið valin um- boðsaðili Pöttinger á Íslandi, það er mikil viðurkenning fyrir okkur að hafa orðið fyrir valinu enda er Pöttinger einn allra öflugasti fram- leiðandi heyvinnutækja í heim- inum,“ segir Viktor Karl Ævars son, framkvæmdastjóri sölu- og mark- aðssviðs Kraftvéla. „Pöttinger er öllum bændum og verktökum vel kunnugt vörumerki enda með langa sögu hér á landi og einstaklega breitt vöruúrval. Þrátt fyrir að flestir þekki Pöttinger fyrir framúrskarandi heyvinnu tæki þá bjóða þeir líka upp á spennandi tæki til jarðvinnslu og við munum leggja metnað okkur í að kynna þau tæki líka. Þar ber helst að nefna plóga, herfi, tætara og sáðvélar.“ Hætta með Fella, en tryggja áfram hnökralausa þjónustu „Eins og flestir vita þá hafa Kraft- vélar verið að selja Fella heyvinnu- tæki í gegnum árin og eflaust margir að velta fyrir sér með framtíð Fella hér á landi. Það er mörgu ósvarað í þeim efnum en Kraftvélar og Fella eiga að baki langt samstarf og er það sameiginlegt markmið beggja aðila að eigendur Fella upplifi enga hnökra í þjónustu tækjanna sinna þrátt fyrir að Kraftvélar muni form- lega hætta sem umboðsaðili Fella á Íslandi. Viðskiptavinir sem hafa mögu- lega áhyggjur af sínum Fella tækj- um mega vita að við munum áfram hafa beinan aðgang að Fella og allri þeirri þjónustu sem þeir bjóða upp á tengt varahlutum, þjónustu og ábyrgðarmálum í 12 mánuði að lágmarki. Við hlökkum til þess að kynna og þjónusta Pöttinger vélar og hvetjum viðskiptavini til þess að setja sig í samband við sölumenn Kraftvéla fyrir allar nánari upplýsingar,“ segir Viktor Karl Ævarsson. /HKr. Pöttinger er og hefur alla tíð, eða frá árinu 1871, verið með höfuðstöðvar í Grieskirchen í norðurhluta Austurríkis, nokkurn veginn miðja vegu milli austurrísku höfuðborgarinnar Vínar og þýsku borgarinnar München. Myndir / Pöttinger Klaus og Heinz Pöttinger hafa stýrt fjölskyldufyrirtækinu frá árinu 1991. Novacat Apha Motion Pro sláttuvélin frá Pöttinger var valin heyvinnsluvél ársins 2020 á landbúnaðartækjasýningunni Agritechnica sem fram fór í Hanover í Þýskalandi í nóvember síðastliðnum. Viktor Karl Ævarsson segir val Pöttinger á Kraftvélum sem nýjum umboðsaðila á Íslandi mikinn heiður. Pöttinger rúllubaggavélar. UTAN ÚR HEIMI Umhverfisflokkurinn í Noregi vill banna verslun með villt dýr á alþjóðavísu Umhverfisflokkurinn í Noregi krefst þess nú að landið verði í fararbroddi við að stöðva versl­ un með villt dýr á alþjóðavísu. Í kjölfar kórónavírussins, sem átti upptök sín í Hubei­héraðinu í Kína, hafa stjórnvöld þar í landi nú bannað framleiðslu og sölu á villtum dýrum til matvælaneyslu. Talið er að smitið eigi upptök sín á matarmarkaði í bænum Wuhan í gegnum leðurblökur sem fólk neytti. Nú hefur norski umhverfis flokkur- inn farið fram á þingi þar í landi og krefst þess að Noregur fari fram í að fylgja þessu banni eftir á alþjóðavísu og benda á nokkrar ástæður fyrir því, ekki eingöngu að það geti valdið heimsfaraldri heldur einnig til smita til húsdýra. Þau benda einnig á að slík verslun valdi tapi á náttúru sem ógnar lífríkinu því þetta hafi áhrif á frævun, flóðavarnir, drykkjarvatns- síun og stjórnun á meindýrum svo fátt eitt sé nefnt. Slíkt bann við sölu á þessum dýrum mun ekki leggja nein mörk á landbúnað eða þróun hans, einungis stöðva ákveðna starfsemi sem er mjög skaðleg og án þess að það hafi áhrif á hagkerfi í heild sinni. Í Kína er fyrst um sinn bannað að selja villt dýr til neyslu en enn er leyfilegt að selja villt dýr til vís- indarannsókna, í lyfjaframleiðslu og til sýningar en hér er búið að setja á ákveðnar takmarkanir. „Allar tegundir, líka við mann- fólkið, erum háð náttúrunni til að lifa af. Nýir sjúkdómar og heims- faraldrar eru einungis einn af þeim þáttum sem náttúran slær til baka eftir að mannfólkið hefur nýtt sér dýr og eyðilagt náttúruna. Slík verslun með dýr er ekki eingöngu vandamál í Kína heldur um allan heim sem leiðir ekki eingöngu af sér þjáningar fyrir blessuð dýrin heldur einnig til þess að tegundir deyja út og þá er hinn mikilvægi líffræðilegi fjölbreytileiki eyðilagður sem við mannfólkið erum háð og er bein ógn við velferð okkar um allan heim. Við megum engan tíma missa og verðum að grípa til aðgerða þegar í stað, á síðustu fjórum áratugum hefur jörðin misst 60 prósent af flokkum villtra dýra og við stönd- um frammi fyrir sjöttu fjöldaútrým- ingunni í sögu jarðarinnar. Síðast gerðist það þegar risaeðlunum var útrýmt fyrir 65 milljón árum síðan,“ segir Sigrid Z. Heiberg hjá norska umhverfisflokknum. /ehg - Nationen Talið er að uppruna kórónaveirunnar sem orsakað hefur COVID-19 heims- faraldurinn megi rekja til sölu og neyslu á leðurblökum í bænum Wuhan í Hubei-héraði í Kína. Þessi kínverska stúlka, Wang Megyun, sem notið hefur mikilla vinsælda fyrir ferðaþátt sinn á netinu, birti myndskeið af sér á vefsíðu að borða leðurblöku á kínversku veitingahúsi. Olli myndbandið miklu uppnámi og baðst stúlkan afsökunar á athæfi sínu. Sigrid Z. Heiberg.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.