Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 202028 Þórdís Þórarinsdóttir varði meistararitgerð sína í búvís- indum við ræktunar og fæðu- deild Landbúnaðarháskóla Íslands mánudaginn 27. apríl síðastliðinn. Í ljósi aðstæðna fór vörnin fram á netinu, í gegnum Zoom fjarfundabúnað, og gekk vel. Nafnið á ritgerð Þórdísar er: „Erfðastuðlar og erfðaþró- un frjósemiseiginleika í íslenska kúastofninum“, og á ensku er titillinn „Genetic Parameters and Genetic Trends of Female Fertility in Icelandic Dairy Cattle“. Leiðbeinendur Þórdísar voru dr. Elsa Albertsdóttir hjá Ráðgjafar­ miðstöð landbúnaðarins og dr. Susanne Eriksson hjá Sænska landbúnaðarháskólanum (SLU). Emma Eyþórsdóttir, dósent við LbhÍ var ábyrgðarmaður háskólans með verk efninu. Prófdómari var dr. Ágúst Sigurðsson, kynbótafræðing­ ur og sveitarstjóri Rangárþings ytra. En hver er Þórdís Þórarinsdóttir og hvað ætlar hún sér í framtíðinni? Ólst upp á bænum Keldudal í Skagafirði „Ég er fædd árið 1995 og ólst upp á kúabúinu Keldudal í Skagafirði þar sem foreldrar mínir, Guðrún Lárusdóttir og Þórarinn Leifsson, eru bændur. En ég er reyndar hálf skaftfellsk af því mamma er frá Kirkjubæjarklaustri. Ég á tvö yngri systkini, þau Sunnu og Þorra. Ég var í grunn­ og fram­ haldsskóla á Sauðárkróki, síðan lá leiðin í BSc nám í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands og núna er ég að ljúka MSc námi í búvísindum við LbhÍ. Í MSc nám­ inu tók ég eina önn í skiptinámi við sænska Landbúnaðarháskólann í Uppsölum,“ segir Þórdís, sem hefur unnið í sveitinni sinni heima í Keldudal frá því að það varð eitthvert gagn í henni eins og hún segir sjálf. „Síðastliðin þrjú sumur hef ég hins vegar unnið sem safnvörður við Minjasafnið á Bustarfelli í Vopnafirði ásamt því að sinna ýmsum sveitastörfum. Ég og unnusti minn, Eyþór Bragi, erum að taka við sauðfjárbúi for­ eldra hans á Bustarfelli.“ Elskar náttúruna og dýrin Þegar Þórdís er spurð af hverju hún hafi svona mikinn áhuga á landbún­ aði og sveitinni er hún fljót til svars. „Ég hef alltaf verið mikil sveita­ kona og elska náttúruna og dýrin, enda elst ég upp í því umhverfi. Það var alltaf planið hjá mér að fara í LbhÍ og afla mér þekkingar um landbúnað.“ Vörnin gekk vel Vörnin á meistararitgerð Þórdísar gekk ljómandi vel þrátt fyrir skrítnar aðstæður vegna COVID­19. „Já, já, hún gekk mjög vel, þó það hafi auðvitað verið svolítið sér­ stakt að ég og allir gestir varnarinnar sátum heima hjá okkur við tölvuna. Ég var hóflega stressuð enda gat ég bara verið heima í rólegheitum. Ég reyndi eftir bestu getu að svara spurningum prófdómarans og spurn­ ingum frá áhorfendum og vona að það hafi tekist vel. Ég fékk margar áhugaverðar spurningar, bæði um viðfangsefni ritgerðarinnar og einnig spurningar út fyrir efni hennar.“ Kýr og sæðingar úr Huppu Þórdís er þvínæst spurð af hverju hún hafi ákveðið að skrifa meist­ araritgerð um „Erfðastuðla og erfða­ þróun frjósemiseiginleika í íslenska kúastofninum“ en ekki eitthvað allt annað. Þórdís hlær og segir: „BSc verk­ efnið mitt fjallaði einnig um kýr og ég vildi endilega halda áfram á því áhugasviði. Pabbi er í fagráði naut­ griparæktarinnar og sýndi mér lista yfir möguleg verkefni sem væri æskilegt að koma í gagnið hérlendis. Verkefni um nýtt frjósemismat fyrir íslenskar kýr var efst á listanum og mér leist bara ljómandi vel á það. Ritgerðin er mjög hefðbundin en rannsóknarvinnan sjálf var öll fyrir LÍF&STARF Meistaravörn Þórdísar Þórarinsdóttur í búvísindum við LBbhÍ fór fram í gegnum Zoom fjarfundabúnað: Er að taka við búinu á Bustarfelli í Vopnafirði með unnusta sínum Þórdís og Eyþór, unnusti hennar, á fallegu vopnfirsku sumarkvöldi 2019. Mynd / Einkasafn Fjölskyldumynd frá síðustu áramótum, Þórdís ásamt foreldrum sínum, Þórarni Leifssyni og Guðrúnu Lárusdóttur, og systkinum, þeim Þorra og Sunnu. Þórdís Þórarinsdóttir fyrir framan Minjasafnið á Bustarfelli í Vopnafirði þar sem hún hefur unnið sem safnvörður síðastliðin þrjú sumur. Myndir / Úr einkasafni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.