Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 2020 43 1400 lítra (2ja sekkja) Kögglasigti Ryðfríar skífur Vinnslubreidd: 10 - 18 m Mekanísk stilling Jaðarbúnaður Yfirbreiðsla. l l l l l l l Áburðardreifarar Kr. 950.000,-án VSK Verð aðeins AMAZONE ZA-X 1402 Perfect Tvær dreifiskífur - meiri nákvæmni 1400 lítra - hægt að stækka í 1700 lítra *Aukabúnaður á mynd ekki innifalinn í verði: Upphækkun og ljósabúnaður AMAZONE ZA-X 602 Tvær dreifiskífur - meiri nákvæmni 600 lítra - hægt að stækka í 850 lítra VISSIR ÞÚ að AMAZONE hefur prófað megnið af þeim áburði sem seldur er á Íslandi og birtir sérstakar stillingar fyrir þann áburð á heimasíðu sinni, www. amazone.de - Einnig er hægt að nálgast app fyrir áburðarstillingarnar í i-Phone og Android síma. *Aukabúnaður á mynd ekki innifalinn í verði: Upphækkun 600 lítra (1 sekkur) Mekanísk stilling Kögglasigti Ryðfríar skífur Vinnslubreidd: 10 - 18 m Einfaldur, ódýr og vandaður dreifari l l l l l l Kr. 680.000,-án VSK Verð aðeins REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Baldursnes 8 Sími 568-1555 Vefsíða og netverslun: www.thor.isÞÓR FH Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 aðist eftir einkenndur með nafninu „Bartram Trail“ eða Slóði Bartrams. Sérlega vinsæll hjá göngufólki er víst 185 km „spotti“ slóðans sem liggur frá fjöllum N-Georgíu upp til N-Karólínu og eflaust áhugavert fyrir útivistarfólk héðan að flækj- ast um þær söguslóðir, vilji menn á annað borð tilbreytingu frá hinu fallega landslagi Íslands. Faðirinn náði 78 ára aldri og sonurinn var orðinn 84 ára þegar að andláti kom. Hlýtur að teljast ansi gott hraust- leikamerki hjá þeim báðum, á þeim tíma, að ná svo háum aldri. Held þó aftur af mér að fullyrða um of varð- andi mikilvægi garðyrkju og plantna fyrir heilsuna að sinni. Mexíkóska jólamjólkin Í lokin má draga jólastjörnuna frægu inn í söguna, plöntuna fögru af mjólk- urjurtarætt, sem við tengjum svo oft við jólin, Euphorbia pulcherrima. Sú vex á Vesturströnd Mexíkó og var mikið notuð af Aztekum sem litar- efni, auk þess að safinn ku hafa verið notaður í tengslum við lækningar. Þó það virðist ljóst að landkönnuðir frá Evrópu hafi rekist á hana í ferðum sínum, virðist hún ekki hafa ratað með þeim í neins konar ræktun í heimalandinu. Það var því banda- ríski sendiherrann í Mexíkó, Joel Roberts Poinsett, sem var lengi talinn hafa verið fyrstur til að kynna hana utan Mexíkó, er hann sneri með hana til baka til Bandaríkjanna árið 1830. Þrátt fyrir að vera ekki fyrstur til að finna hana var hún af þessari ástæðu kennd við hann um langan tíma. Jafnt með gamla fræðiheitinu Euphorbia poinsettia og eins því að í dag er hún enn víða kölluð almenna nafninu Poinsettia. Árið sem Ibsen, Tolstoy og leyndardómsfulli Snæfellsjökuls penninn Jules Verne fæddust var einnig merkilegt í sögu jólastjörnunn- ar. Árið er 1828 og frændi Bartram- fjölskyld unnar annars vegar og hins vegar gamall vinur Poinsett, William Maclure, ferðast saman til Mexíkó. Ekki er pláss til að greina frá ferða- sögunni hér, en ýmsar plöntur og fræ rak á fjörur þeirra, sem þeir sendu beint frá Mexíkó til gróðrarstöðv- ar Bartrams. Síðar sama ár snúa þeir til baka úr för sinni og kemur þá Maclure sjálfur með viðbót til gróðrarstöðvarinnar. Á meðal þess sem ferðaðist með þeim til baka, var áðurnefnd jólastjarna. Robert nokkur Buist staðfest- ir m.a. í skrifum sínum árið 1828 að hafa séð þessar plöntur í fyrsta sinn á ævinni, einmitt hjá Bartram- fjölskyldunni. Sami maður fékk svo heiðurinn af því að kynna plöntuna áfram fyrir Evrópubúum, ekki síst gegnum tengingar sínar við James McNab hjá Grasagarði Edinborgar. Buist var einmitt áður við læri í Edinborg. Það er því miður sami Buist sem heldur á lofti í Evrópu hinni röngu sögu að plantan hafi fundist fyrir tilstilli Poinsett, vitandi þó sjálfur betur að hún kemur fyrst til Bandaríkjanna gegnum Bartram- fjölskylduna og tengingar hennar. Skiptir það máli? Í raun ekki, þó eintök Bartram-garðsins hafi líklega verið fyrstu lifandi plönturnar sem fluttar voru frá Mexíkó og fóru svo í almennilega ræktun þá var plant- an vel þekkt í Mexíkó um langa tíð áður. Einnig var hún þekkt í Evrópu upp að vissu marki þar sem nokkrir landkönnuðir höfðu tekið með heim sýni af henni, þó ekki hafi verið um lifandi plöntuvefi að ræða. Meðal þeirra má t.d. nefna hinn merka mann Alexander von Humboldt en hann var ekki einu sinni fyrstur þeirra. Fróðlegt þótti mér engu að síður hversu áhuga- verðar tengingar má finna hjá þessari vel þekktu plöntu og að hún skuli þar draga inn Bartram-fjölskylduna. http://bartramsgarden.org/ Kristján Friðbertsson. Lítill íkorni laumast til að narta í eitthvað gott í grasi grasagarðsins. Skilti við eitt af elstu trjám garðsins, talið ræktað úr fræi sem barst þeim undir lok 18. aldar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.