Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 20204 FRÉTTIR Trausti Hjálmarsson, sauðfjárbóndi í Austurhlíð í Biskupstungum og stjórnarmaður í LS: Ekki heyrt af vandamálum við mönnun starfa á sauðburði – Lengra burðartímabil í Austurhlíð svo ekki er þörf á utanaðkomandi aðstoð Trausti Hjálmarsson, sauðfjár­ bóndi í Austurhlíð í Biskups­ tungum og stjórnarmaður í Lands samtökum sauðfjárbænda, segir að hann hafi ekki heyrt af vanda málum sauðfjárbænda við mönnun starfa á sauðburði. Sjálf þurfi þau ekki að leita að starfs­ fólki utan bús, þar sem burðar­ tímabilið sé langt og því dreifðara álag. „Ætli það séu ekki um sex hund- ruð kindur sem munu bera hjá okkur. Til að þurfa ekki mikinn viðbótar- mannskap almennt á sauðburði – fyrir utan okkur fjölskylduna – þá höfum við frekar lengt í sauðburðartímabil- inu. Við eigum fjóra duglega krakka sem hjálpa okkur og það dugar til. Vinnum þá í tveimur hópum. En þó við lengjum í sauðburðinum og ráðum ekki til okkar starfskraft, þá koma nú fjölskylda og vinir dag og dag og létta undir,“ segir Trausti. Sumir hafa treyst á erlent vinnuafl „Ég veit hins vegar til þess að mörg af stærri búunum hafa um nokkurt skeið treyst á vinnuafl erlendis frá, það var búið að ganga frá ráðningu á fólki sem svo ekki komst til lands- ins. Það sem maður hefur heyrt er að flestir hafi farið fljótlega í að leita annarra lausna. Fólk reynir þá að nýta tengsl og fjölskyldubönd til að manna þessi störf. Auðvitað ætl- aði enginn að láta taka sig í bólinu með þetta þegar það fór að skýrast hvernig þetta var allt að þróast. Þá fóru bændur náttúrlega að undir- búa sig og tryggja sig fyrir þetta tímabil með baklandi sínu. Ég vona bara að allir þeir sem þurftu að fara aðrar leiðir í að manna þessi störf hafi gert viðeigandi ráðstafanir, til að tryggja sína velferð og dýranna. Ég hef ekki heyrt af neinum vanda- málum í kringum mig.“ Þurfum áfram að gæta að okkur Við þurfum auðvitað að gæta að okkur áfram, því það eru reglur enn í gangi. Fólk vinnur þá frekar saman sem býr undir sama þaki og eru í nánum samskiptum frá degi til dags. Maður heyrir ekki annað en að flestir séu bara jákvæðir, það er helst að það séu áhyggjur á ákveðnum landsvæðum út af kali. „Sauðburður, það sem af er, geng- ur mjög vel. Gott heilbrigði í lömbum og féð virðist heilt yfir, samkvæmt því sem maður heyrir, vel framgengið eftir veturinn. Svo hjálpar tíðarfarið núna heilmikið, alls staðar þurrt um og í húsum – og auðvitað gott að koma fénu út í hey. „Sauðburðurinn er svona að kom- ast í fullan gang, en það er um vika síðan þetta fór af stað,“ sagði Trausti þegar rætt var við hann um miðja síðustu viku. Maður verður var við það á samfélagsmiðlum að það er heilmikið að gerast vítt og breitt um landið á sauðburði – það er til dæmis gaman að fylgjast með Snapchat- reikningum bænda. /smh Lambamjólkurduft Egilsholti 1 310 Borgarnesi Sími: 430-5500 -Óerfðabreytt innihaldsefni -Hátt hlutfall mjólkurprótína -Auðmeltanleg prótín -Inniheldur góða gerlaflóru -Einstaklega bragðgott -Hentar einnig fyrir kið -Auðuppleysanlegt -Inniheldur sýringaduft Pantaðu á netverslun okkar www.kb.is Sendum um allt land Verð 16.490 m/vsk Gemlingarnir komnir í rúllu. Fyrstu gemlingarnir settir út í vorið. Trausti með Ingibjörgu Elínu, 4 ára. Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda: Vinir og ættingjar eru til aðstoðar – Tvær beiðnir borist afleysingaþjónustu Bændasamtaka Íslands og búnaðarsambandanna Nokkur umræða hefur verið á undanförnum vikum um mögu­ leg vandamál stærri sauðfjárbúa við mönnun starfa á sauðburði á tímum COVID­19 farsóttarinn­ ar. Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, skrifaði um nokkr­ ar hliðar þessara mála í síðasta Bændablað. Mælti hann með því að þeir bændur sem ættu eftir að útvega sér vinnuafl á sauð­ burði leituðu til afleysingaþjón­ ustu bænda, sem haldið er úti af Bændasamtökum Íslands (BÍ) í samvinnu við búnaðarsamböndin. Það virðist hafa verið raunin í ein­ hverjum tilvikum, þó langflestir sem þurftu utanaðkomandi aðstoð hafi leitað annarra leiða. Guðbjörg Jónsdóttir, verkefna- stjóri hjá BÍ, hefur tekið stöðuna hjá búnaðarsamböndunum varðandi það hvort einhver eftirspurn hafi verið hjá sauðfjárbændum að þiggja aðstoð frá afleysingaþjónustunni. „Það hafa örfáar beiðnir um mönnun á sauðburði borist til búnaðarsam- bandanna; ein á Suðurlandi og önnur í Húnavatnssýslum, en ekkert í öðrum landshlutum. Þessir aðilar sem réðu sig á viðkomandi bú voru á lista bak- varðarsveitar í landbúnaði sem sett var á fót vegna COVID-19. Þessir aðilar voru ákaflega þakklátir að fá starf,“ segir Guðbjörg. Bændur hafa unnið í málunum undanfarnar vikur Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir nokkur af stærri búunum hafi haft er- lent vinnuafl á sauðburði undanfarin ár en það verði í fæstum tilfellum af því þetta árið. „Þeir bændur hafa verið að leysa sín mál undanfarnar vikur og vonandi hefur það alls staðar gengið upp. Í einhverjum tilfellum hafa þeir bændur leitað til aðila sem gáfu sig fram á afleysinga- lista BÍ og búnaðarsambandanna vegna veikinda bænda af völdum COVID-19. Þá hafa flestir bændur fengið ættingja og aðra vini til að- stoðar í sauðburði, til dæmis um helgar eða yfir mesta álagstímann, en margir hafa haft áhyggjur af því að það muni ekki ganga upp þetta árið. Eftir því sem nýjum og virkum smitum fækkar aukast þó líkurnar á því að það verði mögulegt sé var- kárni gætt. Það er því mikilvægt tengt sauð- burðinum eins og alls staðar í sam- félaginu að allir fari vel eftir fyrir- mælum stjórnvalda svo síður komi upp aukið smit að nýju. Ég held að flestir bændur hafi nýtt fyrri hluta apríl til að viða að sér þeim aðföng- um sem þarf í sauðburðinn og hafi svo haldið sig heima og alveg lokað sínum búum fyrir utanaðkomandi til að verjast smiti. Ég hef heyrt nokkuð af því að það sama hafi gilt um það vinnuafl sem bændur fá, hafi það verið mögulegt, að þeir aðilar hafi farið í tveggja vikna sjálf- skipaða sóttkví núna seinni hluta af aprílmánuði en það er auðvitað ekki í öllum tilfellum mögulegt,“ segir Guðfinna Harpa. Sauðburður hófst 28. apríl á Straumi „Sauðburður var að hefjast með sæðingalömbum núna 28. apríl og fer svo á fullt um og upp úr helginni,“ segir Guðfinna Harpa spurð um hvernig málum hátti til hjá henni á Straumi. „Við erum yfirleitt fjögur í sauðburðinum en höfum svo eins og flestir fengið aðstoð ættingja á kvöldin og um helgar og hafa þeir haldið sig sérstaklega til hlés til að geta komið til okkar. Við eigum til dæmis einn háskólanema sem er bú- inn að vera í hálfsmánaðar sjálfskip- aðri sóttkví og vonandi náð að klára flest verkefnin sín á meðan.“ /smh Sauðburður hófst á Straumi þann 28. apríl með sæðingalömbum og er kominn á fullt nú í byrjun maí. Mynd / Guðrún Katrín Helgadóttir Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og bóndi á Straumi, telur að flestir bændur hafi nýtt fyrri hluta apríl til að viða að sér þeim aðföngum sem þarf í sauðburðinn og hafi svo haldið sig heima og alveg lokað sínum búum fyrir utanaðkomandi til að verjast smiti. Mynd / smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.