Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 20206 Í upphafi þessa pistils vil ég þakka öllum þeim sem komið hafa að viðbragðshópi Bændasamtakanna vegna kórónufar- aldursins fyrir vel unnin störf á erfiðum og krefjandi tímum. Þar hafa allir unnið sem einn maður að úrlausn mála sem snúið hafa að landbúnaði í heild sinni. Verkefnin hafa verið fjölbreytt og snerta allar búgreinar, svo sem málefni einstakra bænda, verkefni sláturhúsa, afleysingaþjón- ustu, leiðbeiningar til bænda um umgengni á búum og svo mætti lengi telja. Einnig vil ég þakka bændum fyrir ábyrgð í rekstri sinna búa þar sem um frumframleiðslu er að ræða og nauðsyn okkar að sinna fæðuöryggi á þessum undarlegu tímum. Útfærsla félagsgjalda Talsverð umræða hefur verið um aðildargjald að Bændasamtökum Íslands, en tillaga að veltu- tengdu gjaldi var samþykkt af Búnaðarþingi sem haldið var í byrjun marsmánaðar. Stjórn ræddi næstu skref á grundvelli samþykktar þingsins á fyrsta stjórnarfundi sínum þann 12. mars. Þar var rætt um tillögu Búnaðarþings þar sem því var vísað til stjórnar að útfæra breytt fyrirkomulag félagskerfis Bændasamtakanna til næstu ára. Á næsta fundi á eftir átti að ræða útfærslur á aðkomu bænda að Búnaðarþingi og atkvæða- vægi á grundvelli veltu og annarra ákvæða sem unnið var að í aðdraganda þingsins. En ýmislegt breyttist í störfum og áherslum með samkomubanninu. Þetta var eitt af því sem því miður þurfti að fresta en vinna hefur verið sett í gang á ný þar sem við höfum heldur rýmri tíma til að sinna öðru en COVID-19. Það er von okkar að tillögur verði formaðar nú í byrjun sumars og í framhaldinu kynntar fyrir bændum. Stöndum vörð um hagsmuni bænda Stjórn Bændasamtakanna hefur ekki aðrar forsendur til innheimtu félagsgjalds en þær sem samþykktar voru á Búnaðarþingi til að reka Bændasamtökin. Síðan er vinnan eftir við að útfæra atkvæðavægi og skilgreiningu á öllum aðildarfélögum innan Bændasamtakanna. Nauðsynlegt er að einfalda fyrirkomulagið. Í mínum huga felst mikill mannauður í þeim starfsmönnum sem vinna nú þegar hjá BÍ og hinum ýmsu búgreinafélögum og er mikilvægt að skoða hvernig við nýtum þá sem best. Sama á við um fjármuni sem fara í rekstur, bæði hjá búgreinafélögunum og hjá Bændasamtökunum. Ef við sem bændur höfum ekki efni á að reka eigin hagsmunagæslu þá veit ég ekki hver á að standa straum af henni. Bændasamtökin eru ekki fyrir stjórn samtakanna heldur fyrir bændur á Íslandi. Bændasamtökin bera mikla ábyrgð á lagalegum grunni og fer til dæmis með samningsumboð fyrir hönd bænda við gerð búvörusamninga. Mér hefur þótt umræðan vera á þeim grunni að það skipti litlu máli. Ég vil hvetja bændur til að standa vörð um eigin hags- muni og verða aðilar að Bændasamtökunum, efla þau frekar en hitt og stefna bjartsýn inn í framtíðina. Enn og aftur vil ég hvetja bændur til að skrá sig inn á Bændatorgið og uppfæra sína félagsaðild svo við í sameiningu getum rekið öfluga hagsmunabaráttu fyrir bændur í landinu. Við þurfum sterkt landbúnaðarráðuneyti Annað baráttumál bænda er að endur- heimta landbúnaðarráðuneytið sem eftir nokkra snúninga á síðustu árum heitir nú atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Í mínum huga finnst mér þessi mikilvæga atvinnugrein fá lítið vægi innan núverandi fyrirkomulags. Það er eitt af því sem við verðum að taka samtal um við ríkisvaldið. Þar þurfum við að horfa til allra mála. Ein spurningin er af hverju skógræktin er vistuð í umhverfisráðuneytinu. Hún á miklu frekar heima innan landbúnaðarráðuneytisins ásamt öðrum málefnum sem snúa beint að bændum. Matvælasjóður í burðarliðnum Mikil tækifæri eru í nýstofnuðum Matvæla- sjóði fyrir íslenskan landbúnað. Talsverð vinna er eftir við útfærslu hins nýja sjóðs, m.a. að móta reglur og aðra umgjörð. Ég hvet bændur til að fylgjast með þegar auglýst verður eftir umsóknum í sjóðinn sem verður vonandi seinna í sumar. Með sjóðnum opnast ýmis tækifæri til nýsköpunar í landbúnaði og framþróunar á öllum sviðum matvælafram- leiðslunnar. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.900 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 5.450 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Heimsfaraldur vegna COVID-19 hefur kostað yfir 250 þúsund mannslíf á heims- vísu. Vegna skilvirkra aðgerða gegn far- aldrinum á Íslandi hefur tekist að halda dánartölunni hlutfallslega lægri hér á landi en þekkist í flestum öðrum löndum. Þrátt fyrir þá ógn sem af faraldrinum stafar, þá hafa viðbrögð við honum sýnt að stjórnsýslan m.a. á Íslandi þarf ekki að vera eins þunglamaleg og óskilvirk og viðgengist hefur. Stjórnkerfi og stjórnarhættir í vestrænum lýðræðisríkjum hafa stöðugt verið að þróast í átt til aukins skrifræðis. Um leið hefur raunverulegt vald verið að færast frá lög- lega kjörnum fulltrúum löggjafarþinga til opinberra embættismanna. Ýktasta dæmið um þetta er trúlega Evrópusambandið. Fjölmargir stjórnmálamenn og fræðimenn hafa bent á þessa þróun áratugum saman, en á það virðist lítið hlustað. Flækjustigið verður bara stöðugt meira og stjórnsýslan, sem vinnur samkvæmt lögum og stöðugt flóknara reglugerðarfargani, sem oftast er samið af embættismönnum, verður sífellt óskilvirkari. Fjölmargir þingmenn sem hætt hafa þingmennsku hafa bent á óskilvirkni þings- ins sem alvarlegan galla í okkar stjórnkerfi. Nú síðast Þorsteinn Víglundsson, þingmað- ur Viðreisnar, í viðtali við Fréttablaðið. „Alþingi er sennilega óskilvirkasti vinnustaður sem ég hef unnið á. Ég tek það þó fram að skilvirkni er ekkert endilega sá mælikvarði á gæðin sem við notum fyrst, en það er engu að síður margt sem mætti bæta,“ sagði Þorsteinn. Þór Saari, fyrrver- andi alþingismaður, er líka einn þeirra sem bent hefur ítrekað á þessa vankanta í okkar stjórnkerfi og fleiri mætti nefna. Talandi um skilvirkni er stórfurðulegt að enn skuli viðgangast að þingmál sem ekki ná í gegn á vorþingum séu þurrkuð út. Oft er búið að eyða mikilli vinnu í þessi mál. Til að nýta það vinnuframlag væri eðlilegast að málin væru tekin upp strax á haustþingi. Þarna er óskapleg sóun á tíma og peningum og almenningi sendur reikningurinn. Af ummælum þingmanna má greinilega ráða að brýn þörf sé á að endurskipuleggja vinnubrögðin á Alþingi. Heimsfaraldur vegna COVID-19 ætti að hafa kennt mönnum að breytt vinnulag eru engin geimvísindi. Það sýna t.d. skjót viðbrögð ríkisstjórnar og stjórnkerfisins alls þegar á þurfti að halda vegna faraldursins. Öllum til undrunar virtist þá vera hægt að stíga yfir nær ókleifa þröskulda í kerfinu við ákvarðanatöku með örskömmum fyrirvara um risaútgjöld ríkisins. Útgjöldum sem engin dæmi eru um frá stofnun íslenska lýðveldisins. Fyrst hægt er að afgreiða slík risamál á örskotsstundu, hvað er því þá til fyrirstöðu að þingmenn setjist niður og ákveði að fara í gagngera uppstokkun á öllu stjórnkerfinu á Íslandi og verkferlum innan stofnana? Er það t.d. eðlilegt að vegalagning á Vestfjörðum dragist áratugum saman vegna kerfis sem búið er að koma á, og gerir félagasamtökum kleift að halda málinu í gíslingu með endalausum kærum á kostnað ríkisins? Þykir fólki virkilega eðlilegt að hags- munir íbúa heils landshluta í samgöngumál- um séu fótum troðnir af félagsamtökum sem styrkt eru af ríkinu, til að verja hagsmuni fjársterkra eignamanna – gegn hagsmunum íbúa og kjörinna fulltrúa þeirra. Líka gegn lögmætum framkvæmdum ríkisfyrirtækis? Er ekkert skrítið við það að Ríkis endur- skoðun skuli ekki vera búin fyrir löngu að fara í saumana á því hvað slíkur áratuga leikaraskapur er búinn að kosta þjóðina í beinhörðum peningum – svo ekki sé talað um mannslíf? /HKr. Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 ÍSLAND ER LAND ÞITT Gjögur er fornfræg veiðistöð í norðanverðum Reykjarfirði í Árneshreppi á Ströndum. Þar var vísir að þorpi á 20. öld. Nú býr þar enginn lengur allt árið, en nokkuð er um að fólk hafi þar sumardvöl. Gjögur er utan við Sætrafjall á Reykjanesi, milli Trékyllisvíkur og Reykjarfjarðar. Þar var fræg hákarlaveiðistöð á síðustu öld og margir voru þar í verbúðum yfir veiðitímabilið. Gengu þá oft þaðan 15–18 opin skip til hákarlaveiða samtímis og voru 7–11 menn á hverju skipi. Mynd / Hörður Kristjánsson Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is Kerfisvandi Rekum öfluga hagsmunabaráttu fyrir bændur í landinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.