Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 202018 Opnað verður fyrir skráningu á kynbótasýningar vorsins nú í byrjun maí og verður það nánar auglýst á heimasíðu RML. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML www. rml.is en á forsíðunni er flýti- hnappur sem skráð er í gegnum. Að þessu sinni er sett í loftið nýtt skráningakerfi og vonum við að það reynist vel. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Í töflunni hér að neðan má sjá síðasta skráningardag á hverja sýn- ingu en skráningu þarf að vera lokið á miðnætti þess dags. Ef sýning fyllist lokast sjálfkrafa á sýninguna þó svo skráningarfrestur sé ekki útrunninn. Eigandi/umráðamaður hrossins verður þá að velja aðra sýn- ingu. Til að fá aðstoð er hægt að hringja í síma 516-5000, eða senda tölvupóst á netföngin halla@rml og hross@rml.is. Við bendum á að utan dagvinnutíma eru starfsmenn RML ekki til staðar til að svara síma eða tölvupósti og því hvetjum við eigendur/umráðamenn til að hafa tímann fyrir sér frekar en hitt þegar kemur að skráningum á sýningarnar. Í ljósi óvenjulegs ástands munum við bregðast við og fækka dögum á sýningum ef skráningar eru færri en búist er við og sameina sýningar ef þess gerist þörf. Sýning verður ekki haldin nema lágmarks- fjöldi skráninga náist sem eru 30 hross. Gerð er undantekning á þessu fyrir sýninguna á Stekkhólma á Fljótsdalshéraði en þar verða að nást 15 skráningar svo sýning verði haldin. Í töflu hér á síðunni má sjá sýningar vorsins og hvenær er síð- asti skráningar- og greiðsludagur. Allar upplýsingar um röðun niður á daga munu birtast á heima- síðunni www.rml.is, þegar þær eru tilbúnar sem verður nokkrum dögum fyrir sýningu. Sýningargjöld og fleira Verð fyrir fullnaðardóm er 28.500 kr. en fyrir byggingadóm/hæfileika- dóm 21.900 kr. Ganga þarf frá greiðslu um leið og hrossið er skráð. Hægt er að greiða með debet- eða kreditkortum, ekki er hægt að greiða með millifærslu. Um leið og hrossið hefur verið skráð birtist það strax inn á viðkomandi sýningu. Ef það gerist ekki er rétt að kanna hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis við skráninguna. Aðeins þau hross sem hlotið hafa fullnaðardóm á sama sýningarári er hægt að skrá eingöngu í reiðdóm. Endurgreiðslur á sýningargjöld- um koma því aðeins til greina ef forföll eru tilkynnt fyrir kl. 16:00 síðasta virka dag fyrir upphaf sýn- ingarviku í síma 516-5000 en einnig er hægt að senda tölvupóst á net- fangið hross@rml.is. Endurgreitt er 15.000 kr. fyrir hross sem skráð hefur verið í fullnaðardóm og 12.000 kr. fyrir hross sem hefur verið skráð í sköpulags- eða hæfileikadóm. Slasist hross eftir að sýning hefst er sama hlutfall endurgreitt gegn læknisvottorði. Endurgreiðslukrafa vegna slas- aðra hrossa þarf að hafa borist fyrir 1. júlí. Skipti knapi út hrossi í sýn- ingu og velji að sýna annað hross en það sem skráð er, ber sá hinn sami fulla ábyrgð gagnvart þeim sem greiddi fyrir plássið. Greiðsla fyrir það hross sem skipt var út verður notuð til greiðslu á hrossinu sem kom í staðinn. Minnum á eftirfarandi: • Ekki er hægt að skrá hryssur eða geldinga til sýningar nema búið sé að taka úr þeim stroksýni til DNA-greiningar og staðfesting á því liggi fyrir í WF. • Allir stóðhestar verða að vera DNA greindir svo og foreldrar þeirra. • Úr öllum stóðhestum fimm vetra og eldri þarf að liggja fyrir í WF að búið sé að taka blóðsýni og röntgenmynda vegna spatts. • Ekki er hægt að skrá hross á kynbótasýningu nema þau séu örmerkt • Ef örmerki finnst ekki í hrossi sem mætir til dóms ber að örmerkja það á staðnum og taka stroksýni úr nös til DNA- greiningar á ætterni, með þeim kostnaði sem af því hlýst fyrir eiganda/forráðamann. Örmerki og DNA-sýni þurfa ávallt að fylgjast að. Ekki er hægt að skrá hross til sýn- ingar nema ofantaldar kröfur séu uppfylltar. Hrossum, sem koma inn á sýningu í stað annarra skráðra hrossa og uppfylla ekki þessi skilyrði, verður vísað frá sýningu strax hjá mælingarmanni án undantekninga. Nánari upplýsingar um reglur og annað sem viðkemur kynbótasýning- um má finna á heimasíðunni www. rml.is eða hringja í síma 516-5000 hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðar- ins. Einnig er hægt að senda tölvu- póst á netfangið hross@rml.is. HROSS&HESTAMENNSKA Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 PICHON HAUGHRÆRUR NÝTT! NÝTT! Álrammar með neti fyrir glugga og dyraop • Sérsniðið að þínum þörfum • Þú setur saman eða við gerum það fyrir þig • Val um net • Val um lamir eða segulfestingar LÚSMÝNET SKORDÝRANET GÆLUDÝRANET MÚSANET FRJÓKORNANET Auðbrekka 6 · Kópavogi · Sími: 696 4000 www.glugganet.is · glugganet@glugganet.is Skráningar á kynbótasýningar vorsins Halla Eygló Sveinsdóttir ráðunautur, Búfjárræktar- og þjónustusvið halla@rml.is Loka skráningar- Dags. Staður og greiðsludagur 25.5- 29.5 Sörlastaðir Hafnarfirði I föstudagur 15. maí 25.5- 29.5 Brávellir, Selfossi föstudagur 15. maí 25.5- 29.5 Akureyri föstudagur 15. maí 02.6- 03.6 Fljótsdalshérað, Stekkhólmi föstudagur 22. maí 02.6- 05.6 Sprettur, Kópavogi föstudagur 22. maí 02.6- 05.6 Gaddstaðaflatir, Hellu I föstudagur 22. maí 08.6- 12.6 Gaddstaðaflatir, Hellu II föstudagur 22. maí 08.6- 12.6 Hólar, Hjaltadal I föstudagur 22. maí 08.6- 12.6 Sörlastaðir Hafnarfirði II föstudagur 22. maí 15.6- 19.6 Sörlastaðir Hafnarfirði III föstudagur 22 maí 15.6- 19.6 Hólar, Hjaltadal II föstudagur 22. maí 15.6- 19.6 Gaddstaðaflatir, Hellu III föstudagur 22. maí 15.6- 19.6 Víðidalur, Reykjavík föstudagur 22. maí Sýningar vorsins og síðasti skráningar- og greiðsludagur Af heimasíður RML er auðvelt að skrá hross til sýningar. Meiri hrossaútflutningur á fyrri hluta ársins 2020 en í áratug – Flutt voru út 494 hross sem er 70 fleiri en á sama tímabili í fyrra Á fyrsta ársfjórðungi 2020 voru 494 hross flutt úr landi, eða 70 fleiri en á sama tímabili í fyrra. Það er 17% aukning samkvæmt fréttatilkynningu Horses of Iceland. Þá voru fleiri hross flutt út fyrstu þrjá mánuði ársins 2020 en á sama tímabili nokkurt annað ár síðastliðinn áratug. Kemur þessi góði árangur í útflutningi á íslenskum hrossum í kjölfar mikils útflutnings á síðasta ári. Árið 2019 var besta árið í hrossa- útflutningi í níu ár. Fólk getur keypt hross frá Íslandi og látið flytja þau nánast hvert sem er, þrátt fyrir ferðatakmarkanir sökum COVID-19 faraldursins. Árið 2019 var besta árið í hrossa- útflutningi í níu ár, en þá voru 1509 hross flutt úr landi, fleiri hross en nokkuð annað ár síðasta áratug að 2010 undanskildu. Að meðaltali er verðmæti útfluttra hrossa um einn milljarður á ári. Í fyrra – og einnig árin á undan. Fóru langflest hross, eða 640, til Þýskalands. Þar á eftir kom Svíþjóð með 224 hross og Danmörk með 172 hross. Horses of Iceland hefur einmitt haft þessa markaði í forgangi í sínu markaðsstarfi, auk þess að sækja á aðra og nýja markaði. Á fyrsta ársfjórðungi 2020 voru 494 hross flutt úr landi: 169 í jan- úar, 157 í febrúar og 168 í mars. Í tölunum frá mars 2020 eru 27 hross sem flutt voru út í rannsóknarskyni. Samanlagt eru þetta 70 fleiri hross en flutt voru út á fyrsta ársfjórðungi 2019, eða 17% aukning milli ára. Árið 2019 voru 424 hross flutt úr landi á fyrstu þrem mánuðunum. Það voru 120 í janúar, 132 í febrúar og 172 í mars. Þetta kemur fram í samantekt frá WorldFeng, uppruna- ættbók íslenska hestsins. „Fínt að gera“ „Það hefur verið fínt að gera,“ stað- festir Eysteinn Leifsson hjá Export Hestum. „Það er klárt mál að Horses of Iceland hjálpar gríðarlega mikið til við að vekja athygli á hestinum á heimsvísu. Þetta er verðmætt, að vera í sameiginlegu markaðsátaki. Ein og sér hefðum við [hagsmunaaðilar] ekki þetta afl eða þennan sýnileika sem Horses of Iceland hefur sannar- lega veitt okkur,“ segir Eysteinn. „Við sjáum líka hvað fólk fylgist mikið með – hvað verkefnið hefur marga fylgjendur á samfélagsmiðl- um – sem styður við markaðsstarfið. Auk þess er farið á sýningar. Allt er gert á faglegan og flottan hátt.“ Horses of Iceland Markaðsverkefnið Horses of Iceland var stofnsett árið 2015 til að auka verðmætasköpun í tengslum við ís- lenska hestinn, styrkja ímynd hans í vitund fólks um allan heim og byggja upp sterkt vörumerki, Horses of Iceland. Íslandsstofa sér um framkvæmd verkefnisins og starfar með verk- efnastjórn sem skipuð er fulltrúum úr hestasamfélaginu, Félagi hrossa- bænda (FHB), Landssambandi hesta- mannafélaga (LH), Félagi tamninga- manna (FT), auk útflutningsaðila og fulltrúa frá atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneyti, mennta- og menn- ingarmálaráðuneyti og Samtökum ferðaþjónustunnar. Þann 2. apríl síðastliðinn var sam- starfssamningur Horses of Iceland og íslenska ríkisins formlega fram- lengdur um 18 mánuði. /HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.