Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 202012 FRÉTTIR 8 M ÍNÚ TUR 3 MÍNÚTUR 7 MÍ NÚT UR 3 MÍNÚTUR 15 M ÍN ÚT UR 2 M ÍN ÚT UR 3 M ÍN ÚT UR M IÐBÆ RINN VERSLANIR BÍÓHÚS LYSTIGARÐURINN KAFFIHÚS HL ÍÐ AR FJ AL L VE IT IN GA RS TA ÐU R HE IM AV IST MA OG VMA Á AKUREYRI SUND RÆKTIN ÍÞRÓTTAHÚS NÁNARI UPPLÝSINGAR OG UMSÓKNIR HEIMAVIST.IS FRAMHALDSSKÓLANEMENDUR ALLS STAÐAR AÐ AF LANDINU Heimavist MA og VMA Frá handverkshátíð á Hrafnagili í Eyjafirði. Mynd / HKr. Hrafnagil í Eyjafirði: Handverkshátíðinni frestað um eitt ár Handverkshátíðin í Eyjafjarðar­ sveit hefur verið haldin á hverju ári síðastliðin 28 ár. Hátíðina sækja árlega 10–15 þúsund gestir og eru sýnendur yfir 100 talsins. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu hefur stjórn Handverkshátíðarinnar í samvinnu við aðildarfélög ákveðið að fresta hátíðinni fram til ársins 2021. Ákvörðunin var tekin að vel ígrunduðu máli í samráði við helstu samstarfsaðila að því er fram kemur í tilkynningu. Enn fremur að ákvörðunin hafi verið erfið en nauðsynleg í ljósi aðstæðna vegna COVID-19 faraldursins og útgef- inna leiðbeininga um samkomur. „Á hverju ári koma margir að uppsetningu Handverkshátíðarinnar og lítur stjórn svo á að það sé hennar ábyrgð og skylda að hlýða settum reglum og vernda starfs- menn sína, gesti og þátttakend- ur og koma í veg fyrir enn frek- ari smit í samfélaginu með því að fresta Handverkshátíðinni til næsta árs,“ segir í tilkynningu vegna frestunar Handverkshátíðar. Handverkshátíðin er ein helsta fjár- öflun ýmissa félaga í Eyjafjarðar- sveit og hafa félagsmenn lagt á sig mikla og óeigingjarna sjálf- boðavinnu í þágu samfélagsins í gegnum árin til að halda frábæra Handverkshátíð. Þeir sem sóttu um og höfðu fengið pláss á hátíðinni sem vera átti í sumar eru hvattir til að senda inn umsókn fyrir hátíðina sem haldin verður dag- ana 5.–8. ágúst 2021. /MÞÞ Prjónagleði frestað – en efnt til prjónasamkeppni um höfuðfat Ákveðið hefur verið að fresta Prjónagleðinni sem fram fer á vegum Textílsetursins á Blöndu ósi um eitt ár og verð­ ur hún haldin dagana 11.–13. júní 2021. Ástæða frestunar er ástandið vegna COVID­19 far­ aldursins. Til að viðhalda sköpunar- og prjónagleðinni á meðan efnir Textílsetrið til prjónasamkeppni þar sem verkefnið er höfuðfat og þemað er Blanda – Jökulsá í Austur-Húnavatnssýslu. Samkeppnin fer þannig fram að þátttakendur senda myndir og upplýsingar um höfuðfatið og verða þær birtar á Facebook-síðu Prjónagleðinnar. Gestir síðunnar kjósa sitt uppáhaldshöfuðfat í fram- haldinu og þeir vinna sem fá flest stig. Verðlaun verða veittir fyrir þrjú efstu sætin og horft til frumlegustu og bestu útfærslunnar. /MÞÞ Sameiningarmál í Austur-Húnavatnssýslu: Ákvörðun um sameiningarviðræður hefur verið frestað fram á haust Ákvörðun um formlegar samein­ ingarviðræður fjögurra sveitar­ félaga í Austur­Húnavatnssýslu verður tekin í september. Upphaflega var gert ráð fyrir að sveitarstjórnirnar tækju ákvörðun um slíkt í lok aprílmánaðar eða í byrjun maí. Vegna heimsfaraldurs COVID-19 hefur verið ákveðið að gera breytingar á tímalínu verkefn- isins. Nú er gert ráð fyrir að ráðgjafar kynni niðurstöður greininga og tillögur á fundi sameiningarnefndar í lok maí eða byrjun júní. Tímasetning þess fundar mun ráðast af þróun samkomubanns. Sameiningarnefndin mun svo móta áherslumál og verkefni í sumar og eiga samráð við þingmenn og ríkisstjórn. Um miðjan ágúst er svo gert ráð fyrir að nefndin fjalli um tillögu um hvort hefja skuli formlegar sameiningarviðræður og í september er áætlað að sveitarstjórnir afgreiði tillöguna. Þetta kemur fram á vefnum huni.is. Akrahreppur ekki með Akrahreppur í Skagafirði hafnaði boði frá sameiningarnefnd Austur- Húnavatnssýslu, en hún hafði sent erindi til hreppsins og óskað eftir því að sveitarstjórn Akrahrepps taki afstöðu til þess hvort hún hafi áhuga á þátttöku í sameiningarviðræðum með sveitarfélögum í sýslunni. Þakkaði Akrahreppur boðið og óskaði Austur-Húnvetningum góðs gengis í þeim sameiningarviðræðum sem fram undan eru. /MÞÞ Góð áburðarsala: Einhverjar tafir á afgreiðslunni ytra hjá sumum áburðarsölum Þegar land lifnar við að vori huga bændur að sinni áburðardreifingu – og hafa margir þeirra valið og keypt sinn áburð fyrir allnokkru síðan. Að einhverju leyti virðast áburðarsalar hafa keypt inn sínar áburðartegundir áður en íslenska krónan veiktist verulega en óhjá­ kvæmilega hefur einhver hækkun orðið vegna stöðugrar veikingar hennar frá áramótum. Einhverjar tafir eru á afgreiðslu ytra. Svo virðist sem sala á áburði hafi verið mjög góð í vor, en ein- hver brögð eru að töfum á afgreiðslu áburðar frá birgjum ytra vegna áhrifa af COVID-19 faraldrinum. Sigurður Sigurðsson hjá Fóður- blöndunni segir að salan hjá þeim hafi gengið mjög vel. „Við birtum okkar verðskrá í janúar og þegar krónan fór að gefa eftir var búið að selja megnið af áburðinum,“ segir hann. Vandræði með mönnun í áburðarverksmiðju Jóhannes Baldvin Jónsson hjá Líflandi segir að fyrirtækið hafi staðið frammi fyrir seinkun á komu áburðar vegna vandræða með mönnun í áburðarverksmiðju ytra. „Sú seinkun mun þó ekki koma að teljandi sök, viðskiptavinum er haldið upplýstum og áburðurinn mun skila sér til viðskiptavina á næstu vikum. Talsverðar hækkanir hafa orðið á áburðinum vegna veikingar á gengi krónunnar,“ segir hann. „Salan hjá Skeljungi hefur verið góð þetta árið, stefnir í 10.500 tonn,“ segir Lúðvík Bergmann. „Sem betur fer vorum við búin að greiða stærsta hluta þess áburðar sem við flytjum inn. Hvað COVID-19 varðar þá varð aðeins töf á afgreiðslu skipa erlend- is en það hefur alveg sloppið til að mestu.“ Sala umtalsvert meiri í ár „Sala á Yara áburði hefur gengið vel um allt land. Búið er að selja umtalsvert meira af Yara áburði í ár en í fyrra,“ segir Elías Hartmann Hreinsson hjá Sláturfélagi Suður- lands (SS). „Útkeyrsla á áburði er hafin fyrir nokkru og gengur vel. SS býr að góðri aðstöðu fyrir áburð í Þorlákshöfn en þar hefur félagið um 3.500 fermetra vöruhús sem rúma allt að 9.000 tonn af áburði. Innflutningur á áburði til Þorlákshafnar var því hafinn mjög snemma árs sem mildar meðal annars áhrif gengisbreytinga sem hafa verið miklar að undanförnu. SS leggur áherslu á að eiga ávallt til birgðir af áburði um allt land til að þjónusta vel kaupendur á Yara áburði,“ segir Elías. Einar Guðmundsson hjá Búvís segir stöðuna hjá þeim svipaða og í fyrra. „Vorið er að koma á fullu þessa dagana, virðist já vera örlítið seinna á ferðinni fyrir norðan en sunnan heiða. Við vorum ekki búnir að kaupa allan áburð áður en krónan féll og ekki búnir að greiða alla erlenda kostnaðarliði,“ segir Einar. /smh BÍ mæla með að bændur takmarki gestakomur á bú sín: Sveitaheimsóknir á tímum veirufaraldurs Um árabil hafa bændur boðið upp á sveitaheimsóknir á vorin. Þúsundir leikskólabarna og grunnskólanemenda hafa farið í vorferðir með foreldrum og kennurum og heimsótt bæi undir merkjum Opins landbúnaðar. Þá hafa ferðaskrifstofur skipulagt heimsóknir á bú fyrir erlenda ferðamenn og Íslendingar hafa verið duglegir að nýta sér ýmsa þjónustu og afþreyingu sem er í boði hjá bændum. Vegna COVID-19 faraldursins eru breyttar forsendur fyrir heimsóknum í sveitina. Þann 13. mars sl. gáfu Bændasamtök Íslands út tilmæli til bænda þar sem þau mæltu með því að heimsóknir á bú og samgangur á milli fólks væri í algjöru lágmarki. Þessar ráðstafanir voru gerðar til að sporna við veirusmiti á milli manna og tryggja hnökralausa búvöruframleiðslu. Nú þegar faraldurinn er í rénun hafa borist fyrirspurnir til BÍ hvort sveitaheimsóknir barna verði á dag- skrá í vor. Samtökin mæla með því að bændur, sem stunda búvörufram- leiðslu, viðhafi áfram smitgát og takmarki gestakomur á bú sín eins og kostur er. Aðstæður eru misjafnar og á einhverjum búum er hægt að taka á móti gestum, t.d. þar sem búvöruframleiðsla er í lágmarki eða skipulag með þeim hætti að heimilisfólk treystir sér til að taka á móti hópum. Í þeim tilvikum eru bændur hvattir til að fara að þeim reglum sem gilda um heimsóknir hópa eftir breytingar á samkomubanni 4. maí sl. Engar takmarkanir eru á samveru skólabarna en á mannamótum þarf að tryggja að nánd á milli fullorðinna (eldri en 16 ára) sé yfir tveir metrar. Fólk er áfram hvatt til þess að stunda handþvott, nota spritthreinsi eftir atvikum og viðhafa almennar smitvarnir. /TB Mikill fjöldi barna hefur í gegnum tíðina heimsótt bændur á vorin. Vegna kórónuveirufaraldursins eru breyttar forsendur fyrir heimsóknum. Mynd /bbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.