Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 51

Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 51
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 2020 51 sig. Útreikningar félagsins sýna að um 43% losunar verður til við meltingu, um 10% frá mykjunni, um 35% við fóðurframleiðsluna, um 7% vegna orkunotkunar og um 5% losunarinnar kemur annars staðar frá. Á móti kemur að nærri 10% binding verður að jafnaði á kúabúum sem leggja inn hjá fé- laginu vegna kolefnisbindingar í skógrækt. Arla áætlar að árið 2030 verði heildarlosun kúabúanna sem leggja inn hjá félaginu komin í að jafnaði 0,81 kg CO2/kg orkuleið- réttrar mjólkur en í dag er meðal- losunin 1,13 kg Geta dregið verulega úr metanlosun Danir hafa lagt mikla áherslu á rannsóknir á sótspori landbúnaðar undanfarin ár og ný rannsókn, sem greint var frá í einu erindanna, sýndi að hægt er að draga verulega úr metanlosun vegna meltingar kúa en þar sem losun á metan við meltingu er lang stærsti skýringarþáttur sótspors kúabúa þá hafa margar rannsóknir verið gerðar á því hvernig megi draga úr þessari losun s.s. með því að blanda þangi eða nítrati við fóðrið, gefa kúnum hvítlauk og óregano, fitubæta fóðrið með fitu úr repju og margt fleira mætti nefna. Geta minnkað losun um 40% Gerðar hafa verið ótal tilraunir og nú liggja fyrir fyrstu niðurstöður sem virðast lofa allgóðu. Þannig hefur vísindamönnum tekist að draga úr metanlosun kúnna um 40% án þess að það hafi bitnað á áti eða mjólkurframleiðslu. Það sem bændum er nú ráðlagt að gera er að fitubæta fóðrið þar sem fitan bindur vetni þegar hún mettast og þar með hverfur hluti af hráefn- inu sem annars myndar metan. Þá má blanda nítrati út í fóðrið sem gerir svipað og fitan, þ.e. bindur vetni. Að síðustu hafa tilraunir með efni sem heitir 3-NOP, sem er sérstaklega framleitt til að draga úr metanlosun kúa, gefið einkar góða raun en efnið byggir á nítroxýprópanóli. Þetta efni kemur í veg fyrir myndun met- ans í vömb kúnna og þó ekki sé gefið nema um 2 grömm af efn- inu á dag þá sýna tilraunir Dana að metanlosun kúnna verður um 30% minni en ella! Aðal vanda- málið við að blanda þessu efni í fóður kúnna er að ná að dreifa svona litlu magni jafnt í fóðrið hjá kúnum. Þegar allt að framan er skoðað mæla danskir ráðunautar með því að fara blöndunarleið þ.e. bæði bæta við fitu, blanda nítrati í fóðrið og einnig 3-NOP. Nýta landið vel Tvö erindi fjölluðu um uppskeru- mál og samhengi við sótsporið og þar kom fram að þó svo að bæði ræktun á fóðurmaís eða fóður- rófum væri betra, umhverfislega séð, en ræktun á grasi fyrir mjólk- urkýr þá væri munurinn það lítill að uppskerumagnið af hverjum hektara væri í raun þýðingarmeira. Með öðrum orðum að til þess að draga úr umhverfisáhrifum rækt- arlandsins væri mikilvægast að fá væna og nýtanlega uppskeru . 7. Neytenda og heilsumál Það er nýlunda á þessu fagþingi að vera með málstofu sem nær til neytendamála en skýringin á því felst m.a. í nýju merkingarkerfi mjólkurvara í Danmörku s.k. hjartamerk-ingu en þetta er opinbert merkingakerfi sem bændur geta fengið á bú sín ef þeir ganga lengra varðandi aðbúnað og dýravelferð en hefðbundin lágmörk laga og reglugerða gera ráð fyrir. Í þessari málstofu voru flutt sjö erindi en flest þeirra voru mjög sérhæfð fyrir danskar aðstæður, sérstaklega erindi er varða heilbrigðismál. Það sem sneri að neytendamálum var hið nýja merkingarkerfi sem nær til þriggja hjarta og fá þá kúabúin, eftir úttekt, 1-3 hjörtu eftir því hvernig þau standa sig en áður hefur verið fjallað um þetta kerfi í Bændablaðinu. Ganga lengra Í dag eru í þessu kerfi innan við 1000 dönsk kúabú og flest þeirra eru í nautakjötsframleiðslu eða blandaðri framleiðslu en ekki nema rúmlega 20 kúabú í mjólk- urframleiðslu hafa hlotið hjarta- vottun. Skýringin felst m.a. í kröfum kerfisins en nefna má að til að fá úthlutað þremur hjörtum þarf kálfurinn að ganga undir kúnni í amk. 12 vikur svo dæmi sé tekið. Kerfið í heild sinni er alls ekki hafið yfir gagnrýni en er skref í þá átt að geta umbunað þeim bændum sem eru tilbúnir að ganga lengra en hefðbundið er, án þess þó að breyta búskap sínum t.d. í lífrænt vottaða framleiðslu. Áhugasömum um þetta kerfi má benda á heimasíðuna www.bedredyrevelfærd.dk. Sjúkrastíur eru ekki burðarstíur Annað áhugavert erindi í mál- stofunni fjallaði um mikilvægi þess að vera með sjúkrastíu á kúabúum og reynslu Dana af slíkri aðstöðu. Áður fyrr voru burðarstíur notaðar líka sem sjúkrastíur en það er liðin tíð og í dag eru þetta aðskild svæði enda má alls ekki setja saman kýr komnar að burði og veikar kýr. Reynsla danskra kúabænda af sjúkrastíum er almennt góð enda eru sjúkir gripir þá ekki innan um heilbrigða gripi og líkur t.d. á smiti á milli gripa er í lágmarki. Þá er auðveldara að veita þeim eftirlit og aðstoð ef til er sjúkrastía á búinu. Danir mæla með því að sjúkrastíur séu í raun útbúnar líkt og ráðlagt er að útbúa burðarstíu. Munurinn sé bara sá að stíuna má ekki nota fyrir burði! 8. Rekstur Líkt og á við um aðrar málstofur sem hér hefur verið fjallað um þá voru í þessari mál-stofu, sem inni- hélt 9 erindi, mest áhersla lögð á sérhæfðar danskar aðstæður s.s. hvernig þarlendir bændur eiga að bregðast við breytingum á lagaumhverfi, snúa sér varðandi lífeyrismál nú eða hvernig sé gott að fjárfesta ef reksturinn er að skila nægum afgangi og fleira mætti nefna. Tvö erindi af þessum níu sneru hins vegar beint að því hvernig rekstrarumhverfi kúabúa í dag er að verða meira eða minna stafrænt og hvernig sé hægt að bregðast við því með jákvæðum hætti. Allt á einum stað Í dag eru það ekki einungis skýrsluhaldsupplýsingar sem eru stafrænar heldur alls konar aðrar upplýsingar eins og innvigtun mjólkur eða kjöts, fóðurupplýsingar, kvittanir frá birgjum og margt fleira mætti nefna. Þá eru í dag til margskonar snjallsímaforrit, eða öpp, sem margir nýta sér í dag til að auðvelda búskapinn en oft vinna þessi ólíku forrit illa eða ekki saman og það er bagalegt. Nú geta hins vegar danskir bændur meira eða minna fengið allar þessar upplýsignar beint inn á einn stað svo viðkomandi þarf ekki að skrá sig inn á mismunandi stöðum. Það sparar ekki bara tíma heldur gerir einnig öll gögn miklu aðgengilegri og nýtanlegri við að stýra búrekstrinum. Stafrænt skrifborð Það er danska ráðgjafarfyrirtækið SEGES sem hefur þróað þennan vettvang fyrir bændur landsins og byggir kerfið á gömlum grunni þar sem bóndinn skráir sig bara inn á einum stað og þá opnast sjálf- krafa fyrir aðgengi að allskonar gagnagrunnum og kerfum, jafnt frá afurðastöðvum, fyrirtækjum, dýralæknum eða jafnvel bönkum. Segja má að kerfið sé einskonar stafrænt skrifborð bóndans og þarf hann því ekki að nota nema einn stað fyrir allt það sem bóndinn vill gera. Fyrir vikið, vegna þessa sameiginlega vettvangs, er hægt að láta hugbúnað ná í hin og þessi gögn og draga saman í skýrslur og yfirlit til þess að auðvelda búskap- inn til muna. 9–10. Erlendir starfsmenn og dönsk kúakyn Síðustu tvær málstofurnar sneru báðar að sérhæfðum dönskum aðstæðum. Sú níunda um það hvernig danskir bændur geta auðveldað erlendum starfsmönnum að takast á við störf sín og sú tíunda fjallaði sérstaklega að ræktun danskra kúa þ.e. Jersey, Rauðar danskar og Holstein. Vegna sérstöðu þessara málstofa verður ekki vikið sérstaklega að þeim í þessari umfjöllun. Umfjöllun um þetta áhuga- verða danska fagþing lýkur hér með en þess má geta að hægt er að skoða og hlaða niður öllum erindum af fagþinginu með því að fara inn á upplýsingasíðu danska landbúnaðarins www.landbrugs- info.dk. Þar þarf svo að velja „Kvæg“ (þ.e. nautgriparækt) og þar undir „Kvægkongressen“ og þá opnast heimasíða fagþings- ins þar sem hægt er að skoða öll erindin með því að smella á „Præsentationer fra kongressen 2020“. Það þarf ótrúlega lítið magn af efninu 3-NOP, ekki nema 2 grömm á dag, til þess að snarminnka metanlosun kúa. KLETTHÁLSI 3 110 REYKJAVÍK S: 540 4900 yamaha.is Utanborðsmótorarnir frá Yamaha eru þekktir fyrir einstök gæði og endingu. Þeir koma í mörgum útfærslum, tvígengis, fjórgengis og rafmagns, allt frá 2,5 upp í 350 hestöfl. Allir eru þeir hlaðnir bestu fáanlegu Yamaha tækni. Stærri, kröftugir fjórgengis utanborðsmótorar fyrir stýri og mæla. F40FET Verð: 950.000 kr. Léttir en öflugir fjórgengis utanborðs- mótorar með handfangi. F25GWH Verð: 659.000 kr. Minni, léttir og meðfærilegir tvígengis, fjórgengis og rafmagns utanborðsmótorar. F2,5 Verð: 269.000 kr. Yamaha á örugglega rétta mótorinn fyrir þig! Kraftur og öryggi fleytir þér alla leið Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.