Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 58

Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 58
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 202058 LESENDABÁS Gyðjur, goðsagnir og hið góða samfélag kvennanna – fyrri hluti Hugmyndir kvenfrelsaranna um gyðjuveldið eða kvenyndissamfé- lagið, þ.e. um söguskeið hinnar miklu móður eða hinnar frjáls- bornu konu, eru einkum sóttar til þriggja karla; þýska fornfræðings- ins, Friedrich Wilhelm Eduard Gerhard (1795-1867), svissneska lög- og fornfræðingsins Johann Jakob Bachofen (1815-1887) og þýska heimspekingsins, Friedrich Engels (1820-1895). Friðrík Vilhelm setti fyrstur manna fram þá hugmynd, að fornar gyðjur ættu allar ættir sínar að rekja til einnar ævafornrar gyðjumóður. Í hinu mikla verki sínu, „Móðurréttinum“ (Das Mutterrecht), gerði Johann sér í hugarlund, að samfélög manna hefðu þróast úr svokölluðu móðurveldi, þar sem konur og gyðjur réðu ríkjum. Friðrik útfærði hugmyndina og færði rök fyrir því, að eignarhald karla á fram- leiðslutækjunum hefði valdið synda- fallinu. Þar með festi feðraveldið rætur. Aukin heldur taldi Friðrik, að bylting öreiganna myndi færa konunni frelsun frá veldi feðranna. En það var Marija Gimbutas (Marija Biruté Alseikaité (1821- 1994)) hinn víðkunni og mikilhæfi fornleifa- og mannfræðingur, fædd í Vilnius í Lithaugalandi (Litháen), sem gaf gyðjuhugmyndasmiðunum byr undir báða vængi. María var fjöl- hæfur vísindamaður, m.a.kunn fyrir gyðjurannsóknir sínar, samanteknar í bókinni „Gyðjumenningunni“ (The Civilization of the Goddess), sem út kom árið 1991. Fornleifar og niður- stöður tungumálarannsókna túlkaði hún á þann veg, að í Evrópu hefði ríkt gyðju-, móður- og kvenmiðuð (e.gynocentric, matristic) steina- ldarmenning, sem einkenndist af jafnræði, jöfnuði, kvenvirðingu og friðsemd. Þessi menning var, sam- kvæmt túlkunum hennar, upprætt af herskáum föðurveldis- eða karl- veldisþjóðflokkum (androcratic, patrhiarchal) frá steppunum austan Svartahafs eða hinni fornu Evrópu, sem hún kallar svo. Kenningar Maríu hafa aukið andagift smiðum gyðju- og norna- trúarbragða, þar sem dýrkaður er frjósemismáttur samlyndis- og jafnréttiskvenna í nánu sambandi við hrynjandi náttúrunnar, firrt- ar tortímandi og kúgandi körl- um, sbr. bók Starhawk (Miriam Simos), „Vafningsdansinn: upprisa hinna fornu gyðjutrúarbragða“ (The Spiral Dance. A Rebirth of the Ancient Religion of the Great Goddess). (Starhawk þessi hefur staðið að gerð heimildarmyndar um Maríu, „Tímanna tákn“ (Signs Out of time)). Fyrstu hugleiðingar Maríu um gyðjumenninguna komu út um það leyti, sem önnur bylgja kvenfrelsunar reið yfir (á sjöunda og áttunda áratugi síðustu aldar). Kvenfrelsarar gripu hugmyndir hennar á lofti, enda hent- uðu þær vel spuna þeirra um kúgun karla. Norður-ameríski fornleifa- fræðingurinn og umsjónarmaður safns Maríu, Ernestine Elster, segir: „Það voru kvenfrelsarar, sem í hug- myndum Maríu fundu þá fræði- mennsku, sem þeir vonuðu að styðja mundu hugmyndir þeirra sjálfra um, að Guð væri kona. Maríu var lyft til hæstu hæða af hópi áhugasamra kvenna og karla. Sjálf leit hún aldrei um öxl.“ Vék kvenyndissamfélagið fyrir feðraveldinu? Kvenyndissamfélaginu var sem sé rústað af morðóðum þjóðflokkum að austan og enn var höggvið í sama knérunn, þegar kristni var lögtekin í Rómarveldinu. En, en! Hin forna trú lifði í leynum. Því var það, að kirkjan réðist til atlögu á fjórtándu öldinni til þess að uppræta hina fornu trú endan- lega, segja kvenfrelsararnir. Úr hópi frumherja fyrstu bylgju kvenfrelsunar hafði Matilda Joslyn Gage (1826- 1898) hreyft hugmyndum þess efnis, að kirkjan hefði dulbúið útrýmingu stoltra, sjálfráðra og státinna kvenna sem nornaveiðar á miðöldum. Kvenfrelsarar á borð við Marilyn French (1929-2009), Barbara Ehrenreich (f. 1941), Gloria Steinem (f. 1934) og Deidre English (f. 1948), tóku þessum hugmyndum opnum örmum. Ofangreindir kvenfrelsarar annarrar bylgju telja það sögulega staðreynd, að sjálfstæðar, keikar og klárar konur, hafi verið ofsóttar í gervi norna af evrópsku feðraveldi . En, en! Gyðjuveldið er ævintýri. Sömuleiðis kenningarnar um sér- staka útrýmingu klárra kvenna á miðöldum. Norður-ameríski sagnfræðingur- inn, Charlotte Allen (f. 1941) hefur rýnt í tilurð ofangreindra kvenfrels- unarkenninga og kvendýrkunartrúar- bragða: „[F]ræðimenn eru almennt einhuga um, að hvorki sé stafkrók að finna né fornleifafundi um forn- ar þjóðir, sem nokkurn tímann hafa dýrkað eina frumgerðargyðju.“ Niðurstaða rannsókna á norna- veiðum er þessi, segir Charlotte: „Ákærðar nornir voru langt frá því að vera sjálfstæðar konur með bein í nefinu. Flestar þeirra voru fátækar og óvinsælar. Þær voru dæmigert ákærðar af almennum borgara (oft og tíðum öðrum konum), hvorki veraldlegum eða kirkjulegum yfir- völdum. Satt best að segja þótti yfir- völdum nornaréttarhöldin ógeðfelld og sýknuðu rúmlega helming hinna ákærðu.“ Er móðirin goðsögn? Í bók sinni, „Goðsagnir um móð- urgjörninginn. Hvernig menningin endurskapar hina góðu móður“ (The myths of motherhood: How culture reinvents the good mother), spinnur Shari L. Thurer, sálfræðingur og sál- könnuður, prófessor við háskólann í Boston, áþekkar hugmyndir áfram: „[F]eðraveldið, altæk [alheims] drottnun karla á konum, hefur verið við lýði allar götur síðan [mæðra- veldinu var tortímt].“ Konan varð fórnarlamb: „[F]eðraveldisvaldar- ánið átti sér stað, áður en ritmál kom til sögunnar. Því hefur sérhvert rit öðlast merkingu (refract through the prism) í [mál]vitund karldrottnunar. Því sem næst allur ritaður boðskapur fyrr og síðar, hvort heldur gefinn í skyn eða ógreinilegur (subliminal, liminal), er þrunginn skynbragði feðraveldisins. Allir [karlkyns] heimssöguritarar eru vilhallir. Heimssagan er skrifuð af sjónarhóli sigurvegara kynjastríðsins. Og þar eð feðraveldið er allsráðandi, er tungan og ritmálið gagnsýrt af því, svo að erfitt er að henda á því reiður.“ Móðirin varð líka fórnarlamb: „[Þ]egar framlag þeirra til æxlunar rann upp fyrir körlum og þeir tók tögl og haldir – og höfðu þannig að mestu leyti hönd í bagga með meginstraumi mannkynssögunnar – var móðirin gerð ómennsk. Það er, annað hvort var hún hafin upp til skýjanna (þannig urðu mæður fangar eigin táknupphafningar) eða gerðar að skynlausum skepnum (degraded) (sem litið var á sem undaneldishrys- sur). ... Alveg síðan karldrottnunin [brast á] hefur kynferði [konunnar] verið klofið frá móðerni og líkams- starfsemi. Blæðingar, barnsburður [og] brjóstagjöf hefur þar með verið talin ótilhlýðileg [eða klúr].“ Framhald í næsta tölublaði. Arnar Sverrisson Höfundur er ellilífeyrisþegi og uppgjafarbóndi. Ótilgreindar þýðingar eru hans. Arnar Sverrisson. MENNING&SAGA FISKNYTJAR&NÁTTÚRA Málið varðar Áhættumat erfða- blöndunar sem fyrst var gefið út af Hafrannsóknastofnun árið 2017 og endurskoðað árið 2020. Um 1.000 eldislaxar voru fjar- lægðir úr norskum laxveiðiám á síðasta ári. Tryggja fjárhagslega hagsmuni Áhættumat erfðablöndunar virð- ist ganga út á að tryggja fjárhags- lega hagsmuni laxeldisfyrirtækja í meirihlutaeigu erlendra aðila en hefur mjög takmarkað ef nokkuð með umhverfisvernd að gera. Skv. endurskoðuðu áhættumati á að auka framleiðsluheimildir til eldis á frjóum eldislaxi. Fáir hafa lagt í að stíga fram og gera athugasemdir við Áhættumat erfðablöndunar. Af skiljanlegum ástæðum stíga forustumenn laxeldisfyrirtækja ekki fram með gagnrýni enda eru mjög miklir hagsmunir undir ef Áhættumat erfðablöndunar verður fellt úr gildi. Áhættumat erfðablöndunar til að stjórna framleiðsluheimildum Laxeldisfyrirtæki fóru offari að sækja um framleiðsluheimildir fyrir laxeldi í sjókvíum. Áhættumati erfðablöndunar var ætlað að hemja uppbyggingu eldis á frjóum laxi og var á árinu 2017 komið með tillögur sem voru samþykktar á Alþingi árið 2019 þar sem var lagt til 71.000 tonna framleiðsluheimildir. Það kemur síðan á óvart að strax árið 2020 leggur Hafrannsóknastofnun til um 20% aukningu framleiðsluheim- ilda með að leika sér með forsendur, sem eru vafasamar eða beinlínis rangar. Áður hefur verið fjallað um þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð við undirbúning og gerð laga um fiskeldi í Morgunblaðinu en hér verður lögð áhersla á að fjalla um þann skaða sem Áhættumat erfða- blöndunar kann að valda á íslenskum laxastofum. Ekkert áhættumat Fyrsta mikilvæga atriðið við áhættu- matsvinnu er að reyna að koma í veg fyrir, í þessu tilviki, erfðablöndun. Fara strax í að ,,byrgja brunninn áður en barnið fellur ofan í hann“ en ekki fara þá leið sem Áhættumat erfða- blöndunar felur í sér að fylgjast með og ,,telja fjölda barna sem falla ofan í brunninn“ án þess að grípa strax til viðeigandi aðgerða. Ef markmiðið er að koma strax í veg fyrir skaða er rétta leiðin að setja ,,lok á brunninn“ með að hindra uppgöngu eldislaxa eða fjarlægja úr veiðivatni fyrir hrygningu. Sérstakt áhyggjuefni er að Áhættumat erfðablöndunar hefur minna verndargildi en felst í þeim mótvægisaðgerðum sem best hafa reynst t.d. í Noregi. Í Áhættumati erfðablöndunar er verið að verja stærri laxveiðiár og að fórna minni veiðivötnum með laxi. Getur haft jákvæð áhrif Það hefur verið heimilt að vera með eldi á frjóum norskum laxi í sjó- kvíum á Íslandi á ákveðnum svæðum í tæpa tvo áratugi. Sjálfsögðu má taka umræðu um það hvort heimila eigi laxeldi í sjókvíum við Ísland en sú umfjöllun verður ekki tekin fyrir hér. Þó að samkeppnishæfni laxeldis í sjókvíum á Íslandi sé mjög erfið ef markaðsverð á laxi lækkar þá getur uppbygging á eldinu haft jákvæð áhrif á viðkvæm samfélög ef vandað er til verka. Sú uppbygging má þó ekki vera á kostnað íslenskrar nátt- úru, einfaldlega vegna þess að auð- velt er að koma í veg fyrir neikvæð áhrif eða halda í algjöru lágmarki. Það þarf að bæta vinnubrögðin Ef unnið verður áfram að upp- byggingu sjókvíaeldis á laxi eins og gert hefur verið á síðustu árum drifið áfram af aðilum sem hafa fjárhags- legan ávinning að leiðarljósi þá mun það hafa neikvæð áhrif á umhverfið og er það ekki eingöngu bundið við erfðablöndun. Staðreyndin er sú að Íslendingar standa öðrum löndum að baki í umhverfismálum laxeldis í sjókvíum. Umhverfisvernd eða öflugum mótvægisaðgerðum getur fylgt verulegur kostnaður sem minnkar jafnframt fjárhagslegan ávinning laxeldisfyrirtækja. Fram að þessu virðist takmarkaður vilji hafa verið til að taka á þessu verkefni af atvinnugreininni og stjórnvöldum. Ef menn fara ekki að gæta sín geta málin þróast í þann farveg að allt eldi á frjóum laxi í sjókvíum verði bannað á Íslandi eins og dæmi eru um erlendis. Í næstu greinum verður fjallað um vankanta Áhættumats erfða- blöndunar og leiðir til að draga úr hættu á erfðablöndun. Valdimar Ingi Gunnarsson Höfundur er sjávarútvegs- fræðingur og hefur m.a. unnið við ýmis mál tengd fiskeldi í rúm þrjátíu ár. Áhættumat erfðablöndunar – Hver passar upp á íslenska náttúru? Valdimar Ingi Gunnarsson. Sjókvíaeldi. Mynd / VIG Viðgerðir og sala á alternatorum og startörum í flestar gerðir bíla, báta og vinnuvéla. Hjólastillingar, úrval af ljósum á kerrur og eftirvagna, kerrutenglar, kaplar, perur og tengi. Sendum um allt land. www.pgs.is pgs@pgs.is s 586 1260 Viðarhöfði 1, 110 Reykjavík Alternatorinn eða startarinn bilaður?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.