Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 2020 21 Innan Evrópuráðsins, sem er samtök 47 ríkja í Evrópu, gætir vaxandi svartsýni vegna áhrifa af COVID-19 faraldrinum. Þar ríkti samt talsverð bjartsýni þann 13. febrúar síðastliðinn þegar því var spáð að vöruframleiðsla í Evrópusambandsríkjunum yrði í um 1,2% stöðugum vexti út árið 2020 og 2021. Evrópuráðið spáði því líka í febr- úar að heildarhagvöxtur innan ESB færi úr 1,5% af vergri þjóðarfram- leiðslu á árinu 2019 í 1,4% á árinu 2020. Þá var spáð 1,3% verðbólgu á árinu 2020 og 1,4% á árinu 2021. Tiltölulega bjartsýn efnahagsheimsmynd hefur hrunið Nú er kominn maí og ljóst að þessi áhyggjulitla sýn Evrópuráðsins á stöðu efnahagsmála er algjör- lega hrunin vegna COVID-19 far- aldursins. Allt annað hljóð var komið í strokkinn í skýrslu Evrópuráðsins þann 17. apríl og talað um harkalegan samdrátt. Vísað er í spá Deutsche bank og í samanburð við fyrri spár og áætlað að verg þjóðarframleiðsla í evru-ríkjunum geti orðið -4,9% vegna COVID-19 í staðinn fyrir +1,2%. Þá er vísað í innanhússspá teymis yfirhagfræðings DG Trade sem gerir ráð fyrir 9,7% samdrætti í viðskiptum á heimsvísu á árinu 2020. Þar er líka spáð 9,2% samdrætti á útflutningi á vörum og þjónustu hjá ESB ríkjunum 27 sem nemur um 285 milljörðum evra samdrætti. Þá verði um 8,8% samdráttur í innflutningi allra Evrópuríkja, eða sem nemur 240 milljörðum evra. Dekkri spár hjá WTO Alþjóðaviðskiptastofnunin WTO virðist byggja á aðeins öðrum forsendum. Þar er gert ráð fyrir því að neikvæð áhrif COVID-19 að samdráttur í heimsviðskiptum geti numið allt frá 13 til 32% á ár- inu 2020. Er það byggt á gögnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins IMF, Alþjóðabankans og OECD. Tekið er fram í þessum spám að mikil vafaatriði séu enn í spilunum varðandi framhaldið. Evrópuráðið hugðist birta nýja spá í dag, 7. maí. Flestum leikmönnum virðist ljóst að þegar skrúfað er nær algjör- lega fyrir tekjuinnstreymi í fjöl- mörgum atvinnugreinum, þá þýði það hreina skelfingu fyrir viðkom- andi ríki. Ef fjárhagstaðan hefur verið veik fyrir eins og í mörgum Evrópusambandsríkjunum, þá má líkja stöðunni við efnahags- legar hamfarir. Akkerin í efna- hagskerfi ESB landanna hafa verið Þýskaland, Frakkland og Bretland. Nú er Bretland á útleið, svo ríkja- samsteypa ESB verður að reiða sig á mátt Þjóðverja og Frakka til að bjarga málum þar sem ljóst er að bæði Ítalía og Spánn voru fyrir COVID-19 nánast í efnahagslegri gjörgæslu. Fyrir tveimur mánuðum voru ekki miklar áhyggjur af einhverjum vírus Paolo Gentiloni, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs hjá Evrópu- sambandinu, var bjartsýnn í febr- úar við upphaf heimsfaraldursins þegar hann sagði: „Horfur í efnahagslífi Evrópu eru fyrir stöðugan, að vísu léttvöxt á næstu tveimur árum. Þetta mun lengja lengsta tímabil vaxtar frá því að evran var tekin upp árið 1999, með samsvarandi góðum fréttum á atvinnumarkaðnum. Við höfum einnig séð hvetjandi þróun hvað varðar minni spennu í viðskiptum og ótta við að Brexit gangi í gegn án samninga. En við stöndum enn frammi fyrir verulegri óvissu sem varpar skugga á framleiðslu. Hvað varðar kórónavírusinn er of fljótt að meta umfang neikvæðra efna- hagslegra áhrifa af völdum hans.“ Evrópusambandið hafði á þess- um tímapunkti meiri áhyggjur af viðskiptastríði milli Bandaríkjanna og Kína og útgöngu Breta úr ESB en einhverri veirusýkingu. Nú hefur COVID-19 sýnt að kóróna- veiran er mun meiri áhrifavaldur á heimsviðskiptin er deilur ráða- manna í Bandaríkjunum og Kína. /HKr. Sala og ráðgjöf Sími 540 1100 www.lifland.is lifland@lifland.is Reykjavík Lyngháls Borgarnes Borgarbraut Akureyri Óseyri Blönduós Efstubraut Hvolsvöllur Ormsvöllur Girðingaefni frá Líflandi Kíktu á vefverslun okkar á www.lifland.is og skoðaðu úrvalið Gormahlið Tréstaurar Rafhlöður Sólarorkuspennar Spennar sem geta nýtt sólarorku sem orkugjafa Spennar Járnstaurar Rafmagnsþræðir Þanvír Hliðhandfang Staurasleggja Kambstál Gripple tengi W-einangrari Plaststaurar Girðinganet Efnahagsútlit Evrópu er allt annað en gott vegna COVID-19 – Spár fjármálasérfræðinga hafa orðið æ svartsýnni á liðnum vikum Paolo Gentiloni.Höfuðstöðvar Evrópuráðsins í Brussel í Belgíu. ana og hruns í ferðaþjónustu og flugi. Meira að segja má telja lík- legt að svartsýna spá WTO um atburðarásina sé full bjartsýn. Þar er gert ráð fyrir að viðskipti verði komin í sama horf á heimsvísu í árslok 2022 og þau voru á árunum 2013 til 2014. Langt frá því að þróuninni fyrir 2008 hafi verið náð áður en COVID-19 braust út Eftir fjármálakreppuna 2008–09 voru viðskiptin í heiminum langt frá því að vera búin að ná fyrri þróun þegar COVID-19 skall á. Að mati sérfræðinga Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar er sterk uppsveifla líklegri ef fyrirtæki og neytendur líta á heimsfaraldur- inn sem tímabundið áfall. Í þessu tilfelli gætu útgjöld vegna fjár- festingarvöru og varanlegra hluta haldið áfram á næsta stigi þegar kreppan fer að líða. Á hinn bóg- inn, ef óvissa verður langvarandi, er líklegt að heimilin og viðskipti fari enn varlegar en áður í að hefja eyðslu á ný. Þrátt fyrir þá skelfingu sem COVID-19 hefur skapað í heim- inum með tilheyrandi mannfalli, þá sjá menn líka möguleika í að byggja upp jákvæða þætti í kjöl- far faraldursins. Vaxandi fylgi er við þá hug- myndafræði að augljósasta leiðin út úr ógöngunum sé að nýta sem best alla þætti sem nærumhverfið hefur upp á að bjóða í stað þess að kaupa allar nauðsynjar frá öðrum ríkjum með tilheyrandi sóun. Þar er fæðu- öryggi mjög ofarlega á blaði ásamt aðgengi að hreinu neysluvatni og sjálfbærri nýtingu orkulinda. Það getur oft haft í för með sér mun meiri ávinning en flestir gera sér í hugarlund. Í Bandaríkjunum hafa menn vaknað við þá staðreynd að um leið og veitingastaðir og verslanir lok- uðu, þá misstu bændur mikilvæga viðskiptavini. Þá hefur lokun slát- urhúsa og kjötvinnslustöðva vegna kórónasmits hjá starfsmönnum gert illt verra. Nú er farin af stað þar í landi hvatningarbylgja þar sem skorað er á fólk að sækja veitinga- hús í því augnamiði að styrkja með því frumframleiðendur matvæla. Mikill ótti er nefnilega kominn upp um að ef bændur gefist upp, þá geti Bandaríkjamenn verið að horfa fram á fæðuskort á næstu misserum. Á eylandinu Íslandi er ávinningur af nýtingu matvæla úr nærumhverf- inu jafnvel enn augljósari og meiri en í flestum öðrum ríkjum. Kosturinn við að nýta verslan- ir og veitingahús sem höndla með íslensk matvæli er margþættur. Nýting á innlendum náttúrugæðum og fæðu sem náttúran gefur af sér, hefur sömu áhrif á nærsamfélagið og efnahagskerfið hér og gerist í öðrum ríkjum: • Það skapar hringrás peninga- veltu í samfélaginu á Íslandi sem annars færi í að skapa sams konar hringrás og styrkja sam- félög í öðrum löndum. • Það sparar m.a. dýrmætan gjaldeyri sem hægt er að nýta til að styrkja okkar eigin innviði. • Það sparar gríðarlegan kostnað við flutninga. • Það dregur stórlega úr mengun vegna flutninga um langan veg. • Það skapar fólki vinnu sem skilar sköttum og gjöldum til að taka þátt í kostnaði af rekstri samfélagsins á Íslandi. • Það styrkir byggð í dreifbýli sem auðveldar öllum Íslend- ingum og gestum þeirra að nýta gæði náttúru landsins. • Það styrkir framleiðslu á heilsu- samlegum matvælum þar sem lítt eða ekki eru notuð skaðleg hjálparefni við framleiðsluna. • Það styrkir framleiðslu á mat- vælum þar sem lítt eða ekki eru notuð sýklalyf sem skapað geta sýklalyfjaónæmi. • Það styrkir þróunarvinnu og rannsóknir í landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði og við nýtingu náttúrugæða af öllum toga. • Það styrkir vísindarannsóknir og tækniþekkingu við fram- leiðslu tækja og búnaðar fyrir sjávarútveg, landbúnað og margvíslegan iðnað. • Það styrkir þróunarvinnu og rannsóknir á matvælasviði, líftækniiðnaði og fleiri grein- um. • Það styrkir iðngreinar sem nauðsynlegar eru til upp- byggingar og viðhalds at vinnu- lífinu í landinu. • Það gerir Ísland enn ákjósan- legra land til búsetu. Fátt er svo með öllu illt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.