Bændablaðið - 07.05.2020, Síða 21

Bændablaðið - 07.05.2020, Síða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 2020 21 Innan Evrópuráðsins, sem er samtök 47 ríkja í Evrópu, gætir vaxandi svartsýni vegna áhrifa af COVID-19 faraldrinum. Þar ríkti samt talsverð bjartsýni þann 13. febrúar síðastliðinn þegar því var spáð að vöruframleiðsla í Evrópusambandsríkjunum yrði í um 1,2% stöðugum vexti út árið 2020 og 2021. Evrópuráðið spáði því líka í febr- úar að heildarhagvöxtur innan ESB færi úr 1,5% af vergri þjóðarfram- leiðslu á árinu 2019 í 1,4% á árinu 2020. Þá var spáð 1,3% verðbólgu á árinu 2020 og 1,4% á árinu 2021. Tiltölulega bjartsýn efnahagsheimsmynd hefur hrunið Nú er kominn maí og ljóst að þessi áhyggjulitla sýn Evrópuráðsins á stöðu efnahagsmála er algjör- lega hrunin vegna COVID-19 far- aldursins. Allt annað hljóð var komið í strokkinn í skýrslu Evrópuráðsins þann 17. apríl og talað um harkalegan samdrátt. Vísað er í spá Deutsche bank og í samanburð við fyrri spár og áætlað að verg þjóðarframleiðsla í evru-ríkjunum geti orðið -4,9% vegna COVID-19 í staðinn fyrir +1,2%. Þá er vísað í innanhússspá teymis yfirhagfræðings DG Trade sem gerir ráð fyrir 9,7% samdrætti í viðskiptum á heimsvísu á árinu 2020. Þar er líka spáð 9,2% samdrætti á útflutningi á vörum og þjónustu hjá ESB ríkjunum 27 sem nemur um 285 milljörðum evra samdrætti. Þá verði um 8,8% samdráttur í innflutningi allra Evrópuríkja, eða sem nemur 240 milljörðum evra. Dekkri spár hjá WTO Alþjóðaviðskiptastofnunin WTO virðist byggja á aðeins öðrum forsendum. Þar er gert ráð fyrir því að neikvæð áhrif COVID-19 að samdráttur í heimsviðskiptum geti numið allt frá 13 til 32% á ár- inu 2020. Er það byggt á gögnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins IMF, Alþjóðabankans og OECD. Tekið er fram í þessum spám að mikil vafaatriði séu enn í spilunum varðandi framhaldið. Evrópuráðið hugðist birta nýja spá í dag, 7. maí. Flestum leikmönnum virðist ljóst að þegar skrúfað er nær algjör- lega fyrir tekjuinnstreymi í fjöl- mörgum atvinnugreinum, þá þýði það hreina skelfingu fyrir viðkom- andi ríki. Ef fjárhagstaðan hefur verið veik fyrir eins og í mörgum Evrópusambandsríkjunum, þá má líkja stöðunni við efnahags- legar hamfarir. Akkerin í efna- hagskerfi ESB landanna hafa verið Þýskaland, Frakkland og Bretland. Nú er Bretland á útleið, svo ríkja- samsteypa ESB verður að reiða sig á mátt Þjóðverja og Frakka til að bjarga málum þar sem ljóst er að bæði Ítalía og Spánn voru fyrir COVID-19 nánast í efnahagslegri gjörgæslu. Fyrir tveimur mánuðum voru ekki miklar áhyggjur af einhverjum vírus Paolo Gentiloni, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs hjá Evrópu- sambandinu, var bjartsýnn í febr- úar við upphaf heimsfaraldursins þegar hann sagði: „Horfur í efnahagslífi Evrópu eru fyrir stöðugan, að vísu léttvöxt á næstu tveimur árum. Þetta mun lengja lengsta tímabil vaxtar frá því að evran var tekin upp árið 1999, með samsvarandi góðum fréttum á atvinnumarkaðnum. Við höfum einnig séð hvetjandi þróun hvað varðar minni spennu í viðskiptum og ótta við að Brexit gangi í gegn án samninga. En við stöndum enn frammi fyrir verulegri óvissu sem varpar skugga á framleiðslu. Hvað varðar kórónavírusinn er of fljótt að meta umfang neikvæðra efna- hagslegra áhrifa af völdum hans.“ Evrópusambandið hafði á þess- um tímapunkti meiri áhyggjur af viðskiptastríði milli Bandaríkjanna og Kína og útgöngu Breta úr ESB en einhverri veirusýkingu. Nú hefur COVID-19 sýnt að kóróna- veiran er mun meiri áhrifavaldur á heimsviðskiptin er deilur ráða- manna í Bandaríkjunum og Kína. /HKr. Sala og ráðgjöf Sími 540 1100 www.lifland.is lifland@lifland.is Reykjavík Lyngháls Borgarnes Borgarbraut Akureyri Óseyri Blönduós Efstubraut Hvolsvöllur Ormsvöllur Girðingaefni frá Líflandi Kíktu á vefverslun okkar á www.lifland.is og skoðaðu úrvalið Gormahlið Tréstaurar Rafhlöður Sólarorkuspennar Spennar sem geta nýtt sólarorku sem orkugjafa Spennar Járnstaurar Rafmagnsþræðir Þanvír Hliðhandfang Staurasleggja Kambstál Gripple tengi W-einangrari Plaststaurar Girðinganet Efnahagsútlit Evrópu er allt annað en gott vegna COVID-19 – Spár fjármálasérfræðinga hafa orðið æ svartsýnni á liðnum vikum Paolo Gentiloni.Höfuðstöðvar Evrópuráðsins í Brussel í Belgíu. ana og hruns í ferðaþjónustu og flugi. Meira að segja má telja lík- legt að svartsýna spá WTO um atburðarásina sé full bjartsýn. Þar er gert ráð fyrir að viðskipti verði komin í sama horf á heimsvísu í árslok 2022 og þau voru á árunum 2013 til 2014. Langt frá því að þróuninni fyrir 2008 hafi verið náð áður en COVID-19 braust út Eftir fjármálakreppuna 2008–09 voru viðskiptin í heiminum langt frá því að vera búin að ná fyrri þróun þegar COVID-19 skall á. Að mati sérfræðinga Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar er sterk uppsveifla líklegri ef fyrirtæki og neytendur líta á heimsfaraldur- inn sem tímabundið áfall. Í þessu tilfelli gætu útgjöld vegna fjár- festingarvöru og varanlegra hluta haldið áfram á næsta stigi þegar kreppan fer að líða. Á hinn bóg- inn, ef óvissa verður langvarandi, er líklegt að heimilin og viðskipti fari enn varlegar en áður í að hefja eyðslu á ný. Þrátt fyrir þá skelfingu sem COVID-19 hefur skapað í heim- inum með tilheyrandi mannfalli, þá sjá menn líka möguleika í að byggja upp jákvæða þætti í kjöl- far faraldursins. Vaxandi fylgi er við þá hug- myndafræði að augljósasta leiðin út úr ógöngunum sé að nýta sem best alla þætti sem nærumhverfið hefur upp á að bjóða í stað þess að kaupa allar nauðsynjar frá öðrum ríkjum með tilheyrandi sóun. Þar er fæðu- öryggi mjög ofarlega á blaði ásamt aðgengi að hreinu neysluvatni og sjálfbærri nýtingu orkulinda. Það getur oft haft í för með sér mun meiri ávinning en flestir gera sér í hugarlund. Í Bandaríkjunum hafa menn vaknað við þá staðreynd að um leið og veitingastaðir og verslanir lok- uðu, þá misstu bændur mikilvæga viðskiptavini. Þá hefur lokun slát- urhúsa og kjötvinnslustöðva vegna kórónasmits hjá starfsmönnum gert illt verra. Nú er farin af stað þar í landi hvatningarbylgja þar sem skorað er á fólk að sækja veitinga- hús í því augnamiði að styrkja með því frumframleiðendur matvæla. Mikill ótti er nefnilega kominn upp um að ef bændur gefist upp, þá geti Bandaríkjamenn verið að horfa fram á fæðuskort á næstu misserum. Á eylandinu Íslandi er ávinningur af nýtingu matvæla úr nærumhverf- inu jafnvel enn augljósari og meiri en í flestum öðrum ríkjum. Kosturinn við að nýta verslan- ir og veitingahús sem höndla með íslensk matvæli er margþættur. Nýting á innlendum náttúrugæðum og fæðu sem náttúran gefur af sér, hefur sömu áhrif á nærsamfélagið og efnahagskerfið hér og gerist í öðrum ríkjum: • Það skapar hringrás peninga- veltu í samfélaginu á Íslandi sem annars færi í að skapa sams konar hringrás og styrkja sam- félög í öðrum löndum. • Það sparar m.a. dýrmætan gjaldeyri sem hægt er að nýta til að styrkja okkar eigin innviði. • Það sparar gríðarlegan kostnað við flutninga. • Það dregur stórlega úr mengun vegna flutninga um langan veg. • Það skapar fólki vinnu sem skilar sköttum og gjöldum til að taka þátt í kostnaði af rekstri samfélagsins á Íslandi. • Það styrkir byggð í dreifbýli sem auðveldar öllum Íslend- ingum og gestum þeirra að nýta gæði náttúru landsins. • Það styrkir framleiðslu á heilsu- samlegum matvælum þar sem lítt eða ekki eru notuð skaðleg hjálparefni við framleiðsluna. • Það styrkir framleiðslu á mat- vælum þar sem lítt eða ekki eru notuð sýklalyf sem skapað geta sýklalyfjaónæmi. • Það styrkir þróunarvinnu og rannsóknir í landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði og við nýtingu náttúrugæða af öllum toga. • Það styrkir vísindarannsóknir og tækniþekkingu við fram- leiðslu tækja og búnaðar fyrir sjávarútveg, landbúnað og margvíslegan iðnað. • Það styrkir þróunarvinnu og rannsóknir á matvælasviði, líftækniiðnaði og fleiri grein- um. • Það styrkir iðngreinar sem nauðsynlegar eru til upp- byggingar og viðhalds at vinnu- lífinu í landinu. • Það gerir Ísland enn ákjósan- legra land til búsetu. Fátt er svo með öllu illt

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.