Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 52
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 202052 KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Eigum á lager nýja kynslóð af MultiOne EZ-7 liðléttingum sem eru 100% rafknúnir með góða endingu á rafhlöðunni. Frábær fjölnotavél með 1600 kg lyftigetu og möguleika á ýmsum aukahlutum. Vélarnar afhendast með skóflu og taðgreip. Hafðu samband við Ívar Atla í síma 590 5116 eða sendu línu á iab@klettur.is. Ný kynslóð 100% rafmagn! Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Úrvalsnýting nautanna sem voru fædd 2012–2014 Oft hafa niðurstöður afkvæma- rannsókna á nautum verið dregnar saman með því að sýna úrvalsnýtingu innan hvers árgangs á myndrænan hátt. Nokkuð er um liðið frá því þetta var gert síðast en með þessu má gera sér nokkra grein fyrir hvaða áhrif má ætla að komi fram í kúastofninum með notk- un þeirra nauta sem valin eru til framhaldsnotkunar. Í byrjun er rétt að rifja upp hvað er verið að mæla. Úrvalsnýting fyrir ákveðinn eiginleika sýnir yfirburði þeirra nauta, sem valin eru til fram- haldsnotkunar, í samanburði við það sem mögulega hefði mátt ná fram ef aðeins hefði verið valið fyrir þeim eiginleika og engum öðrum. Þegar valið er fyrir mörg- um eiginleikum á sama tíma er illmögulegt að ná fram jákvæðu vali fyrir þeim öllum á sama tíma. Ástæða þess er ekki hvað síst að margir þeirra eiginleika sem valið er fyrir eru neikvætt tengdir inn- byrðis og því verður sú útkoma ákaflega ólíkleg. Hér verður litið á úrvalsnýtingu nauta fæddra árin 2012, 2013 og 2014 en afkvæmadómi þeirra er lokið. Þessir árgangar voru allir til- tölulega stórir á okkar mælikvarða en í árgangi 2012 voru 26 naut, 25 naut í árgangi 2013 og 29 naut í 2014 árgangi. Til áframhaldandi notkunar komu 7 naut úr árgöngun- um 2012 og 2014 og 8 naut úr 2013 árgangnum. Á þessu má sjá að valið hefur verið nokkuð strangt og kröf- urnar miklar til þeirra nauta sem komast til notkunar sem reynd naut. Ef við horfum fyrst til nauta fæddra 2012 þá kemur fram einhver sú jákvæðasta mynd sem hægt er hugsa sér varðandi úrvalsnýtingu þar sem hún er jákvæð fyrir öllum eiginleikum nema fituhlutfalli. Þar stendur úrvalsnýtingin mjög nærri 0 sem þýðir að þessi naut munu lítil sem engin áhrif hafa á þann eiginleika, hvorki til hækkunar eða lækkunar. Eðlilega kemur hæst úrvalsnýtingin fram í heildar- einkunn enda sú einkunn sem ræður hvað mestu um val nautanna. Eina frávikið frá 100% úrvalsnýtingu gagnvart heildareinkunn er Eitill 12022 sem því miður gaf það afleita júgurgerð þrátt fyrir háa heildar- eikunn að hann kom ekki til álita til framhaldsnotkunar. Annað sem óneitanlega vekur athygli er hve há úrvalsnýting þessa árgangs er fyrir eiginleika eins og júgur, spena, mjaltir, skap og endingu. Þess er því að vænta að áhrif 2012 árgangsins verði þau að bæta mjög þessa eig- inleika í kúastofninum. Úrvalsnýting nautanna frá 2013 og 2014 er saman á mynd. Þarna má aftur sjá ákaflega jákvæða mynd þó niðurstaðan sé ekki jafngóð hinni stórgóðu niðurstöðu 2012 nautanna. Við samanburð þessara tveggja árganga er einnig rétt að hafa í huga að í 2014 árgangi eru 7 af 29 nautum valin til fram- haldsnotkunar en 8 af 25 í 2013 árg. sem þýðir að úrvalsstyrk- ur 2014 nautanna er mun hærri. Niðurstaðan ber kannski keim af því þar sem við sjáum gríðarháa úrvalsnýtingu þess árgangs hvað varðar heildareinkunn, afurðaþætti, mjaltir og skap. Ef horft er til 2013 árgangsins er eftirtektarvert hversu há úrvalsnýting fyrir frjósemi er í hópi þessara nauta. Þar verður þó að hafa í huga að mat fyrir frjósemi byggir á bili milli burða og því er mat nautanna á þessum tímapunkti að verulegu leyti byggt á ætterni. Eigi að síður gefur þetta vís- bendingar um það sem vænta má. Eini neikvæði þátturinn hjá þess- um árgöngum tveimur er frumutala og því er ekki hægt að reikna með að þau muni bæta júgurhreysti í stofninum. Hið gagnstæða á við um flesta aðra eða nánast alla aðra eiginleika. Þar er að vænta veru- legra framfara með notkun þessara nauta ef svo fer fram sem horfir. Einkum er áhugavert og um leið ánægjulegt að sjá að þrátt fyrir háa úrvalsnýtingu og þar með sterku vali gagnvart mjólkurmagni í 2014 árg. er úrvalsnýting gagnvart efna- hlutföllum ekki neikvæð svo neinu nemi þó svo milli magns og efna sé neikvæð fylgni. Fyrir nautin fædd 2013 er þetta aðeins öðruvísi. Þar er úrvalsnýting fyrir mjólkur- magni ekki mjög há en um leið jákvæð gagnavart efnaþáttunum. Þá er þessi árgangur breytilegri en hinir tveir þannig að úrvalsnýting fyrir t.d. heildareinkunn verður með aðeins öðru sniði en hinum árgöngunum tveimur. Niðurstaðan segir okkur fyrst og fremst að þessi nautaárgangar eru góðir til úrvals því þar komu fram margir einstaklingar sem ná að sameina mikla kosti í mörgum eig- inleikum sem færa munu íslenska kúastofninn feti framar. Guðmundur Jóhannesson ábyrgðarmaður í nautgripa- rækt mundi@rml.is Garðyrkjuritið: Eitt hundraðasta tölublað Garðyrkjufélag Íslands er eitt af allra elstu félögum landsins, stofnað árið 1885. Frá 1895 hefur félagið gefið út Garðyrkjuritið með hléum. Fyrir stuttu kom út 100. árgangur þessa merka rits. Björk Þorleifsdóttir, ritstjóri ritsins, segir að í tilefni 100 ára útgáfusögu Garðyrkjuritsins hafi hún flett í gömlum árgöngum og það hafi vissulega komið henni á óvart hversu klassískt efnið í gömlu blöðunum er. „Efni blaðsins að þessu sinni er ekki síður fjölbreytt og fróð- legt og það ætti að höfða til bæði áhuga- og fagfólks í garðyrkju og ræktun.“ Meðal efnis að þessu sinni er ávarp Bjarkar ritstjóra og Ómars Valdimarssonar, formanns félags- ins. Meðal höfunda að þessu sinni eru Tómas Atli Ponzi, sem segir frá tilraunum með ný tómata- afbrigði, Jóhann Pálsson, Ásta Þorleifsdóttir og Vilhjálmur Lúðvíksson fjalla um rósir auk þess sem Hafsteinn Hafliðason segir frá rósinni 'Harison´s Yellow', Kálfafellsrófunni og fjölskyldunni á Kálfafelli. Kristján Friðbertsson, sem er bráðskemmtilegur penni, rekur ævintýri rifsþélunar og segir sögu fingurbjargablóma. /VH GARÐYRKJUFÉLAG ÍSLANDS Björk Þorleifsdóttir, ritstjóri Garðyrkjuritsins. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 20. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.