Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 202040 SAUÐFÉ&GRÓÐUR Skoðum þessar leiðir nánar Að beitarfriða afréttinn og láta nátt- úruna um að græða landið er kostur sem kemur til álita. Það myndi hins vegar þýða að land mun sums staðar halda áfram að rofna í nokkrum mæli, að minnsta kosti um alllangan tíma og kolefnisbinding yrði frekar hæg, einkum í byrjun. Með tímanum myndi birki væntanlega breiðast út þar sem skilyrði eru fyrir hendi. Þetta er aðferð sem flokkast undir náttúruvernd en þar sem um friðun er að ræða myndi hún hafa áhrif á sauðfjárbúskap og hafa neikvæð áhrif á hefðir sem honum tengjast. Að beitarfriða land í afrétti og græða það upp með lúpínu er vafa- laust ódýrasta og fljótvirkasta leiðin til að stöðva rof og binda kolefni. Þessi leið kemur að mati greinarhöf- undar þó ekki til greina, aðallega vegna þess að hún myndi gerbreyta vistkerfi afréttarins og ásýnd lands. Lúpína mun t.d. umbylta gróðri ekki aðeins á melum og moldum heldur einnig mun víðar, svo sem meðfram ám og lækjum. Þetta er aðgerð sem getur ekki flokkast undir náttúru- vernd og hefur auk þess svipuð áhrif og leið 1 á sauðfjárrækt og hefðir. Þriðja leiðin, að beitarfriða og vinna jafnframt að uppgræðslu, er kostur sem greinarhöfundur telur að komi vel til greina. Þá væri hægt að einbeita sér, líkt og gert hefur verið, að því að stöðva virkt rof og koma í veg fyrir eyðingu gróðurs og jarðvegs. Jafnframt yrði veruleg sjálfgræðsla í afrétti, birki myndi, líkt og við leið 1, taka að nema land í allmiklum mæli. Aðferðin fellur vel að náttúruvernd en áhrif á sauðfjár- rækt og hefðir yrðu svipuð og við leiðir 1 og 2. Vel má hugsa sér að bændum yrði greitt fyrir að vinna að uppgræðslu í stað þess að fjármagni sé veitt úr ríkissjóði til að framleiða lambakjöt. Þeir hafa yfir tækjum að ráða sem nota má við uppgræðslu. Fjórða leiðin, þ.e. að beita afrétt- arlandið „hóflega“ og vinna jafn- framt að uppgræðslu í samvinnu við bændur og fleiri aðila, er sennilega álitlegasta leiðin. Þá verður að hafa sérstaklega í huga hvað átt er við með hóflegri beit. Eins og áður hefur komið fram er heildarfjöldi í afrétti nú rúmlega 4.000 fjár og beitarálag á gróið land víðast hvar að mati greinarhöfundar ekki úr hófi. Beit á melum er hins vegar afar óheppileg svo ekki sé sterkar til orða tekið. Telja verður æskilegt að fé verði fækkað nokkuð frá því sem nú er og reynt að stýra beit eins og kostur er. Á Náttúrufræðistofnun hafa melar nýlega verið flokkað- ir í fjórar megingerðir eða vist- gerðir, þ.e. eyðimelavist, mosa- melavist, víðimelavist og gras- melavist. Samkvæmt kortlagn- ingu Náttúrufræðistofnunar þekja melavistir á Hrunamannaafrétti um 480 km2 eða 47% af afrétti, en þeir eru algengastir ofan 500 m hæðar- marka. Á örfoka landi undir 500 m hæð er mest af víðimelavist og grasmelavist. Á þessum gerðum er talsverður munur. Líklegt er að beit hamli gróðurframvindu á víðimelum en reynslan frá Heygili bendir til þess að friðun grasmela hafi tak- mörkuð áhrif á framvindu. Verði þessi leið valin er afar mikilvægt að sleppa fé ekki of snemma í afrétt þannig að gróður hafi tíma til að jafna sig eftir vetur- inn og komast í góðan vöxt áður en beit hefst. Einnig má stýra beit að nokkru með því að sleppa fé á þau svæði sem einna best eru til beit- ar fallin. Með því að beita hóflega nýtast helstu kostir beitarinnar fyrir landnám plantna í rofjöðrum og á moldum (traðk og áburðaráhrif frá fénu) sem myndi draga úr rofi á svæðum sem nú er erfitt að kom- ast að með vélum og tækjum. Líkt og við leið 3 væri hægt að beina kröftunum að því að stöðva rof og græða upp rofjaðra. Með þessari leið myndu áhrif á sauðfjárrækt og hefðir viðhaldast að nokkru leyti. Þá má nefna að beit dregur úr útbreiðslu ágengra tegunda eins og lúpínu og væntanlega einnig skógarkerfils. Verulegur galli við þessa aðferð er hins vegar að hún mun draga úr möguleikum birkis á að nema land á þeim svæðum sem áður voru vaxin birkiskógi eða kjarri. Innan land- græðslugirðingarinnar suðvestast í afréttinum hefur birki verið sáð í nokkrum mæli og eru þar komin tré sem farin eru að sá sér út. Þar stendur nú til að planta birki með það fyrir augum að endurheimta skóg á svæðinu. Að lokum er rétt að árétta að þessa grein ber ekki að skoða sem lausn á meðferð afréttarlanda á hálendi Íslands heldur sem innlegg í þá umræðu sem þarf að fara fram um það efni á næstunni. Í verkefninu Grólind er nú unnið að því að meta ástand gróðurs og jarðvegs á Íslandi og þróa sjálfbærnivísa fyrir nýtingu lands. Niðurstöður þess verkefnis munu væntanlega gera menn betur í stakk búna til að taka skynsamlegar ákvarðanir um beit og meðferð lands á hálendinu. 4. mynd (A-B-C). Dæmi um sjálfgræðslu lands á moldum við Heygil. Mynd A var tekin 1988, mynd B var tekin 2009 og mynd C var tekin 2019. Fyrir miðju á myndunum er friðaður reitur (R18) en annars er land beitt af sauðfé. Þegar rannsóknir hófust við Heygil árið 1981 var þar mikið rof og moldir nánast gróðurlausar. Land tók að gróa upp, mest eftir 1990. Traðk, teðsla og þvag frá sauðfé hefur væntanlega haft þarna veruleg áhrif og flýtt fyrir landnámi plantna, en einnig fækkun fjár í afrétti og hlýnandi verðurfar. Framkvæmdir við endurbætur á garðskála Garðyrkjuskóla LbhÍ á Reykjum í Ölfusi hófust 14. apríl síðastliðinn en skálinn skemmdist mikið í óveðri sem gekk yfir landið helgina fyrir páska. Samhliða endurbyggingunni er unnið að langþráðu viðhaldi skólans. Guðríður Helgadóttir, starfs- menntanámsstjóri Garðyrkjuskólans, segir að tjónið í veðrinu hafi verið mikið og ákveðið hafi verið að flýta enduruppbyggingu garðskálans sem fara áttu fara fram í sumar. „Starfsmenn skólans sáu um að fjarlægja allan gróður í skálanum og var hann ýmist tekinn upp til geymslu eða plönturnar sagaðar niður, enda margar hverjar orðnar fullstórar fyrir garðskálann.“ Fjármagn tryggt „Framkvæmdasýsla ríkisins hefur yfirumsjón með verkinu ásamt með verkfræðistofunni Verkís. Að baki endurgerð skálans liggur nokkurra ára undirbún- ingur sem byggir á þarfagreiningu fyrir starfsemina á Reykjum. Fjármagn til endurbyggingar- innar hefur verið tryggt á fjárlögum síðustu fjögurra ára og er stefnt að því að heildarkostnaður við endurgerð skálans sjálfs hlaupi á um 100 til 120 milljónir króna.“ Langþráð viðhald Að sögn Guðríðar hefur, samhliða undirbúningsvinnu við endurgerð garðskálans, heilmikið og langþráð viðhald átt sér stað á húsakosti skólans, útveggir klæddir og ein- angraðir, búið að endurnýja þök á kennslustofum og matsal og setja nýtt gler í alla glugga. Stefnt er að því að verkinu ljúki áður en kennsla hefst í haust. /VH Garðyrkjuskólinn á Reykjum: Endurbygging og langþráð viðhald Framkvæmdum við endurbyggingu gróðurskála Garðyrkjuskólans miðar vel. Myndir / Guðríður Helgadóttir Skemmdir á skálanum í óveðrinu voru miklar. Kostnaður við endurgerð skálans er talinn vera 100 til 120 milljónir króna. Plöntum úr skálanum var komið í geymslu á meðan endur- bygging hans fer fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.