Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 202050 Hið árlega og þekkta danska fagþing nautgriparæktarinnar „Kvægkongres“ var haldið á dögunum og venju samkvæmt voru þar flutt mörg áhugaverð og framsækin erindi og þó svo að mörg þeirra lúti sér í lagi að danskri nautgriparækt eru alltaf margir fyrirlestrar sem eiga ekki síður erindi við alla þá sem stunda nautgriparækt í Evrópu. Að þessu sinni voru erindin alls 68 talsins í tíu ólíkum málstofum. Í þessari grein verður haldið áfram umfjöllun um nokkur af hinum fróðlegu erindum sem flutt voru en fyrstu tveir hlutar umfjöllun- arinnar um fagþingið voru birtir í síðustu tveimur Bændablöðum. Nú verður vikið að síðustu sjö málstofunum. 4–5. Kálfar og nautakjötframleiðsla Í þessum tveimur málstofum var sérstaklega horft til kálfaeldis og nautakjötsframleiðslu og í þessum málstofum voru flutt 10 erindi og sneru sjö þeirra að sér- hæfðum dönskum aðstæðum og eiga ekki mikið erindi til íslenskra bænda en hin þrjú voru einkar áhugaverð. Það fyrsta fjallaði um mjög vaxandi notkun kúabænda á holdasæði við framleiðslu á blendingsnautum en afar margir bændur nýta sér í dag kyngreint sæði og fá því nóg af kvígum og geta leyft sér að sæða lakari kýrnar með holdasæði. Holdablendingar framtíðarinnar Danir hafa nú komið á fót nýju rannsóknarverkefni sem kallast FutureBeefCross sem kalla mætti „Holdablendingar framtíðarinnar“ og er þessu verkefni ætlað að finna leiðir til að hámarka fram- leiðsluferlið, framleiða gott nauta- kjöt með lágu sótspori og góðri fóðurnýtingu. Fyrstu niðurstöður þessa verk- efnis liggja nú þegar fyrir, reyndar eru þetta enn drög að niðurstöð- um, og sýna þær að í samanburði við hreina nautkálfa af Holstein kyninu þá eru blendingarnir að nýta fóðrið betur og þurfa 4,1 FE á hvert kíló í vexti í samanburði við 4,3 FE hjá Holstein nautunum. Verkefnið mun svo í framtíðinni varpa ljósi á sótspor og bragð- gæði nautakjötsins sem kemur til með þessari framleiðsluaðferð. Hámarka nýtinguna Annað erindið fjallaði um það hvernig hægt er að ná sem mestu út úr nautaeldi með því að skoða allt framleiðsluferlið og meta hvar megi gera betur. Að mati starfsmanna SEGES er þetta best gert með því að hvert bú setji sér afar skýr markmið varðandi helstu þætti framleiðsl- unnar og beri niðurstöðurnar saman við önnur bú í samb- ærilegum rekstri. Þannig ættu bændur t.d. setja markmið um daglegan vöxt nauta, kjötflokkun, fóðurnýtingu, vinnuframlag og margt fleira sem auðvelt er að bera saman við aðstæður hjá öðrum. Þá var í þessu sama erindi komið inn á nýtingu á húsnæði til uppeldis en gerðar hafa verið tilraunir með að auka rýmið hjá smákálfunum sem virðist skila sér í auknum vexti, bættu heil- brigði og rólegri kálfum. Það eru þó takmörk fyrir því hve mikið kálfarnir „borga“ fyrir aukið rými enda kostar sitt að byggja hvern fermetra fjóssins. Fyrstu niður- stöðurnar frá danskri rannsókn á þessu benda til að með því að gefa smákálfunum að jafnaði 3,14 m2 pláss í stað 2,24 m2, sem er algengt í dag í Danmörku, þá borgar það sig. Há framlegð Þriðja erindið sem hér verður gerð grein fyrir sneri að svipuðu efni og hér að framan greinir en það var flutt af nautakjötsráðunautnum Niels Christian Tramm en í stuttu máli sagði hann að það allra mik- ilvægasta við eldi á nautum væri að ná góðum vaxtarhraða. Hann vildi þó miklu frekar mæla ár- angur búanna með því að horfa fyrst og fremst á framlegð á hvert kíló í stað þess að horfa einungis á þungaaukningu á hverjum degi eins og flestum kúabændum er lík- lega tamara að gera. Niels lagði einnig sérstaka áherslu á mikilvægi þess að bænd- ur reikni út fóðurkostnað búa sinna, hvað það kostar að fram- leiða fóðrið frá A-Ö, svo hægt sé að benda á leiðir til að ná fram sem mestri hagkvæmni. Ef þetta er ekki þekkt stærð á kúabúinu er afar erfitt að leiðbeina búunum svo vel eigi að vera. 6. Sótsporið Í Danmörku líkt og mörgum öðrum löndum hefur sótspor landbúnaðar verið undir smásjánni í nokkurn tíma og í þessari málstofu voru flutt alls níu erindi sem sneru að viðfangsefninu með einum eða öðrum hætti. Flest þeirra voru þó heldur sérhæfð og sneru að dönskum aðstæðum. Erindi frá afurðafélaginu Arla var áhugavert en félagið er leiðandi á heimsvísu þegar horft er til útreikninga á sótspori mjólkurframleiðslunnar og stefnir félagið að því að vera að fullu sjálfbært árið 2050. Lykillinn að því að ná þeim árangri er að vita nákvæmlega hve mikil losun á sér stað á kúabúnum sem leggja inn mjólk hjá Arla og var í málstofunni flutt erindi um reiknilíkan sem félagið hefur þróað í þessum tilgangi. Þannig geta kúabændur einfaldlega pantað úttekt á búum sínum og eftir úttektina liggur strax fyrir hvar hægt er að gera betur og hvað þurfi etv. að bæta. 0,81 kg CO2/kg mjólkur 2030 Félagið hefur reynslu af því að þegar bændur panta úttekt, þá hefur það eitt og sér strax áhrif á losunina enda vilja þeir, sem slíka úttekt panta, gjarnan bæta Á FAGLEGUM NÓTUM Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Laukar af ýmsu tagi eru matjurtir sem sennilega eru til á hverju heimili enda gífurlega vinsælir í matargerð. Stærð, litur og bragð lauka er fjöl- breytt og ýmist hægt að nota þá ferska eða eldaða. Almennt eru matlaukar ódýrir og af þeim sökum kannski einfald- ast að nálgast þá í næstu verslun en þeir sem hafa prófað að rækta sína eigin matlauka eru líklegir til að halda því áfram því bragðið af nýuppteknum ferskum lauk úr eigin ræktun er ómótstæðilegt. Snemmsprottin yrki Snemmsprottin yrki af venju- legum gulum matlauk og rauðlauk er hægt að rækta með prýðilegum árangri við íslenskar aðstæður, þótt laukarnir verði sennilega ekki eins stórir hérlendis og þeir verða á hlýrri slóðum. Stærðin skiptir hins vegar ekki öllu máli í þessu sambandi, ekki þegar bragð- magnið í ferska lauknum er tekið með í reikninginn. Hægt er að sá til laukanna með fræjum en þeir vaxa hægt í byrjun og slík ræktun getur tekið marga mánuði. Auðveldast er að nálgast svokallaða sáðlauka í garðyrkju- verslunum snemma vors og setja þá niður svipað og kartöfluútsæði beint í mold, þegar fer að hlýna. Jarðvegur fyrir laukaræktun þarf að vera frjósamur og rakaheldinn og framræsla þarf að vera góð því laukarnir þola ekki að standa lengi í rennblautum jarðvegi. Jafnframt þarf að tryggja að vaxtarstaður þeirra sé sólríkur og í góðu skjóli og hér getur akrýldúkur komið að góðum notum, undir dúknum er hitastigið oft 1-3°C hærra en fyrir utan dúkinn og það munar um minna við íslensk skilyrði. Laukana er einnig hægt að rækta í pottum á svölum með góðum árangri, eins og dæmin sanna. Kosturinn við lauka á svölum er að þeir þurfa ekki mikið vaxtar- rými og hægt að hafa nokkra saman í potti, potturinn þarf að standa þannig að ekki safnist vatn fyrir í honum. 5 til 10 cm milli laukanna Við niðursetningu sáðlauka á vorin er hægt að hafa um 5-10 cm millibil milli laukanna (og 20-25 cm milli raða ef þeir eru settir í beð) og eru þeir settir niður þannig að mjói endinn vísi upp, laukkakan niður. Gott er að miða við að laukurinn fari það langt niður að ofan á hann sé að minnsta kosti hæðin á lauknum sjálfum, þannig að ef laukurinn er 3 cm á lengd eru að minnsta 3 cm niður á toppinn á honum eftir gróðursetninguna. Laukblöðin eru löng og mjó og í roki er hætt við að brot komi í þau. Því getur verið ágæt að gera ráð fyrir stuðningi við laukblöð- in þannig að þau leggist ekki í jörðina. Sáðlaukurinn byrjar á því að mynda blöð og nýtir til þess forða úr lauknum sjálfum. Blöðin eru lítil í fyrstu og þola illa samkeppni við illgresi, því þarf að hreinsa það í burtu jafn- óðum. Þegar líður á sumarið eykst forðasöfnun neðanjarðar í laukn- um og hann stækkar. Það fer eftir því hversu fljótsprottin viðkom- andi yrki eru, hvenær hægt er að uppskera laukana en almennt má gera ráð fyrir því að sáðlaukar sem settir eru niður um miðjan maí á hlýjan og góðan vaxtarstað séu komnir með ágætis lauka upp úr miðjum ágúst. Þeir sem búa svo vel að eiga kalt gróðurhús ættu tvímælalaust að rækta matlauka. Ofanjarðarblöðin sæt og safarík Laukana er hægt að taka upp í ágúst og nýta ferska og er þá um að gera að nýta bæði mjóu ofanjarðarblöðin, sem og sætan og safaríkan forðalaukinn. Ef ætlunin er að geyma laukana fram eftir hausti er hægt að bíða með upp- töku þar til ofanjarðarblöðin fara að visna, þá eru laukarnir teknir upp og geymdir á þurrum stað þar til skænisblöðin (ystu blöðin í lauknum) eru orðin brúnleit eða rauðleit og þurr viðkomu. Matlaukar eru bráðhollir og innihalda efni sem talin eru sótt- hreinsandi og styrkja ónæmiskerf- ið. Laukur ætti því að vera hluti af undirstöðufæðu allra. Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM Matlaukar Allium cepa – matlaukur – plöntur á Reykjum 2013. Reynsla danskra bænda sýnir að kálfar vaxa hraðar og þeim farnast betur í rúmgóðum stíum. Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku 2020 – þriðji hluti Þróunarverkefninu „Holdablendingar framtíðarinnar“ er ætlað að bæta bæði gæði og afkomu dönsku nautakjötsframleiðslunnar. Allium cepa rauður – rauðlaukur – góðir sáðlaukar á Reykjum 22. maí 2013. Matjurtaræktun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.