Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 20208 FRÉTTIR Íslenskt – gjörið svo vel: Sameiginlegt átak stjórnvalda og atvinnulífsins – um að verja störf og auka verðmætasköpun Föstudaginn 24. apríl var undir­ ritaður samstarfssamningur milli stjórnvalda og fulltrúa atvinnulífs um að verja störf og auka verðmætasköpun undir heitinu „Íslenskt – gjörið svo vel“. Það voru Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, og Þórdís Kolbrún Reyk fjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem skrifuðu undir fyrir hönd stjórnvalda, en af hálfu atvinnu- lífsins koma Samtök atvinnulífs- ins, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyr- irtækja í sjávarútvegi, Samtök fjármálafyrirtækja, Samorka og Bændasamtök Íslands að verk- efninu. Í tilkynningu úr Stjórnarráði Íslands kemur fram að markmið samningsins sé að móta og hrinda í framkvæmd sameiginlegu kynn- ingarátaki sem miðar að því að hvetja landsmenn, almenning og fyrirtæki til viðskipta við innlend fyrirtæki á fjölbreyttum sviðum; við val á framleiðslu, vörum og þjón- ustu. „Með því verði lögð áhersla á mikilvægi þeirrar keðjuverkunar og þeirri hringrás sem verður til við val á m.a. innlendri framleiðslu- og þjónustustarfsemi sem stuðlar að því að atvinnustarfsemi helst gang- andi, störf almennings eru varin, efnahagslegur stöðugleiki eykst og verðmætasköpun er aukin,“ segir í tilkynningunni. 100 milljónir frá ríkinu Stjórnvöld leggja 100 milljónir króna til verkefnisins sem verður nýtt í fjármögnun á hönnun, fram- leiðslu og birtingu kynningarefnis. „Grunnur samningsins er það fordæmalausa ástand sem uppi er í heiminum vegna útbreiðslu COVID-19 og þau áhrif sem far- aldurinn hefur haft hér á landi. Átakið er liður í efnahagsaðgerð- um stjórnvalda gegn COVID-19 en með átakinu verður unnið gegn efnahagslegum samdrætti vegna heimsfaraldursins með það fyrir augum að lágmarka áhrifin á atvinnulíf, til skemmri og lengri tíma,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Kristjáni Þór af þessu til- efni að nauðsynlegt sé að lágmarka neikvæð áhrif á íslenskan land- búnað og sjávarútveg og milda höggið af COVID-19, sem sé þó óhjákvæmilegt. Þórdís Kolbrún segir að með framlagi stjórnvalda sé höndum tekið saman við atvinnulífið og spornað gegn áhrifum COVID-19. /smh Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra, með Gunnar Þorgeirsson, formann Bændasamtaka Íslands, á milli sín á fjarfundi. Mynd / Golli Ráðherrarnir og samningsaðilar undirrituðu samninginn rafrænt, en hitt- ust á fjarfundi til að innsigla samkomulagið. Á mynd eru Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ, Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF, Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku og Gunnar Þorgeirsson formaður BÍ. Á fundi í stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu nýverið var lögð fram tillaga um að sækja um undanþágu til að urða dýrahræ þar til brennsluofn verður settur upp. Stjórn Sorpstöðvar Rangárvalla- sýslu kom nýlega saman þar sem Stefán Gíslason hjá UMÍS ehf. Environice mætti á fundinn. Fór hann yfir stöðu mála vegna vinnu við mat á umhverfisáhrifum og til- lögu að matsáætlun um brennsluofn fyrir dýrahræ og dýraleifar á starfs- stöð sorpstöðvarinnar á Strönd á Rangárvöllum. Hefur tillagan verið kynnt almenningi og umsagnaraðil- um. Engar athugasemdir bárust og hefur matsáætlunin verið send til Skipulagsstofnunar. Á fundinum kom einnig fram að ekki er lengur hægt að fara með dýrahræ og leif- ar í Fíflholt í Borgarfirði. Var því lögð fram tillaga um að sækja um undanþágu til að urða slíkan úrgang þar til bresnnluofninn verður kom- inn í gagnið. Ágústi Sigurðssyni, sveitarstjóra Rangárþings ytra, var falið að hafa samband við forstjóra Umhverfisstofnunar. /MHH Stofnun Matvælasjóðs – Ætlað að skapa efnahagslega viðspyrnu Eitt af úrræðum ríkis stjórnarinnar til að efla nýsköpun og þróun í innlendri matvælaframleiðslu vegna heimsfar­ aldurs kórónu veir­ unnar, er að stofna Matvæla sjóð með 500 milljóna króna stofnframlagi. Lög um sjóðinn voru samþykkt á Alþingi á þriðjudag- inn. Í tilkynningu úr sjávar útvegs- og land búnaðar ráðu neytinu kemur fram að unnið hafi verið að stofnun sjóðsins undanfarið ár í atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytinu. Ákveðið var að flýta vinnu við að setja sjóðinn á fót sem hluta af aðgerðum til að skapa efna- hagslega viðspyrnu þegar þetta tímabundna ástand er gengið yfir. Nýsköpun og þróun Matvælasjóður mun hafa það hlut- verk að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaði og sjávarútvegi. Sjóðurinn mun styrkja verðmæta- sköpun við framleiðslu, vinnslu og markaðssetningu matvæla og verður við úthlutun sérstök áhersla lögð á nýsköpun, sjálfbærni, verð- mætasköpun og almennar aðgerðir til að bæta samkeppnishæfni ís- lenskrar matvælaframleiðslu. Matvælasjóður verður til með sameiningu Framleiðnisjóðs land- búnaðarins og AVS-rannsóknasjóðs í sjávarútvegi. Til stofnunar sjóðs- ins verður varið 500 m.kr. sem verður úthlutað á þessu ári. Við úthlutun þeirra fjármuna, en einnig við frekari stefnumótun fyrir hinn nýja sjóð, verður þess gætt að skipting fjármagns til landbúnaðar og sjávarútvegs verði með samb- ærilegum hætti og verið hefur. Í tilkynningunni er haft eftir Kristjáni Þór að með því að stofna Matvælasjóð sé í krafti nýsköpunar og þróunar verið að hvetja til auk- innar verðmætasköpunar í land- búnaði og sjávarútvegi til hagsbóta fyrir allt samfélagið. „Við Íslendingar erum enda matvælaþjóð. Byggjum afkomu okkar öfluga samfélags að stór- um hluta á því að nýta auðlindir okkar með sjálfbærum hætti, bæði til sjós og lands. Því er stofnun Matvælasjóðs, með áherslu á nýsköpun, sjálfbærni, verðmæta- sköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu, ekki bara skref í rétt átt – heldur ein forsenda þeirrar sóknar sem fram undan er í íslenskri mat- vælaframleiðslu,“ segir Kristján Þór. /smh Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra. Mynd / HKr. Sími: 571-5590 | Netfang: sala@nethogun.is Öflug – Hljóðlaus og fyirferðarlítil SMART COMPUTER Intel 8 örgjafi i5 16 GB vinnsluminni Intel sjákort 8 USB port Engin vifta MSATA diskur HÆGT AÐ FÁ: Þráðlaust net Allt að 32 GB vinnsluminni VERÐ: 94.000 kr. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 JUROP HAUGSUGUDÆLUR 6,500 - 9,500 11,000 - 13,500 lítra HAUGSUGUHLUTIR VARAHLUTIR Sorpstöðin Strönd á Rangárvöllum: Engar athugasemdir við tillögur um brennsluofn fyrir dýrahræ – Sótt verður um undanþágu fyrir urðun þar til ofninn kemst í gagnið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.