Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 2020 7 Sigríður Ævarsdóttir á bænum Gufuá í Borgarbyggð náði nýlega þessum flottu myndum af „fljúgandi“ forystulömbum á bænum enda mikill leikur í lömbum á þess- um árstíma. Sigríður, ásamt Benedikt Líndal og yngsta barni þeirra, Sigurjón Líndal Benediktsson, fluttu í sveitina fyrir einu og hálfu ári en jörðin hafði þá verið í eyði frá því 1964. „Við erum að byggja upp á bænum og búum með íslensku húsdýrin, ferðaþjónustu, skógrækt og fleira. Við erum með nokkrar forystukindur + hrúta, geithafra og hross og þjónustu í kringum hestamennsku, svo sem reiðkennslu, kennslu­ efnisgerð og reiðtygjasölu. Í sumar er svo að hefjast hjá okkur ný tegund ferðamennsku sem eru stuttar heimsóknir fólks á bæinn okkar til að skoða, upplifa og heyra sögu forystukindanna, taka göngutúr með tamda geithafra eða fara í náttúrugöngu um landareignina undir leiðsögn. Tilvalið fyrir fólk sem er á ferðinni og langar að fá smá fjárhúsalykt í nefið og prófa öðruvísi afþreyingu. Geiturnar og forystuféð er notað í þessum tilgangi. Við bjóðum sem sagt upp á að fólk komi í heimsókn í fjárhúsið okkar og kynnist forystukindum í návígi, hafi gaman, fái fræðslu og megi snerta og upplifa,“ segir Sigríður. /MHH LÍF&STARF M ikil hlýðni og samkennd ríkir í okkar samfélagi á tímum veiru­vár í landinu. Allir hlýða Þórólfi og Víði og Ölmu. Í kostulegu tölvu­ bréfi frá Jóhannesi bónda Sigfússyni á Gunnarsstöðum leggur hann til að við hlýðum einnig Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda á Íslandi ( bænda), sem öðrum fremur gætir hagsmuna okkar allra. Tillaga Jóhannesar er því eftirfarandi: Gegnum nú Ólafi glaðir í lund, gleypum það hrátt er hann sagði, og kaupum í matinn kínverskan hund með kórónaveirubragði. Meira að segja hyggst Einar Kolbeinsson hlýða yfirvöldum, sem verða að teljast nokkur tíðindi: Hann að mæla hefur lög, hafnar öllu flani, trúr í verki og traustur mjög Tóti veirubani. Í síðasta vísnaþætti var birtur kveðskapur eftir Benedikt Einarsson, sem var fæddur 1796 og bjó á Hnausakoti í Miðfirði. Úr ljóðabréfi sem hann reit vini sínum tilgreinir hann í tveimur næstu vísum helstu tíðindi úr héraði: Eitt það má ég athuga í annars bágu standi. Eg fann dáinn Illuga úti á snjá liggjandi. Eftir þetta óhapp þá annað rétt svo skeði: Fram af kletti í Austurá Ólöf detta réði. „Ungskáld“ seinni tíma leggja nokkuð mikið upp úr rími þótt önnur bragþekking sé ekki fyrir hendi. Meðan „Alþýðumaðurinn“ var og hét, mátti þar stundum lesa vísnamál. Margt var þar misgott ort. Rósberg G. Snædal orti af því tilefni: A-M skáld með óðinn bruðla, allt á þrykk er sett, þó aldrei höfuðstaf né stuðla staðsetji þau rétt. Sr. Sigurður Norland tjáði sig ítrekað um bragleysur þess tíma, ( 1885–1927): Þeir sem geta ekki ort af því rímið þvingar, ættu að stunda annað sport eða hugrenningar. Rímlaust kvæði að réttum sið ritgerð fyrr var kallað, en sem kvæði álitið ákaflega gallað. Undir vísnaskotnu ræðuhaldi orti Jóhannes á Gunnarsstöðum: Íslenska stakan var allt í senn óður trega og vona, ég verð því hryggur meðan menn misþyrma henni svona. Einn hagyrðingurinn enn, Óskar Sigurfinnsson í Meðalheimi, orti við lestur nýútkominnar ljóðabókar: Ljóðabók ég las á jólum, lítið gladdist hugur minn, gæsahúð með grænum bólum gerði strik í reikninginn. Og Bjarni frá Gröf orti líka til atóm skáld­ anna á árinu 1968: Ég neita síst að atómskáldin geti verið góð og gera vil ei þeirra hlut neitt smáan. Þótt Drottinn kæmi sjálfur og læsi þessi ljóð þá leiddist öllum samt að hlusta á’ann. Karl Ísfeld ku eiga þessa snilldarvísu: Oft ég heyrði svein og svanna syngja í moll og dúr í Vaðlaheiðarvegamanna- verkfærageymsluskúr. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 249MÆLT AF MUNNI FRAM Vangaveltur um örnefni á Íslandi: Bólstaðarhlíðarbrekka eða Botnastaðabrekkur? Flestum virðist tamara að nota orðið Bólstaðarhlíðarbrekka um þennan vegarkafla sem liggur um Vatnsskarð á milli Skagafjarðarsýslu og Húna- vatnssýslu, fremur en nafnið Botnastaðabrekkur, sem virðist réttara samkvæmt örnefnum á svæðinu og skilningi staðkunnugra. Verktakafyrir- tækið Víðimelsbræður ehf. á Sauðárkróki annast þarna snjómokstur en brekkan getur verið mikill farartálmi. Þessi mynd var tekin af snjómokstri í brekkunni núna í apríl og hjá Víðimelsbræðrum nota menn bæði nöfnin á þessari brekku jöfnum höndum. Mynd / Víðimelsbræður ehf. Í síðasta Bændablaði var mynd á blað- síðu 6 sem tekin er í brekku gegnt Bólstaðar hlíðarfjalli á þjóðveginum um Vatnsskarð á milli Skagafjarðarsýslu og Húnavatnssýslu. Flestir þekkja þessa brekku trúlega undir nafninu Bólstaðarhlíðarbrekku og þannig er hún nefnd áratugum saman á fjölmörgum kortum, vefsíðum og í bæklingum. Einnig í fréttum m.a. á liðnum vetri af ófærð þar sem þessi brekka hefur oft verið til vandræða m.a. fyrir flutningabíla. Þá hefur hún líka gjarnan verið nefnd Bólstaðarhlíðarbrekka í fréttum af vegaframkvæmdum í hlíðinni. Þar með er þó ekki endilega sagt að sú nafngift sé rétt, allavega má ætla að staðkunnugir og heimamenn viti þetta best. Botnastaðabrekkur og alltaf í fleirtölu Pétur Þorleifsson, sem er dyggur les­ andi Bændablaðsins, hafði samband við ritstjórn og benti á að þetta væri ekki rétt nafn á brekkunni. Þessi staður héti Botnastaðabrekkur og væri alltaf skrifað í fleirtölu. Hann sagðist lengi hafa barist fyrir að fá þetta leiðrétt, en brekkurnar hétu eftir eyðibýlinu Botnastöðum sem var þarna fyrir neðan brekkurnar en er löngu horfið. Þarna fyrir ofan er svo Botnastaðafjall. Fyrir neðan brekkuna rétt hjá eyðibýl­ inu Botnastöðum er reyndar líka bærinn Bólstaðarhlíð sem kann að hafa ýtt undir það að margir telji rökrétt að nefna brekkuna eftir þeim bæ. Örnefni upp af bænum Botnastöðum Botnastaðabrekkur er m.a. að finna á ör­ nefna sjá og korti á vefsíðu geo.alta.is. Þar er örnefnið staðsett í fjallinu beint upp af eyðibýlinu Botnastöðum, en ekki á veg­ inum sjálfum. Eðlilegt væri samkvæmt því að telja að þessi vegarkafli sé um Botnastaðabrekkur. Verktakar og vegfarendur tala gjarnan um Bólstaðarhlíðarbrekku Víðimelsbræður ehf. á Sauðárkróki, sem er verktakafyrirtæki manna sem þekkja þarna vel til og hafa m.a stundað þarna snjómokstur, nefna þessa brekku í síðasta mánuði á Facebook­síðu sinni Bólstaðarhlíðarbrekku. Á öðrum stað nota þeir bæði nöfnin í inngangstexta í flottu myndbandi þ.e. Bólstaðarhlíðarbrekka/ Botnastaðabrekka og þá í eintölu. Þannig að nafnið Bólstaðarhlíðarbrekka er greinilega orðið ansi fast í hugum margra, m.a. sumra flutningabílstjóra sem þarna aka reglulega. Hjá Víðimelsbræðrum fengust þær upplýs­ ingar að mörgum væri orðið tamara að nota nafnið Bólstaðarhlíðarbrekka, en þeir notuðu sjálfir bæði nöfnin jöfnum höndum. Botnastaðir eða Bottastaðir Það er fleira en nafn brekkunnar sem deilt er um. Þar virðist heldur ekki hafa verið eining um bæjarnafnið Botnastaði og þar með heitið Botnastaðabrekkur. Á vefsíðu Feykis frá 11.11. 2018 má sjá umfjöllun eftir Margeir Pétursson um torskilin bæjarnöfn undir fyrirsögninni Botnastaðir í Svartárdal. Þar kemur fram að í manntalsbókum Húnavatnssýslu hafi bærinn verið nefndur Bottastaðir og í öðru riti er lagt líkum að því að nafnið „Botta“ sé stytting úr nafninu Bótólfur. Var sú tilgáta m.a. tekin upp í árbók Hins íslenzka fornleifafjelags 1923. Hugsanlega kann þetta þó að vera sprottið af misritun eins og Margeir bendir á. Víða klæmst með örnefni Pétur Þorleifsson sagði í samtali við Bænda­ blaðið að því miður hafi oft verið farið rangt með örnefni á Íslandi sem hafi valdið því að rangnefnin hafi fest í vitund manna og í ritum. Þannig hafi Vegagerðin t.d. margsinnis sagt að fyrstu jarðgöng á Íslandi væru í gegnum Arnardalshamar, en hann er ekki til heldur heiti hamarinn Arnarneshamar. /HKr. Myndin úr síðasta Bændablaði sem vakti um- ræður um hvort brekkan héti í raun Bólstaðar- hlíðarbrekka eða Botnastaðabrekkur. Mynd / HKr. Fljúgandi forystulömb í Borgarbyggð Ein skemmtileg mynd, sem Sigríður tók af forystulambi sem finnst fátt skemmtilegra en að hoppa og stökkva í gerðinu sínu. F jölskyldan á Gufuá í Borgarbyggð býður fólki að koma í heimsókn í fjárhúsið sitt þar sem hægt er að skoða íslenskt forystufé, hrúta, ær og lömb. Nánari upplýsingar má sjá á þessari heimasíðu, https://www.inharmony.is/ samspil-manns-og-hests
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.