Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 202048 MENNING &SAGA Áveitur í Vestur-Landeyjum fyrri hluta 20. aldar Snemma á 20. öld voru áveitur í tísku. Er Flóaáveitan þar fræg- ust, en á árunum 1918–1927 voru grafnir miklir áveituskurðir og vatni úr Hvítá veitt á Flóann. Höfðu bændur tekið eftir því að gras spratt betur þar sem jökul- ár flæddu af og til yfir bakkana https://is.wikipedia.org/wiki/ Fl%C3%B3a%C3%A1veitan Vestur-Landeyingar, og þá ekki síst Álfhólabændur, létu sitt ekki eftir liggja. Er sú saga minna þekkt og skal nú bætt úr því. Byggt er á hljóðrituðum viðtölum sem höf- undur tók 1995 við Ágúst Jónsson í Sigluvík (1910–1999). Ágúst var alinn upp í Álfhólum og bjó þar uns hann hóf búskap í Sigluvík 1935. Höfundur tók ljósmyndir af leifum stíflumannvirkja, aðallega stóru stíflunnar í Fljótsvegi suður af Álfhólum, sjá hér aftar. Fljótsvegsveitan í Álfhólum Fljótsvegur er lítil á með upptök ná- lægt Þverá skammt austan við bæinn Hemlu við Þjóðveg 1, og rennur niður V-Landeyjar og í Lónið milli Skipagerðis og Álfhólahjáleigu og þar út í sjó. Nafnið bendir til að þetta hafi einhvern tíma verið einn af ótal farvegum Markarfljóts þegar hluti af því rann af og til vestur með Fljótshlíð í Þverá. Efri hluta Fljótsvegarins hefur nú verið breytt í skurði en neðan til verður hann enn talsvert vatnsfall í vatnavöxtum. Það hefur líklega verið árið 1918 að hlaðin var mikil stífla í Fljótsveginn við Álfhóla og gerð áveita. Vatni var veitt austur um Álfhóla-Eyju og þó aðallega vestur í lækinn Görn um handgrafinn skurð framan við Búðatóft, tóft eftir sjóbúðir Fljótshlíðinga og Hvolhreppinga frá því að sjóróðrar voru stundaðir frá Landeyjasandi. (Þessar tættur eru komnar syðst undir tún Álfhólahjáleigu). Áveitan var til þess að auka grasvöxt, einnig sléttaðist landið er ís lagðist yfir og pressaði niður þúfurnar þegar vatnið seig undan honum. Einnig var hlaðið í Görnina til að halda vatninu og veita því á stórt fremur sendið svæði í Álfhóla-Nesi. Svo var gerður annar skurður til að veita vatninu af landinu þegar kom að slætti. Hluti af áveituvatninu hefur verið jökulvatn úr Þverá, því hún rann á þessum tíma stundum í Fljótsveginn fyrir austan Hemlu. Stíflan í Fljótsveginum gaf sig og var endurhlaðin. Ásgeir L. Jónsson kom að endurgerð stíflunnar, eins og lesa má í dagbók hans frá 12. júlí 1922. Þar er riss að stíflunni og málsetning, sjá myndir í lok þessa skjals. Seinni áveituhleðslan fer úr Fljótsveginum árið 1928. Sú tíma- setning er örugg því Bjarni Jónsson á Álfhólum, sem smíðað hafði botn- loku í stífluna, deyr úr lungnabólgu á Þorláksmessu það ár. Hann hafði verið að smíða utan um stúlku í Ey nokkrum vikum áður og orðið kalt. Kistan utan um Bjarna var smíðuð úr timbri úr stokki hleðslunnar sem hann hafði smíðað. Vatni veitt úr Þverá Á árunum í kringum 1920 var jökulvatni veitt úr Þverá, u.þ.b. 2 km fyrir neðan brú á þjóðvegi 1. Því var veitt í rásir austur undir bæina Strönd og Strandarhjáleigu og þaðan niður alla mýri, m.a. í lækinn sem rann niður milli Álfhóla og Sleifar. Hlaðnar voru margar hleðslur þvert yfir lækinn til að halda vatninu og sjást þær víða enn. Handgrafnir voru tveir skurðir úr Þverá. Helgi Bjarnason á Forsæti (1889–1959) gróf fyrri skurðinn í akkorði (10 aurar á fermetra). Síðar gróf Valdimar Jónsson á Álfhólum (1891–1985) annan skurð úr ánni á heppilegri stað, með því að plægja með hestum 6–8 plógför og taka svo upp plógstrengina. Hleypt var á vatni úr Þverá um miðjan maí og lokað skömmu fyrir slátt. Í miklum flóðum þegar ís var að ryðja sig af Þverá mynduðust klakastíflur. Fór vatnið þá yfir bakk- ana niður fyrir Uxahrygg og komu miklir ísdrekar niður alla mýri. Með slíkum ísstíflum urðu Djúpós og Valalækur til og veittu miklu vatni bæði yfir Safamýri í Þykkvabæ og ytri hluta Vestur-Landeyja svo margir bæir fóru í eyði. Slík klakastífluflóð héldu áfram eftir að jökulvatnið var hætt að flæða í ánni eftir að gerðar voru stíflur frá Þórólfsfelli um Stóra-Dímon að gömlu Markarfljótsbrúnni þegar hún var byggð 1934. Þegar kom fram undir miðja 20. öld sneru menn við blaðinu. Í stað þess að veita vatni á votlendið skyldi það þurrkað. Þá komu skurðgröfur til sögunnar og í stað handgrafinna áveituskurða komu vélgrafnir framræsluskurðir, og í stað áburðarefna úr áveituvatni kom tilbúinn áburður til sögunnar. Þorvaldur Örn Árnason, byggt á frásögn Ágústs Jónssonar 1995. Fljótsvegsstíflan. Mynd / ÞÖÁ 2018 Garðuroghandgrafinnskurðursemmunhafaveittáveituvatniaflandinuí NesinuíÁlfhólum. Mynd / ÞÖÁ 2018 SkurðursemfluttiáveituvatniðausturyfirÁlfhóla-Eyju.Annarskurðurfluttiöllumeiravatntilvesturs. Mynd / ÞÖÁ 2018 Samiskurðuroggarður,sunnar. Mynd / ÞÖÁ 2018TeikningogmálsíðariFljótsvegsstíflunnar.Mynd / Úr dagbók Ásgeirs L. Jónssonar EldriÞverár-Álfhólaáveita. EldriÞverár-Álfhólaáveita.Séðtil suðurs.Myndirteknaríágúst1995. 20. maí Sími: 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is 41,9% fólks á landsbyggðinni les Bændablaðið 21,9% 41,9% á landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðinu 29,2% landsmanna lesa Bændablaðið Lestur Bændablaðsins: BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI Heimild: Prentmiðlakönnun Gallup, okt.-des. 2019. Aldur 12-80 ára. Hvar auglýsir þú?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.