Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 56
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 202056 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Hægeldaðir lambaskankar með rauðvínssósu Hér er sígild leið til að útbúa lambaskanka, sem er mjög auð- velt. Allt er hægsoðið í rauðvíni með bragðgóðu grænmeti þar til allt er mjúkt og bragðgott, rauðvínið, grænmetið og lambið, safinn umbreytist í bragðmikla sósu. Bakið í ofni, eða jafnvel látið malla á eldavél í potti með loki. Lambaskankar Hráefni › 4 lambaskankar › 1 tsk. salt og pipar › 2–3 msk. ólífuolía › 1 bolli laukur, gróft saxaður › 3 hvítlauksrif, söxuð fínt › 1 bolli gulrót, stórir teningur › 1 bolli sellerí, stórir teningur › 2 bollar / 700 ml rauðvín › 800 g tómatar í dós › 2 msk. tómatmauk › 2 bollar / 500 ml kjúklingasoð (eða vatn og kraftur) › 5 kvistir timjan (helst bundnir saman), eða 2 tsk. þurrkað timjan › 2 stk. þurrkuð lárviðarlauf (eða 4 fersk) › Kartöflumús Aðferð Hitið ofninn í 180 gráður. Þerrið lambaskankana með eldhúsbréfi og stráið salti og pipar yfir. Hitið 2 msk. af ólífuolíu í stórum potti yfir miklum hita. Steikið lambaskankana í 2 lotum þar til þeir eru brúnaðir úti um allt, um það bil 5 mínútur. Setjið lambakjötið yfir á disk og hellið af umfram fitu (ef einhver er) úr pottinum. Lækkið hitann niður í miðlungs stillingu. Hitið 1 msk. af ólífuolíu í viðbót í sama pottinum, ef meira þarf. Bætið lauknum og hvítlauknum við, eldið í 2 mínútur. Bætið gulrót og sellerí við. Eldið í 5 mínútur þar til laukurinn er hálfgagnsær og sætur. Bætið við rauðvíni, kjúklinga­ soði, maukuðum tómötum í dós, tómatpúrru, timjan og lárviðarlauf­ um. Hrærið vel og blandið saman. Setjið lambaskankana í pottinn og passið að skankarnir séu að mestu leyti í kafi eða til hálfs. Hækkið hitann að miðlungs still­ ingu, látið malla. Lokið og flytjið síðan yfir í ofn í 2 klukkustundir. Takið úr ofninum og lokið af og setj­ ið síðan aftur í ofninn í 30 mínútur í viðbót (svo þetta séu tvær og hálf klukkustund samtals). Gangið úr skugga um að lambakjötið sé mjúkt viðkomu – ef ekki skuluð þið hylja það og halda áfram að elda það í ofni. Best er að það sé þannig að það sé mjúkt viðkomu en helst samt fast við beinið. Færið lambakjötið yfir á disk og haldið heitu. Takið lárviðarlauf og timjan úr. Sigtið sósuna í pott og þrýstið á eftir með ausu til að fá kraftinn úr grænmetinu. Hellið sósunni aftur í pottinn. Látið malla yfir miðlungs hita og sjóðið aðeins niður eða þykkið eftir smekk. Smakkið síðan til með salti og pipar. Berið fram lambaskanka á kartöflu mús eða blómkálsmauki með nóg af sósu! Kjúklingakryddblöndur Hér eru svo tvær auðveldar og hollar kjúklingakryddblöndur sem hjálpa þér að rokka upp grillveisluna! Þessar marineringar eru hollar og afar bragð­ miklar. Karrý kjúklingakrydd › 1 tsk. avókadó- eða ólífuolía › 1/2 bolli kókosmjólk › 2 tsk. karríduft › 1/2 msk. Garam Masala › 1/2 tsk. túrmerikduft › 1 rif hvítlaukur hakkaður fínt › 1/2 tsk. engiferduft › 1 tsk. salt Chimichurri kjúklingakrydd › 2 msk. avókadó- eða ólífuolía › 1/2 bolli ferskur kóriander › 1/2 jalapeno chili › 1/4 bolli rauðlaukur › 1 hvítlauksrif › 1 tsk. salt › lime-safi Karríkjúklingur – aðferð Blandið saman öllum innihaldsefnum í skál og hellið síðan yfir kjúklinginn í rennilásapoka. Innsiglið og geymið í ísskáp eða frysti. Chimichurri kjúklingur – aðferð Setjið öll innihaldsefnin í matvinnslu­ vél og „púlsið“ nokkrum sinnum til að sameina, hellið síðan yfir kjúklinginn í renniláspoka og geymið í ísskáp eða frysti. Grillið í gegn og framreiðið með kaldri sósu og salati að eigin vali. Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari Á Selalæk hafði búið sama fjölskyldan síðan 1946 þang- að til við kaupum af þeim Bjarna Jónssyni og Kristínu Bragadóttur og tökum við búinu þann 11. febrúar 2020. Býli: Selalækur 2. Staðsett í sveit: Selalækur er staðsettur á Rangárvöllum. Ábúendur: Þorgeir Þórðarson og Sólveig Mekkin Eggertsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Þorgeir og Sólveig Mekkin ásamt 4 börnum; Antonía Líf, 14 ára, Glódís Líf, 10 ára, Indíana Líf og Þór Karel sem eru bæði 7 ára og 2 hundar og slatti af köttum. Stærð jarðar? 218 ha og þar af 90 ha ræktaðir. Gerð bús? Mjólkurkýr og sauðfé. Fjöldi búfjár og tegundir? 62 mjókurkýr, 57 kvígur, 55 naut, 40 kindur og 2 hrútar. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Byrjum daginn á því að mjólka kýrnar eftir mjaltir eru svo er það nokkuð breytilegt eftir dögum og árstíma. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er nú ekkert sem er skemmtilegra en annað, þetta er svo fjölbreytt en heyskapurinn kemur samt upp í hugann þegar meður fer svona yfir störfin. Leiðinlegast þegar gripur veik­ ist eða drepst og þegar það bilar eitthvað í mjaltakerfinu. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það verður tíminn svo­ lítið að leiða í ljós. Róbót er á innkaupalistanum og svo stefnum við bara á að lifa og njóta. Hvar teljið þið að helstu tæki- færin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Mjólkurframleiðsla og svo höldum við að grænmetis­ rækt á Íslandi eigi gott tækifæri núna. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ab mjólk, egg og rabar­ barasulta. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillað folaldakjöt og með því. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar yngsta dóttirin (7 ára) á bænum spurði pabba sinn í mjöltum hvort að það kæmi nýr pungur á kúna þegar þessi pungur væri búinn, benti á júgrað á kúnni, mjög hugsi á svip. Selalækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.