Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 2020 39 gróið land (2. mynd). Moldir hafa gróið mikið upp en gróðurþekja í melareitum hefur fremur lítið breyst þótt undantekningar séu þar á. Tegundasamsetning hefur hins vegar breyst talsvert í nánast öllum reitum. Á gamalgrónu landi hefur gróska aukist og grastegundir aukið hlutdeild sína. Friðun reita hefur haft talsverð áhrif á tegundasamsetningu en frekar lítil á þekju. Mælingar á jarðvegsþykknun benda til þess að dregið hafi úr áfoki við Heygil á þeim árum sem rannsóknin nær til. Það er ekki eingöngu við Hey­ gil sem land hefur gróið upp á Hrunamanna afrétti á síðustu áratug­ um. Athuganir á allstóru svæði innar á afréttinum, neðan 400 m hæðarmarka, benda eindregið til þess að land hafi gróið eða sé að gróa upp líkt og við Heygil. Rofabörð hafa víða lokast, moldir gróið upp og rakir og/eða stöð­ ugir melar eru sums staðar farnir að gróa. Fínkorna og lausir melar virðast hins vegar lítið hafa breyst. Athuganir enn innar á afréttinum og hærra yfir sjó, við Búðarfjöll, í Grjótártungu og Hrísalækjum, benda hins vegar til þess að þar sé enn víða talsvert rof og að land hafi ekki gróið upp í eins miklum mæli og neðar á afréttinum (1. mynd). Líkt og við Heygil hafa moldir þar einkum gróið upp en melar síður. Þótt það hafi ekki verið rann­ sakað sérstaklega má ætla að traðk, teðsla og þvag sauðfjár hafi haft jákvæð áhrif á landnám plantna á moldum og í rofjöðrum (3.–4. mynd). Það er löngu þekkt að fræ­ forði í jarðvegi er langmestur í efstu lögum (≈10–20 cm) jarðvegs en snarminnkar með dýpt. Á stöð­ um þar sem rof er mikið, svo sem í virkum rofabörðum og á moldum, er því skortur á fræi sökum þess að sá jarðvegur sem rofnar er gamall og nánast frælaus. Vegna rofsins kemur fræregn frá nágrenninu illa að notum því að fræ flyst að mestu í burtu og nær því ekki að spíra í rofinu sjálfu. Við slíkar aðstæður getur traðk ráðið úrslitum um land­ nám. Í förum eftir sauðfé getur fræ safnast fyrir og náð að spíra. Teðsla og þvag getur síðan hjálpað til og orðið til þess að plöntur komist á legg. Telur greinarhöfundur þetta hafa verið algengt í rofabörðum á afrétti Hrunamanna á síðustu árum. Líklegt er að þessi jákvæðu áhrif sauðfjárbeitar minnki verulega ef beitarálag verður of mikið því að aukin beit á plöntum fer þá að hafa neikvæð áhrif á landnámið. Hvað gera bændur nú? Eftir tæplega 30 ára samvinnu við bændur um uppgræðslu á afrétti Hrunamanna telur greinarhöfundur að viðhorf þeirra gagnvart sauðfjár­ beit og meðferð lands hafi breyst mikið. Menn hafa nú betri skilning á ástandi lands og mikilvægi þess að fara vel með það og að beit megi alls ekki verða of þung. Bændur hafa staðið sig mjög vel við upp­ græðslu sem hefur komið þeim til góða með bættu beitilandi og minna álagi á land utan uppgræðslusvæða. Fullyrða má að fækkun fjár, hlýnandi loftslag og uppgræðsla hafi stuðlað að þeim gróðurbreytingum sem orðið hafa í afréttinum á síðustu áratugum. Þótt land í afrétti sé í framför er þar enn allvíða talsvert rof og enn víð­ áttumikil, lítt gróin svæði neðan 500 m hæðar sem ættu að geta klæðst samfelldum gróðri. Í ljósi breytinga á neysluvenjum og viðhorfum í þjóðfélaginu, svo sem minnkandi neyslu lambakjöts, kostnaðar við framleiðsluna, áhrifa sauðfjárbúskapar á kolefnisjöfnuð og á gróður, er eðlilegt að ræða beit og uppgræðslu á afréttum í víðu sam­ hengi. Hér er afréttur Hrunamanna tekinn sem dæmi og settar fram fjórar mismunandi leiðir um nýtingu og uppgræðsluaðgerðir í afréttinum. Tekið skal fram að ein leið þarf ekki nauðsynlega að útiloka aðra. Um eft­ irfarandi er að ræða: 1. Að beitarfriða afréttinn og láta náttúruna um að græða landið. 2. Að beitarfriða afréttinn og græða hann upp með lúpínu. 3. Að beitarfriða afréttinn og vinna að uppgræðslu líkt og gert hefur verið. 4. Að beita afréttarlandið „hóf­ lega“ en vinna jafnframt að uppgræðslu í samvinnu við bændur o.fl. aðila. Vélar, bátar, bílar, gámar eða vörur í lausu Það skiptir ekki máli hvað þú þarft að flytja, við getum flutt það fyrir þig landshorna á milli. Reglulegar ferðir á flesta staði á landinu. Hafðu samband og við finnum lausnina með þér. fraktlausnir@fraktlausnir.is Sími 519-2150 eða 773-1630 SAUÐFÉ&GRÓÐUR Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 KÚPLINGAR í flestar gerðir dráttarvéla – Framhald á næstu síðu 2. mynd. Heildargróðurþekja í reitum við Heygil á Hrunamannaafrétti 1981–2019. Friðaðir reitir eru merktir með rauðum lit. Þeir reitir sem eru nokkurn veginn sambærilegir eru tengdir með ferhyrningum. Innan hvers reits var mælt í 10 eins fermetra smáreitum. Lóðrétt strik tákna staðalskekkju. 3. mynd. Áhrif traðks á moldum við Heygil. Bæði utan og innan reits (R18) er klóelfting áberandi. Utan reits er mikið traðk og verulegt landnám merkj- anlegt, grashnubbar eru margir. Innan reits er yfirborð jafnara, klóelfting er þar ríkjandi og grashnubbar eru fáir en stórir (ljósmynd 5. ágúst 1999). R19 R11 R16 R13 R12 R20 R18 R07 R15 R14 R04 R02 R05 R06 R01 R03 R08 R09 R10 R17 0 20 40 1981 1999 2009 2019 Melar Moldir Nýgræði og gamalgróið land 60 80 H ei ld ar gr óð ur þe kj a % 100 REKI EHF ER STOLTUR UMBOÐSAÐILI DONALDSON Á ÍSLANDI. EIGUM MIKIÐ ÚRVAL AF SÍUM Á LAGER. Reki ehf Höfðabakka 9 110 Reykjavík Sími: 562 2950 Fax: 562 3760 E-mail: bjorn@reki.is www.reki.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.