Bændablaðið - 07.05.2020, Síða 38

Bændablaðið - 07.05.2020, Síða 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 202038 SAUÐFÉ&GRÓÐUR Sauðfjárbeit og gróðurbreytingar á afrétti Hrunamanna Frá landnámi hefur gróðri hnign- að verulega á landinu, ekki síst á neðanverðu hálendinu og þá einkum innan gosbeltisins. Þar er nú að finna víðáttumikil örfoka svæði sem áður voru klædd gróðri. Ástæður þessara breytinga hafa verið raktar til óhagstæðara veðurfars, eldvirkni og til margs konar umsvifa mannsins, ekki síst búfjárbeitar. Í marga áratugi hefur Landgræðslan unnið að uppgræðslu á hálendinu og einnig hafa bænd- ur og ýmsir áhugamenn grætt upp illa farið land á afréttum. Á síðustu árum er sífellt meiri áhersla lögð á að landnýting verði sjálfbær þannig að gróður aukist, jarðvegur byggist upp og að meðferð lands stuðli að bindingu kolefnis. Raddir sem krefj- ast þess að illa farið land verði friðað fyrir beit verða sömuleiðis stöðugt háværari. Hér verður gefið yfirlit yfir aðstæður á afrétti Hrunamanna í Árnessýslu og fjallað um gróður- breytingar sem þar hafa orðið á undanförnum áratugum, áhrif sauð- fjárbeitar á gróður og nokkrar sviðs- myndir dregnar upp um uppgræðslu og meðferð lands í afréttinum og hvernig æskilegt sé að standa að verki í náinni framtíð. Ástand afréttar Afréttur Hrunamanna, sem er um 1.000 km2 að stærð, liggur á gos- belti landsins (1. mynd). Líkt og á mörgum afréttum innan þess hafa stór svæði orðið gróður- og jarð- vegseyðingu að bráð. Afrétturinn er þó mun betur gróinn en margir afréttir á gosbeltinu. Þetta kemur vel fram á gervitunglamyndum og gróður- og vistgerðakortum. Athuganir benda til þess að eyðingin hafi staðið lengi en kortin sýna að um 80 km2 neðan 500 m hæðar- marka eru nú örfoka. Það samsvarar um fimmtungi af því landi sem liggur undir þeim hæðarmörkum. Samhliða rofinu hafa þarna orðið miklar gróðurbreytingar. Birkileifar, sem enn finnast á nokkrum stöðum, leifar af kolagröfum og fornleifar- annsóknir benda eindregið til þess að birkiskógur eða kjarr hafi áður verið ráðandi gróður á stórum svæðum sem nú eru örfoka neðan 300 m hæðarmarka. Miðað við núverandi gróðurskilyrði, svo sem hita, úrkomu og landslag, má ætla að samfelldur gróður eigi að geta þrifist á flestum svæðum í afréttinum undir 500 m hæð. Frá því um 1980 hefur hlýnað talsvert á landinu og hafa rannsókn- ir sýnt að hlýnunin er einna mest á norðvesturhluta landsins. Ætla má að á þessum tíma hafi hlýn- að töluvert á afrétti Hrunamanna. Ársúrkoma verður að teljast ríkuleg en í afréttinum er hún víðast hvar yfir 1200 mm á ári. Beit í afrétti og fjárfjöldi Líklegt er að Hrunamannaafréttur hafi verið nýttur til sauðfjárbeitar um aldir og jafnvel frá landnámi. Hversu mikil beitin hefur verið er hins vegar ekki þekkt. Allgóðar upplýsingar eru þó til um fjárfjölda í Hrunamannahreppi frá 1885 sem staðfesta að hann hefur verið breyti- legur. Fyrir 1900 voru um 5.000 kindur á vetrarfóðrum í hreppnum en þeim fjölgaði síðan talsvert og voru um 8.500 árið 1925. Þá fór þeim fækkandi og vegna niðurskurðar var fé fæst um 1950, eða um 3.200 fjár. Eftir fjárskipti 1951–1952 fjölgaði fé að nýju og varð flest um 1980, eða 9.200 talsins. Síðan hefur fé fækkað og var fjöldi á vetrarfóðrum árið 2015 um 4.200. Tölur um fjárfjölda í afrétti eru ekki eins vel þekktar en um 1980 var fé einna flest og hafa eldri fjár- bændur í hreppnum áætlað að þá hafi verið á fjalli 12–13 þúsund fjár. Nákvæmari upplýsingar frá síðustu árum benda til verulegrar fækkunar í afrétti en sumarið 2015 er talið að fjöldi fjár hafi verið 5.000 og árið 2019 4.200 talsins. Hver eru áhrif sauðfjárbeitar? Óhætt er að fullyrða að áhrifin fara mikið eftir því hversu þung beitin er, en einnig hvenær beitt er, hversu lengi og hvers konar land er beitt. Áhrifin verða einkum með þrennum hætti, í fyrsta lagi með blaðskerðingu, þ.e. þegar plöntur eru bitnar og hlutar þeirra fjarlægðir, í öðru lagi hefur beit áhrif á flutning og hringrás næringarefna og í þriðja lagi vegna traðks sem getur haft áhrif á gróður og jarðvegsyfirborð. Yfirleitt er það hamlandi fyrir plöntur þegar bitið er af þeim. Lostætar tegundir eru valdar úr gróðri og þegar fer að sneiðast um þær í haganum fer féð að bíta aðrar sem ekki eru eins „bragðgóðar“. Beit á eftirsóttum tegundum getur því orðið veruleg þótt beitarþungi sé lítill, þ.e. tiltölulega fáar skepn- ur á flatareiningu. Þær plöntur sem ekki eru bitnar fá meira rými og vaxa betur fyrir vikið. Þannig getur beit haft mikil áhrif á tegundasamsetn- ingu þótt beitarþungi sé fremur lítill. Áhrifin fara einnig eftir næringará- standi jarðvegs. Á melum og öðrum svæðum þar sem jarðvegur er nær- ingarsnauður eiga plöntur erfitt með að bæta sér það upp sem tapast við beitina. Sé jarðvegur næringarríkur gegnir hins vegar öðru máli. Beit á melum getur því verið verulega hamlandi fyrir gróður þótt fé sé fátt á meðan sami fjárfjöldi hefur lítil áhrif á gróður í næringarríkum jarðvegi. Almennt er talið að beit verði til þess að hraða hringrás næringarefna í vistkerfum en á beittu landi flytj- ast næringarefni hraðar úr gróðri til jarðvegs (með taði og þvagi) en á friðuðu. Það má því segja að beitin valdi því að gróðurvélin gangi hrað- ar. Á beittu landi flytjast næringar- efni einnig auðveldar milli svæða, svo sem með taði og þvagi, en á óbeittu landi. Auk þess getur sauð- fé dreift fræi sumra plöntutegunda á nýja staði, annaðhvort innvortis eða útvortis. Þriðji þátturinn sem rétt er að nefna er traðkið en áhrif þess hafa lítið verið rannsökuð hér á landi. Traðk getur t.d. haft gríðarlega mikil áhrif á hvort fræ ná að safnast fyrir og spíra, sérstaklega þar sem land er að rofna, svo sem á moldum og í rofjöðrum. Rétt er að taka fram að það sem hér hefur verið sagt á við um hóf- lega beit. Verði beitin hins vegar of mikil geta áhrifin orðið allt önnur og alvarlegri fyrir vistkerfið. Uppgræðsla Eins og á mörgum afréttum lands- ins geisaði mikil jarðvegseyðing á Hrunamannaafrétti fram yfir miðja síðustu öld. Til að stemma stigu við eyðingunni var árið 1970 sett upp landgræðslugirðing suðvest- ast í afréttinum (1. mynd). Í fyrstu var þar bæði borið á lítt gróið land og gamalgróið með flugvél í sam- vinnu sveitarstjórnar hreppsins og Landgræðslu ríkisins. Sauðfé var hleypt inn í girðinguna síðsumars til að létta á beit í afrétti. Vorið 1992 voru markmið upp- græðslu endurskoðuð og fyrir- komulagi breytt. Ekki var lengur borið á til að létta á beit í afrétti en megináhersla lögð á að stöðva rof og græða upp moldir. Í framhaldi var dreifingu með flugvél hætt og girðingin friðuð fyrir beit. Farið var að græða upp land bæði á frið- uðu landi innan girðingar og beittu landi utan hennar. Bændur og aðrir áhugamenn um uppgræðslu tóku nú í fyrsta sinn beinan þátt í aðgerðum. Aðgerðir hafa verið margs konar. Á beittu landi hefur tilbúnum áburði verið dreift, grasfræi sáð, heyi dreift í rofabörð og á mela. Kjötmjöli og búfjáráburði hefur sömuleiðis verið dreift í litlum mæli. Á friðuðu landi hefur, auk dreifingar á heyi, grasfræi og tilbúnum áburði, verið sáð birki. Einnig hefur víði, hvítsmára og lúpínu verið plantað og seyru dreift. Á uppgræðslusvæðunum hefur víða tekist að stöðva hraðfara rof og auka gróðurþekju verulega. Á síðustu 10–15 árum hefur verið unnið að uppgræðslu á um 6,2 km2 sem er um 8% af örfoka landi neðan 500 m hæðarmarka (1. mynd). Mikið af því landi sem ekki hefur enn verið tekið til uppgræðslu er óaðgengilegt en það liggur langt frá vegum og slóðum og verður því ekki auðveldlega grætt upp með hefðbundnum aðferðum. Það er þó bót í máli að á síðustu áratugum hefur land víða gróið upp utan uppgræðslusvæða án þess að nokkuð hafi verið gert. Sjálfgræðsla Við Heygil á Hrunamannaafrétti hefur greinarhöfundur rannsakað gróður og fylgst með gróður- breytingum frá árinu 1981 í tutt- ugu 10x10 m föstum gróðurreitum sem lagðir voru út á land sem í upphafi var á mismunandi stigum rofs og endurgræðslu (1. mynd). Fjórtán reitir eru á beittu landi en sex voru girtir af og friðaðir fyrir beit. Í reitunum hafa ýmsir jarð- vegs- og gróðurþættir verið mældir, m.a. heildargróðurþekja, þekja einstakra æðplöntutegunda og jarð- vegsþykknun. Þegar rannsóknirnar hófust við Heygil var þarna mikil gróðureyðing, háar torfur, opnir rofjaðrar og mikill uppblástur úr moldum og rofabörðum. Þá var fjárfjöldi í hámarki í afréttinum og gróður mikið bitinn. Niðurstöður mælinga í reitunum sýna að verulegar gróðurbreytingar hafa orðið á þessu svæði og á það við um allar landgerðir sem kannaðar voru, þ.e. moldir, mela og gamal- Sigurður Hjalti Magnússon gróðurvistfræðingur Greinarhöfundur, Sigurður H. Magnússon gróðurvistfræðingur, við rann- sóknir á hálendinu. 1. mynd. Hrunamannaafréttur, sem er um 1000 km² að flatarmáli, er á suðvesturhálendinu austan Hvítár. Hæð yfir sjó er frá um 250 m suðvestast í afrétti upp í 1488 m í Kerlingarfjöllum; 500 m hæðarlína er sýnd með gráum lit. Landgræðslugirðing suðvestast í afrétti er merkt með svartri línu. Helstu rofsvæði eru sýnd í rauðum lit en upp- græðslusvæði græn. Rannsóknasvæðið við Heygil er merkt sem gulur punktur.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.