Bændablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. mars 20204 Áhyggjur vegna útbreiðslu Covid- 19 veirunnar og afleiðinga henn- ar eru smám saman að aukast. Bændur og ekki síst þeir sem leggja stund á ferðaþjónustu til sveita hafa fengið fjölda afbók- ana og ekki sér enn fyrir endann á þeim. Aðrir hafa áhyggjur að búrekstrinum og hvernig honum muni vegna komi til veikinda. Kristín Linda Jónsdóttir sál- fræðingur segir að bændur og búalið geti gert eitt og annað til að létta af áhyggjum sínum og sinna vegna ástandsins í landinu af völdum Covid-19 veirunnar og afleiðingar hennar. Utanaðkomandi ógn „Í fyrsta lagi er mikilvægt að fólk geri sér virkilega grein fyrir því að vandinn sem er uppi sé tilkominn vegna ófyrirséðrar ógnar og einstaka bóndi, sama í hvaða stöðu eða bú- skap hann er, hefur ekki gert mistök og þarf því sannarlega ekki að finna til sektarkenndar eða skammar vegna afleiðinganna þrátt fyrir að eitthvað muni fara úrskeiðis. Ógnin er utan- aðkomandi en ekki tilkomin vegna þess að einhverjir einstaklingar hafi gert mistök eins og að sinna ekki starfi sínu, fjárfesta óskynsamlega eða eyða um efni fram. Það er hollt fyrir fólk að velta þessu fyrir sér því að margir sem eru sjálfstætt starfandi kenna sjálfum sér um þegar illa gengur í rekstri og áfellast sig. Það er meiðandi og dreg- ur úr orku og lausnamiðaðri hugsun og á sannarlega ekki við nú. Svo bændur, berið höfuðið hátt, þrátt fyrir ótta og ógn.“ Aukum tengslin Kristín Linda ráðleggur fólki að auka tengsl sín á milli með því að nota símann og aðra möguleika tækninnar til samskipta. „Ég hvet fólk til samskipta reglubundið og mikið núna þegar fólk hittist minna. Gerið það að föstum lið í deginum að ræða við aðra um ástandið og eigin stöðu eins og hún er hverju sinni en ekki eftir á. Hafið samband við hvert annað, speglið ykkur með öðrum, veljið að hafa samband við sam- herja í sömu búgrein, nágranna, eða vini í sambærilegum vanda og hringjast á á kvöldin, spjallið opið um áhyggjur og vanda. Ekki hika, hringið strax í kvöld. Það dregur úr kvíða, einsemd og hörm- ungarhyggju og skapar samkennd sem er gulls ígildi.“ Styðjum við eigin líðan „Svo er mikilvægt að styðja við eigin líðan með því að gefa sér tíma fyrir uppbyggjandi stundir alla daga til að vega upp á móti því neikvæða sem dregur niður fólk. Annars einfaldlega sígur lundin niður og líðanin með. Til þess að ná því getur virkilega þurft að beita sig aga og setja inn í dag- skipulagið eins til tveggja klukku- stunda andrými frá áhyggjum og vá. Hlé frá raunveruleikanum, það með talið fréttamiðlum, til að hlúa að sér með lestri, tónlist, matargerð, skapandi áhugamálum, góðri bíómynd, fallegu og fyndnu myndefni eða jafnvel tölvuleik. Auðvitað tekst það kannski ekki alveg alla daga en reynum að ná því sem oftast. Leggjum okkur fram við að taka eftir því jákvæða, fallega og skemmtilega í kringum okkur. Síðustu tvo klukkutímana fyrir svefn er gott að horfa á gaman- myndir, hlusta á tónlist, spjalla eða lesa góða bók í stað þess að festast yfir neikvæðum fréttum, áhyggjum af morgundeginum eða hörmunarhugsunum.“ Óvissuþol „Nú er nauðugur einn kostur og hann er að þola við í óvissunni og ná að halda í skynsemina. Gæta skal þess að magna ekki upp eigin hugarvíl með því að jórtra á áhyggjum sínum einn eða tvö innanbæjar heldur viðra þær við aðra og fá speglun á þær og ná þannig að upplifa samkennd. Þegar áhyggjur eru yfirþyrmandi er líka gagnlegt að átta sig á hvernig hægt er að mæta deginum af æðru- leysi. Að gera á hverjum degi það sem mögulegt er að gera, án þess að ganga fram af sér, og láta það eiga sig sem ekki er mögulegt þann daginn. Líka getur hentað sumum að halda dagbók, og skrá hjá sér hvern- ig staðan er, hvaða vá er fyrir dyrum og hvað gert er þann daginn. Oftast verður slík skráning til þess að fólk nær að gleðjast yfir því sem þó gerð- ist gott og gefa sjálfu sér klapp á bakið þrátt fyrir að einhvers konar hörmungar séu í gangi. Skráningin er líka gagnasöfnun um ferlið sem hægt er að skoða til að átta sig betur á hvernig þetta er allt saman og taka sem skynsamlegastar ákvarðanir þó staðan sé þröng. Innan bæjar er huggandi og styrkjandi að sambýlisfólk, hjón, pör og fjölskyldur snúi sér virki- lega að hvert öðru og auki nánd og hlýju í daglegum samskiptum. Svo er lífsnauðsynlegt að sofa á nótt- unni, sofa eftir klukku í sjö til átta klukkutíma, ekki síst þegar lífið er snúið og leita sér faglegra hjálpar ef á þarf að halda. Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér en það er samt næsta víst að við munum njóta áfram fegurðar náttúrunnar og fagna hrossagauknum þegar hann steypir sér fjörlega yfir hlöðuburstinni í vor,“ segir Kristín Linda Jónsdóttir. /VH Bændur og starfsfólk fyrir- tækja í matvælaframleiðslu hafa velt mörgum álitamálum fyrir sér síðustu daga vegna þró unar kórónuveirunnar. Mat væla stofnun hefur upp- fært upplýsinga síðu sína um COVID-19 og matvæli með algengum spurningum og svör- um um uppskeru grænmetis og framleiðslu dýraafurða með tilliti til veirunnar. Eftirfarandi texta er að finna á vef Mast. Allir einstaklingar sem hafa greinst með veiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómi, er skylt að fylgja leiðbeiningum um heima- einangrun á vef Embættis land- læknis og þeir sem úrskurðaðir hafa verið í sóttkví skulu fylgja leiðbeiningum um sóttkví á vef Embættis landlæknis. Kúabændur sem hafa smitast, ættu að leita allra leiða til að fá afleysingu í mjaltir og önnur verk í fjósi. Bæði vegna þeirr- ar eigin heilsu, að þeir keyri sig ekki út og tefji fyrir bata, og að þeir dreifi ekki smiti í fjósinu þar sem annað fólk gæti átt eftir að starfa, ef þeir sjálfir verða alvar- lega veikir. Ef óhjákvæmilegt er að sýktur einstaklingur starfi við mjaltir þarf hann að gæta ýtrustu smitvarna og má ekki vera til staðar þegar mjólkin er sótt. Sama gildir um einstakling í sóttkví. Fólk sem hefur verið greint með veiruna sem veldur COVID- 19 sjúkdómi, má ekki vinna við uppskeru grænmetis. Sama er að segja um fólk sem vinnur við tínslu og pökkun eggja. Fólk á sauðfjárbúum, nautgripa búum, svínabúum, alifugla búum og hrossabúum sem hefur smitast ætti að leita allra leiða til að fá afleysingu. Flutningabílstjórar sem sækja gripi til slátrunar þurfa að gæta ýtrustu smitvarna. Tíður hand- þvottur með sápuvatni er besta smitvörnin. Nánari upplýsingar á mast.is. /VH FRÉTTIR Léttum lundina þrátt fyrir erfitt ástand: Klappaðu þér á bakið í lok dags Kristín Linda Jónsdóttir. Leiðbeiningar Mast til bænda og starfsfólks í matvælaiðnaði vegna COVID-19 Komi upp COVID-19 smit við matvælaframleiðslu: Þrif samkvæmt fyrirmælum landlæknis áður en framleiðsla má halda áfram Komi upp COVID-19 smit við mat- vælaframleiðslu ber tafarlaust að senda starfsfólk í sóttkví og þrífa vinnustaðinn samkvæmt tilmælum landlæknis áður en starfsemi getur haldið áfram. Ólíklegt er að vírus- inn berist með matvælum. Ingibjörg Jónsdóttir, fagsviðs- stjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun, segir að ef upp- komi smit á COVID-19 veirunni í matvælaframleiðslu beri viðkomandi og öllum samstarfsmönnum að fara í sóttkví. „Landlæknir ákveðu næstu skref og hvernig er brugðist er við. Fólk sem hefur greinst með COVID-19 eða er með nefrennsli, hósta eða hnerra má ekki vinna við að fram- leiða mat eða bera fram matvæli. Þessi regla er skýr í reglugerð um hollustuhætti matvæla og sam- kvæmt henni skulu stjórnendur matvælafyrirtækja gera ráðstafanir til að tryggja að starfsmenn sem meðhöndli matvæli sé heilbrigt.“ Þrif samkvæmt fyrirmælum landlæknis Ingibjörg segir að ef starfsmaður greinist með COVID-19 og ein- kenni komið fram eftir að hafa mætt til vinnu á hann og samstarfs- fólk hans tafarlaust að fara í sóttkví samkvæmt tilmælum landlæknis. „Einnig eiga að fara fram þrif á vinnustaðnum samkvæmt leið- beiningum landlæknis áður en vinnsla hefst aftur með öðrum starfsmönnum eða þegar sóttkví lýkur.“ Vírusinn þarf hýsil Samkvæmt því sem segir á heima- síðu Mast þurfa kórónavírusar hýsil, menn eða dýr, og geta því ekki fjölgað sér í mat. „Litlar líkur eru taldar á að vírusinn geti borist með matvælum. Smit með mat- vælum þyrfti í öllu falli að fela í sér mengun frá sýktum einstak- lingi sem meðhöndlar matvæli með óhreinum höndum, eða með dropasmiti frá hósta eða hnerra.“ /VH Er kroppurinn í lagi? Mörg búverk krefjast þess að bóndinn sé í líkamlega góðu formi. Hann verður að búa yfir styrk, lipurð og þoli til að mæta ólíkum verkefnum dagsins. Þess vegna er mikilvægt að halda sér í formi, gera reglulega æfingar og leggja áherslu á að styrkja alla vöðva líkamans. Er þitt bú öruggur og góður vinnustaður? Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is PO RT h ön nu n Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér en það er samt næsta víst að við munum njóta áfram fegurðar náttúrunnar. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.